Rannsaka mannrán á eina eftirlifanda kláfslyssins í maí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. september 2021 08:44 Lögregla og björgunaraðilar á vettvangi slyssins í maí. epa/Alessandro Di Marco Yfirvöld á Ítalíu rannsaka nú meint mannrán á dreng sem var sá eini sem komst lífs af þegar kláfur hrapaði til jarðar í Mottarone Stresa í norðurhluta landsins í maí síðastliðnum. Foreldrar Eitan Biran, yngri bróðir og langafi og langamma voru meðal þeirra fjórtán sem létust í slysinu en drengurinn, sem er sex ára, hefur dvalið hjá föðursystur sinni á Ítalíu frá því að hann var útskrifaður af spítala. Einstaklingar úr móðurfjölskyldu Eitan fóru hins vegar fram á að fá forræði yfir drengnum. Samkvæmt BBC hafði fjölskylda drengsins verið búsett á Ítalíu í nokkur ár áður en slysið átti sér stað og í júní síðastliðnum fékk föðursystir hans, Aya Biran-Nirko, forræði yfir honum. Á laugardaginn fór Eitan hins vegar út með afa sínum í móðurætt, sem hafði flutt til Ítalíu eftir slysið og fengið heimsóknarrétt. Hann flaug dregnum úr landi á einkaþotu og ísraelskir embættismenn hafa staðfest að Eitan sé nú þar í landi. Móðursystir drengsins, Gali Peleg, sótti um forræði í ágúst og hélt því fram að drengnum væri haldið á Ítalíu gegn vilja hans. „Við rændum ekki Eitan... við sóttum hann og fluttum heim,“ sagði Peleg í samtali við ísraelska útvarpsstöð í gær. Hélt hún því fram að foreldrar drengsins hefðu ætlað að flytja heim til Ísrael þegar slysið varð. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir en talið er að neyðarhemlar kláfsins hafi verið gerðir óvirkir viljandi, þar sem þeir höfðu bilað. Ítalía Réttindi barna Tengdar fréttir Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23. maí 2021 12:31 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Foreldrar Eitan Biran, yngri bróðir og langafi og langamma voru meðal þeirra fjórtán sem létust í slysinu en drengurinn, sem er sex ára, hefur dvalið hjá föðursystur sinni á Ítalíu frá því að hann var útskrifaður af spítala. Einstaklingar úr móðurfjölskyldu Eitan fóru hins vegar fram á að fá forræði yfir drengnum. Samkvæmt BBC hafði fjölskylda drengsins verið búsett á Ítalíu í nokkur ár áður en slysið átti sér stað og í júní síðastliðnum fékk föðursystir hans, Aya Biran-Nirko, forræði yfir honum. Á laugardaginn fór Eitan hins vegar út með afa sínum í móðurætt, sem hafði flutt til Ítalíu eftir slysið og fengið heimsóknarrétt. Hann flaug dregnum úr landi á einkaþotu og ísraelskir embættismenn hafa staðfest að Eitan sé nú þar í landi. Móðursystir drengsins, Gali Peleg, sótti um forræði í ágúst og hélt því fram að drengnum væri haldið á Ítalíu gegn vilja hans. „Við rændum ekki Eitan... við sóttum hann og fluttum heim,“ sagði Peleg í samtali við ísraelska útvarpsstöð í gær. Hélt hún því fram að foreldrar drengsins hefðu ætlað að flytja heim til Ísrael þegar slysið varð. Rannsókn á slysinu stendur enn yfir en talið er að neyðarhemlar kláfsins hafi verið gerðir óvirkir viljandi, þar sem þeir höfðu bilað.
Ítalía Réttindi barna Tengdar fréttir Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29 Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31 Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23. maí 2021 12:31 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Þrír handteknir vegna kláfferjuslyssins á Ítalíu Lögregla á Ítalíu hefur handtekið þrjá vegna kláfferjuslyssins í norðurhluta landsins á sunnudag þar sem fjórtán týndu lífi. 26. maí 2021 13:29
Tala látinna vegna kláfferjuslyssins hækkar Minnst fjórtán eru látin eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore-vatni á norður-Ítalíu í dag. 23. maí 2021 19:31
Minnst átta dánir í kláfferjuslysi á Ítalíu Minnst átta eru dánir eftir að kláfferja hrapaði nærri Maggiore vatni á Norður-Ítalíu. Ítalskir miðlar segja að tvö börn hafi verið flutt á sjúkrahús af vettvangi. Ítalska fréttastofan Ansa greinir frá því að ellefu hafi verið um borð í ferjunni. 23. maí 2021 12:31