Bíll Unnar Aspar fundinn eftir tveggja sólarhringa „standandi partí“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2021 18:26 Unnur er þakklát fyrir hversu margir deildu auglýsingunni áfram. Þjóðleikhúsið Bíll leikkonunnar Unnar Aspar Stefánsdóttur, sem var stolið fyrir utan vinnustað hennar Þjóðleikhúsið síðastliðinn laugardag, er kominn í leitirnar. Bílinn var illa farinn og fullur af alls konar munum eftir tveggja daga „standandi partí,“ eins og leikkonan orðar það í samtali við fréttastofu. „Við vorum að fá bílinn í hendurnar. Í stuttu máli þá var hann sendur beint í djúphreinsun, því það hafði verið þarna standandi partí, ef hægt er að tala um partí, í tvo sólarhringa. Þetta er bara ótrúlega mikil ógæfu- og sorgarsaga,“ sagði Unnur Ösp þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún auglýsti eftir bílnum á Facebook á laugardag og segir það mikils virði að vera komin með bílinn aftur. Samtakamáttur fólks hafi verið mikil hjálp í málinu, en lögreglan hafi að endingu fundið bílinn í Grafarvogi og handtekið fólk vegna þjófnaðarins. „Af því þetta fékk svo mikla dreifingu á samfélagsmiðlum var ég að fá vísbendingar um þetta bara á svipuðum tíma og lögreglan.“ Nánast heil búslóð í bílnum Unnur Ösp segir einhverja hluti í hennar eigu hafa verið tekna úr bílnum. Þá hafi ýmsum munum verið komið þar fyrir sem ekki voru þar fyrir. „Hann var bara fullur af alls konar dóti, það var svona næstum því búslóð. Ótrúlega skrýtið, óþægilegt og óhugnanlegt í alla staði.“ Þrátt fyrir þessa útreið var bílinn lítið skemmdur og í ökuhæfu ástandi. Unnur Ösp hefur ekki upplýsingar um hver var þarna að verki, en segir þó frá því að eltingaleikur milli viðkomandi og lögreglu hafi verið undanfari þess að þjófarnir náðust og bíllinn komst í réttar hendur. „Svo þarf ég bara að hafa samband við tryggingarnar og kanna minn rétt í þessu, þar sem það hvarf ýmislegt verðmætt úr bílnum,“ segir Unnur Ösp. Varð aldrei reið vegna málsins Þakklæti er Unni Ösp efst í huga, þar sem fjöldi fólks deildi auglýsingu hennar eftir bílnum og var með augun opin fyrir bílnum. Hún segist aldrei hafa verið reið frá því bílnum var stolið og þar til hún fékk hann aftur til sín. „Maður er meira bara skekinn og kannski sár, og nú í endann bara sorgmæddur. Eins og ég segi, þá er sorgarsaga á bak við svona uppákomu og það hefur ekkert upp á sig að reiðast yfir því.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
„Við vorum að fá bílinn í hendurnar. Í stuttu máli þá var hann sendur beint í djúphreinsun, því það hafði verið þarna standandi partí, ef hægt er að tala um partí, í tvo sólarhringa. Þetta er bara ótrúlega mikil ógæfu- og sorgarsaga,“ sagði Unnur Ösp þegar blaðamaður ræddi við hana. Hún auglýsti eftir bílnum á Facebook á laugardag og segir það mikils virði að vera komin með bílinn aftur. Samtakamáttur fólks hafi verið mikil hjálp í málinu, en lögreglan hafi að endingu fundið bílinn í Grafarvogi og handtekið fólk vegna þjófnaðarins. „Af því þetta fékk svo mikla dreifingu á samfélagsmiðlum var ég að fá vísbendingar um þetta bara á svipuðum tíma og lögreglan.“ Nánast heil búslóð í bílnum Unnur Ösp segir einhverja hluti í hennar eigu hafa verið tekna úr bílnum. Þá hafi ýmsum munum verið komið þar fyrir sem ekki voru þar fyrir. „Hann var bara fullur af alls konar dóti, það var svona næstum því búslóð. Ótrúlega skrýtið, óþægilegt og óhugnanlegt í alla staði.“ Þrátt fyrir þessa útreið var bílinn lítið skemmdur og í ökuhæfu ástandi. Unnur Ösp hefur ekki upplýsingar um hver var þarna að verki, en segir þó frá því að eltingaleikur milli viðkomandi og lögreglu hafi verið undanfari þess að þjófarnir náðust og bíllinn komst í réttar hendur. „Svo þarf ég bara að hafa samband við tryggingarnar og kanna minn rétt í þessu, þar sem það hvarf ýmislegt verðmætt úr bílnum,“ segir Unnur Ösp. Varð aldrei reið vegna málsins Þakklæti er Unni Ösp efst í huga, þar sem fjöldi fólks deildi auglýsingu hennar eftir bílnum og var með augun opin fyrir bílnum. Hún segist aldrei hafa verið reið frá því bílnum var stolið og þar til hún fékk hann aftur til sín. „Maður er meira bara skekinn og kannski sár, og nú í endann bara sorgmæddur. Eins og ég segi, þá er sorgarsaga á bak við svona uppákomu og það hefur ekkert upp á sig að reiðast yfir því.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira