Sjáðu mörkin sem skutu Blikum á toppinn, héldu vonum ÍA á lífi og öll hin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2021 22:30 Kristinn Steindórsson skorar hér mark sitt í 3-0 sigri Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Fimm leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í fótbolta á laugardag. Breiðablik vann 3-0 sigur á Val og tyllti sér á topp töflunnar þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Víkingar fóru tímabundið á toppinn og ÍA heldur í vonina. Öll mörkin má sjá hér að neðan. Leiks Breiðabliks og Vals var beðið með mikilli eftirvæntingu enda stórleikur í öllum skilningi orðsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Blikar sem skoruðu fyrsta markið og gerðu svo tvö til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir klukkustundarleik. Guðmundur Andri Tryggvason braut klaufalega af sér og Árni refsaði. Kristinn Steindórsson tvöfaldaði forystu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar og Árni gerði út um leikinn á 86. mínútu., lokatölur 3-0. Klippa: Breiðablik 3-0 Valur Víkingar unnu 3-0 sigur á HK er liðin mættust í Fossvogi. Að sjálfsögðu var það Nikolaj Hansen sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson bætti við tveimur mörkum í þeim síðari og heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur á meðan HK er enn í bullandi fallhættu. Klippa: Víkingur 3-0 HK ÍA vann 3-1 sigur á Leikni Reykjavík og heldur enn í þá litlu von sem eftir er um að liðið muni leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Viktor Jónsson kom heimamönnum yfir á 25. mínútu og Steinar Þorsteinsson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum fjórum mínútum síðar. Daniel Finns Matthíasson minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson tryggði 3-1 sigur heimamanna. Klippa: ÍA 3-1 Leiknir Reykjavík KR vann 2-0 útisigur í Keflavík. Kennie Chopart skoraði fyrra markið með skoti sem fór af varnarmanni. Danski hægri bakvörðurinn lagði svo upp síðara markið með glæsilegri fyrirgjöf sem Stefán Árni Geirsson gat ekki annað en stýrt í netið. Klippa: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann KA 2-0 sigur á Fylki. Klippa: KA 2-0 Fylkir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leiks Breiðabliks og Vals var beðið með mikilli eftirvæntingu enda stórleikur í öllum skilningi orðsins. Eftir markalausan fyrri hálfleik voru það Blikar sem skoruðu fyrsta markið og gerðu svo tvö til viðbótar. Árni Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu eftir klukkustundarleik. Guðmundur Andri Tryggvason braut klaufalega af sér og Árni refsaði. Kristinn Steindórsson tvöfaldaði forystu heimamanna rúmum tíu mínútum síðar og Árni gerði út um leikinn á 86. mínútu., lokatölur 3-0. Klippa: Breiðablik 3-0 Valur Víkingar unnu 3-0 sigur á HK er liðin mættust í Fossvogi. Að sjálfsögðu var það Nikolaj Hansen sem kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson bætti við tveimur mörkum í þeim síðari og heimamenn unnu öruggan 3-0 sigur á meðan HK er enn í bullandi fallhættu. Klippa: Víkingur 3-0 HK ÍA vann 3-1 sigur á Leikni Reykjavík og heldur enn í þá litlu von sem eftir er um að liðið muni leika í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Viktor Jónsson kom heimamönnum yfir á 25. mínútu og Steinar Þorsteinsson tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum fjórum mínútum síðar. Daniel Finns Matthíasson minnkaði muninn fyrir gestina í síðari hálfleik áður en varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson tryggði 3-1 sigur heimamanna. Klippa: ÍA 3-1 Leiknir Reykjavík KR vann 2-0 útisigur í Keflavík. Kennie Chopart skoraði fyrra markið með skoti sem fór af varnarmanni. Danski hægri bakvörðurinn lagði svo upp síðara markið með glæsilegri fyrirgjöf sem Stefán Árni Geirsson gat ekki annað en stýrt í netið. Klippa: Keflavík 0-2 KR Að lokum vann KA 2-0 sigur á Fylki. Klippa: KA 2-0 Fylkir Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik ÍA Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti