Breiðablik og heimavöllurinn Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 13. september 2021 10:31 Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika. Þar eru auk Breiðabliks ekki ómerkari félög en Real Madrid, Barcelona, Chelsea, Arsenal, Bayern og Lyon. Ljóst er að Breiðablik þarf að spila vel gegn þessum bestu liðum álfunnar og þar skiptir heimavöllurinn miklu máli. Það er því dapurlegt til þess að vita að svo gæti farið að þær fái ekki að spila á Kópavogsvelli vegna ófullkominna aðstæðna. Sér í lagi vegna þess að það hefði aðeins þurft smá framsýni bæjarfulltrúa í Kópavogi til að svo hefði getað orðið. Flóðljósin uppfylla ekki kröfur Þegar verið var að endurnýja flóðljósin á Kópavogsvelli samþykkti bæjarráð í janúar 2019 að hafa 500 lux lýsingu á Kópavogsvöll sem er lágmarkskrafa KSÍ en fullnægir ekki skilyrðum UEFA. Ég lagði því til að lýsingin yrði 800 lux sem myndi fullnægja kröfum UEFA. Sú tillaga var felld í bæjarráði með öllum greiddum atkvæðum gegn mínu. Ég bókaði eftirfarandi. "Undirritaður telur ekki skynsamlegt að miða við lágmarkskröfur er varðar lýsingu á Kópavogsvöll sem er aðalleikvangur bæjarins. Mannvirkjunum er ætlað að nýtast næstu áratugi. Hætta er á að slíkar kröfur verði úreltar eftir nokkur ár og situr þá Kópavogur uppi með lýsingu sem ekki mætir kröfum nútímans. Eðlilegra er að miða lýsingarkröfur við 800 lux. Bæjarstjórinn í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson sá ástæðu til að leggja fram eftirfarandi bókun: „Ákvörðun um lýsingu stenst þær kröfur sem gerðar eru til lýsingar á knattspyrnuvöllum.“ Skammsýni Því miður er það hræðileg skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði Kópavogs sem veldur því að Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA. Það er hlutverk sveitarfélaga að skapa aðstöðu fyrir íþróttafélögin. Í mörgum tilfellum hefur vel tekist til hjá Kópavogi, en í þessu tilfelli var það skammsýnin sem hafði yfirhöndina. Ef og hefði Þetta hefur haft í för með sér að karlalið Breiðabliks þurfti að leika á Laugardalsvelli gegn Aberdeen í Evrópukeppninni og féll úr keppni. Það má alveg leiða líkum að því að karlaliðið hefði komist áfram í næstu umferð ef liðið hefði leikið á sínum heimavelli enda þekkt að heimavöllurinn skiptir máli. Ef karlaliðið hefði komist áfram væru miljónatugir króna að streyma í kassann. Hver sigur Breiðabliks í Meistaradeild kvenna skilar milljónum í kassann og sigurlíkur auðvitað meiri ef leikið verður á heimavelli. Framtíðin Knattspyrnudeild Breiðabliks er stærsta knattspyrnudeild landsins. Bæði kvenna- og karlaliðin eru í toppbaráttu á Íslandi, bæði lið eru vel skipuð leikmönnum á besta aldri sem eiga framtíðina fyrir sér. Fjöldi efnilegra leikmanna munu skila sér í meistaraflokkana á næstu árum. Breiðablik hefur alla burði til að ná árangri í Evrópukeppnum. Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna frá því í janúar 2019 sem gerir það að verkum að liðin munu ekki geta spilað evrópuleiki sína á heimavelli. Það má því segja að bæjarráðið hafi sparað aurinn en hent krónunni í ákvarðanatöku sinni við uppbyggingu flóðljósanna á Kópavogsvelli. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Skoðun Tillaga í sjókvíaeldismálum Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Við kjósum velferð dýra Kristinn Hugason skrifar Skoðun Pólitísk loforð Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Örugg landamæri eru forgangsmál Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Lögum grunninn Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Dulin mein íslenskt stjórnkerfis Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Byggjum upp örugga sjúkraflutninga fyrir landið og miðin Alma D. Möller skrifar Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Að deyja fyrir að vera öðruvísi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Á minningardegi trans fólks Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Arðrán um hábjartan dag? Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Kvennalið Breiðabliks hefur skrifað nafn sitt í knattspyrnusögu landsins með því að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar sem 16 bestu knattspyrnulið álfunnar leika. Þar eru auk Breiðabliks ekki ómerkari félög en Real Madrid, Barcelona, Chelsea, Arsenal, Bayern og Lyon. Ljóst er að Breiðablik þarf að spila vel gegn þessum bestu liðum álfunnar og þar skiptir heimavöllurinn miklu máli. Það er því dapurlegt til þess að vita að svo gæti farið að þær fái ekki að spila á Kópavogsvelli vegna ófullkominna aðstæðna. Sér í lagi vegna þess að það hefði aðeins þurft smá framsýni bæjarfulltrúa í Kópavogi til að svo hefði getað orðið. Flóðljósin uppfylla ekki kröfur Þegar verið var að endurnýja flóðljósin á Kópavogsvelli samþykkti bæjarráð í janúar 2019 að hafa 500 lux lýsingu á Kópavogsvöll sem er lágmarkskrafa KSÍ en fullnægir ekki skilyrðum UEFA. Ég lagði því til að lýsingin yrði 800 lux sem myndi fullnægja kröfum UEFA. Sú tillaga var felld í bæjarráði með öllum greiddum atkvæðum gegn mínu. Ég bókaði eftirfarandi. "Undirritaður telur ekki skynsamlegt að miða við lágmarkskröfur er varðar lýsingu á Kópavogsvöll sem er aðalleikvangur bæjarins. Mannvirkjunum er ætlað að nýtast næstu áratugi. Hætta er á að slíkar kröfur verði úreltar eftir nokkur ár og situr þá Kópavogur uppi með lýsingu sem ekki mætir kröfum nútímans. Eðlilegra er að miða lýsingarkröfur við 800 lux. Bæjarstjórinn í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson sá ástæðu til að leggja fram eftirfarandi bókun: „Ákvörðun um lýsingu stenst þær kröfur sem gerðar eru til lýsingar á knattspyrnuvöllum.“ Skammsýni Því miður er það hræðileg skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði Kópavogs sem veldur því að Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA. Það er hlutverk sveitarfélaga að skapa aðstöðu fyrir íþróttafélögin. Í mörgum tilfellum hefur vel tekist til hjá Kópavogi, en í þessu tilfelli var það skammsýnin sem hafði yfirhöndina. Ef og hefði Þetta hefur haft í för með sér að karlalið Breiðabliks þurfti að leika á Laugardalsvelli gegn Aberdeen í Evrópukeppninni og féll úr keppni. Það má alveg leiða líkum að því að karlaliðið hefði komist áfram í næstu umferð ef liðið hefði leikið á sínum heimavelli enda þekkt að heimavöllurinn skiptir máli. Ef karlaliðið hefði komist áfram væru miljónatugir króna að streyma í kassann. Hver sigur Breiðabliks í Meistaradeild kvenna skilar milljónum í kassann og sigurlíkur auðvitað meiri ef leikið verður á heimavelli. Framtíðin Knattspyrnudeild Breiðabliks er stærsta knattspyrnudeild landsins. Bæði kvenna- og karlaliðin eru í toppbaráttu á Íslandi, bæði lið eru vel skipuð leikmönnum á besta aldri sem eiga framtíðina fyrir sér. Fjöldi efnilegra leikmanna munu skila sér í meistaraflokkana á næstu árum. Breiðablik hefur alla burði til að ná árangri í Evrópukeppnum. Kannski verður erfiðasta hindrunin á þeirri leið ákvörðun bæjarfulltrúanna frá því í janúar 2019 sem gerir það að verkum að liðin munu ekki geta spilað evrópuleiki sína á heimavelli. Það má því segja að bæjarráðið hafi sparað aurinn en hent krónunni í ákvarðanatöku sinni við uppbyggingu flóðljósanna á Kópavogsvelli. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Skoðun Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun