Það sem afar mínir kenndu mér um völd Gísli Rafn Ólafsson skrifar 13. september 2021 09:31 Snemma á síðustu öld var Winston Churchill spurður hvers vegna hann hefði skipt um stjórnmálaflokk. Svar hans var á þá leið að sumir skiptu um flokk vegna gildanna sinna, á meðan aðrir skiptu um gildi vegna flokksins síns. Þessi fleyga setning lýsir vel því hversu mikilvæg gildi eru í stjórnmálum. Annað hvort er fólk tilbúið til þess að fórna öllu fyrir frama, völd og flokkinn sinn eða að það stendur með sjálfu sér og hugsjónum sínum. Ég var svo heppinn að fá að kynnast vel báðum öfum mínum, en þeir voru stjórnmálamenn á sitthvorum enda hins pólitíska litrófs, Axel Jónsson og Einar Olgeirsson. Axel var gallharður Sjálfstæðismaður og Einar einn af helstu forkólfum sósíalista. Mörg af þeim gildum sem ég hef byggt mitt líf á get ég rakið til þeirra. Gildin um að vinna þvert á fylkingar og fá fólk til þess að vinna saman að mikilvægum markmiðum er nokkuð sem Axel afi kenndi mér. Gildin um jöfnuð og spillingu valdsins er nokkuð sem Einar afi kenndi mér. Einar og völdin Þrátt fyrir að hafa verið leiðtogi kommúnista og síðar sósíalista á síðustu öld, þá sóttist Einar ekki eftir persónulegum völdum. Sem annar helstu höfunda nýsköpunarstjórnarinnar í kjölfar seinni heimsstyrjaldar kom það mörgum á óvart að hann sóttist ekki eftir ráðherrasæti. Í spjalli mínu við hann á síðustu árum ævi hans, sagði hann mér ástæðuna. Hann talaði um hvernig hinir ýmsu leiðtogar kommúnista og síðar sósíalista gleymdu hugsjónunum um betri heim um leið og þeir fengu völd og titla. Eins og hann orðaði það „í Sovétríkjunum og flestum löndum Austur-Evrópu hefur ekki verið kommúnismi eða sósíalismi í áratugi, þau urðu öll valdagráðugum einræðisherrum að bráð.“ Það er nefnilega ótrúlegt hversu auðvelt það virðist vera fyrir stjórnmálafólk að gleyma gildunum sínum. Eitt nýlegasta dæmið er hvernig Vinstri-Græn hafa sveigt gildi sín, einungis til þess að endurnýja ríkisstjórnarsamstarfið og fá forsætisráðherrastólinn aftur. Slagorð flokksins í ár sýnir vel hvað völdin skipta VG miklu máli: Það skiptir máli hver stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn er lítið skárri og hljómar nú eins og jafnaðarmannaflokkur í aðdraganda kosninga. Framsókn segist nú allt í einu ætla að fjárfesta í fólki, þegar efnahagslegu viðbrögð flokksins við faraldrinum segja allt aðra sögu. Við erum þegar farin að sjá hvernig flokkar eru að afmá sterk gildi sín í leit að atkvæðum - ýmist til að fegra sig eða búa til sérstöðu sem er ekki til staðar - til þess eins að allt falli í sama farið aftur eftir kosningar. Gildin skipta máli Sem kjósandi er erfitt að átta sig á því hvaða stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum er hægt að treysta til þess að standa við gildi sín nú á næstu vikum. Eru gildi eins og mannúð, jöfnuður, borgararéttindi og einstaklingsfrelsi eitthvað sem þú leggur áherslu á? Eru nýsköpun, loftslagsmál, ný stjórnarskrá og bætt útlendingastefna mál sem brenna á þér? Viltu að við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk og drögum úr skerðingum til aldraðra og öryrkja? Viltu gjaldfrjálst, öflugt heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem stenst kröfur framtíðarinnar? Allt eru þetta atriði sem flokkar hafa mismunandi skoðanir og lausnir á. Mér er ljúft og skylt að benda á að Píratar eru fylgjandi öllu í ofantaldri upptalningu. En mikilvægast er, hvort að stjórnmálafólkið sem skipar þá flokka eru með gildi sem samræmast þessum skoðunum og eru tilbúin að berjast fyrir þeim, óháð því hvort þau séu við völd eða ekki. Kjóstu fólk sem þú treystir til þess að standa fyrir sín gildi, í stað þess að selja þau í skiptum fyrir völd.Ef þú vilt kynna þér grunngildi Pírata, sem við hvikum ekki frá, þá má nálgast þau hér. Að sama skapi má finna kosningastefnuna okkar, sem hvílir á sömu grunngildum, með því að smella hérna. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Snemma á síðustu öld var Winston Churchill spurður hvers vegna hann hefði skipt um stjórnmálaflokk. Svar hans var á þá leið að sumir skiptu um flokk vegna gildanna sinna, á meðan aðrir skiptu um gildi vegna flokksins síns. Þessi fleyga setning lýsir vel því hversu mikilvæg gildi eru í stjórnmálum. Annað hvort er fólk tilbúið til þess að fórna öllu fyrir frama, völd og flokkinn sinn eða að það stendur með sjálfu sér og hugsjónum sínum. Ég var svo heppinn að fá að kynnast vel báðum öfum mínum, en þeir voru stjórnmálamenn á sitthvorum enda hins pólitíska litrófs, Axel Jónsson og Einar Olgeirsson. Axel var gallharður Sjálfstæðismaður og Einar einn af helstu forkólfum sósíalista. Mörg af þeim gildum sem ég hef byggt mitt líf á get ég rakið til þeirra. Gildin um að vinna þvert á fylkingar og fá fólk til þess að vinna saman að mikilvægum markmiðum er nokkuð sem Axel afi kenndi mér. Gildin um jöfnuð og spillingu valdsins er nokkuð sem Einar afi kenndi mér. Einar og völdin Þrátt fyrir að hafa verið leiðtogi kommúnista og síðar sósíalista á síðustu öld, þá sóttist Einar ekki eftir persónulegum völdum. Sem annar helstu höfunda nýsköpunarstjórnarinnar í kjölfar seinni heimsstyrjaldar kom það mörgum á óvart að hann sóttist ekki eftir ráðherrasæti. Í spjalli mínu við hann á síðustu árum ævi hans, sagði hann mér ástæðuna. Hann talaði um hvernig hinir ýmsu leiðtogar kommúnista og síðar sósíalista gleymdu hugsjónunum um betri heim um leið og þeir fengu völd og titla. Eins og hann orðaði það „í Sovétríkjunum og flestum löndum Austur-Evrópu hefur ekki verið kommúnismi eða sósíalismi í áratugi, þau urðu öll valdagráðugum einræðisherrum að bráð.“ Það er nefnilega ótrúlegt hversu auðvelt það virðist vera fyrir stjórnmálafólk að gleyma gildunum sínum. Eitt nýlegasta dæmið er hvernig Vinstri-Græn hafa sveigt gildi sín, einungis til þess að endurnýja ríkisstjórnarsamstarfið og fá forsætisráðherrastólinn aftur. Slagorð flokksins í ár sýnir vel hvað völdin skipta VG miklu máli: Það skiptir máli hver stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn er lítið skárri og hljómar nú eins og jafnaðarmannaflokkur í aðdraganda kosninga. Framsókn segist nú allt í einu ætla að fjárfesta í fólki, þegar efnahagslegu viðbrögð flokksins við faraldrinum segja allt aðra sögu. Við erum þegar farin að sjá hvernig flokkar eru að afmá sterk gildi sín í leit að atkvæðum - ýmist til að fegra sig eða búa til sérstöðu sem er ekki til staðar - til þess eins að allt falli í sama farið aftur eftir kosningar. Gildin skipta máli Sem kjósandi er erfitt að átta sig á því hvaða stjórnmálafólki og stjórnmálaflokkum er hægt að treysta til þess að standa við gildi sín nú á næstu vikum. Eru gildi eins og mannúð, jöfnuður, borgararéttindi og einstaklingsfrelsi eitthvað sem þú leggur áherslu á? Eru nýsköpun, loftslagsmál, ný stjórnarskrá og bætt útlendingastefna mál sem brenna á þér? Viltu að við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk og drögum úr skerðingum til aldraðra og öryrkja? Viltu gjaldfrjálst, öflugt heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem stenst kröfur framtíðarinnar? Allt eru þetta atriði sem flokkar hafa mismunandi skoðanir og lausnir á. Mér er ljúft og skylt að benda á að Píratar eru fylgjandi öllu í ofantaldri upptalningu. En mikilvægast er, hvort að stjórnmálafólkið sem skipar þá flokka eru með gildi sem samræmast þessum skoðunum og eru tilbúin að berjast fyrir þeim, óháð því hvort þau séu við völd eða ekki. Kjóstu fólk sem þú treystir til þess að standa fyrir sín gildi, í stað þess að selja þau í skiptum fyrir völd.Ef þú vilt kynna þér grunngildi Pírata, sem við hvikum ekki frá, þá má nálgast þau hér. Að sama skapi má finna kosningastefnuna okkar, sem hvílir á sömu grunngildum, með því að smella hérna. Höfundur skipar 2. sæti framboðslista Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar