Laxeldi á bak við helming starfa á stærsta netaverkstæði Austfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2021 22:22 Hrafn Bjarnason er gæða- og verkefnisstjóri hjá Egersund á Eskifirði. Arnar Halldórsson Þjónusta við laxeldi hefur á skömmum tíma vaxið upp í að verða helmingur af starfsemi stærsta netaverkstæðis Austfjarða. Þessi nýjasta viðbót kom inn á sama tíma og hrun varð í loðnuveiðum. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Egersund Ísland á Eskifirði. Upphaflega var það Aðalsteinn Jónsson, Alli ríki, sem stofnaði netaverkstæðið fyrir aldarfjórðungi til að sinna eigin skipaflota. Eskja seldi það síðan og er fyrirtækið núna í eigu framkvæmdastjórans Stefáns Ingvarssonar og Egersund Group í Noregi. Lengst af þjónaði fyrirtækið einkum uppsjávarveiðum og þá var netaverkstæðið fullt af flottrollum og loðnunótum. Í vinnusal Egersund má núna merkja nýjasta vaxtarsprotann, fiskeldið. Laxeldispoki úr sjókví hífður upp í porti netaverkstæðis Egersund.Arnar Halldórsson Laxeldispokar úr sjókvíum eru teknir í land eftir hverja kynslóð, þvegnir og skoðaðir ítarlega og eftir atvikum endurnýjaðir og litaðir. Hjá Egersund var reist bæði litunarhús og þvottastöð til að mæta þessum nýju verkefnum. „Heildarfjárfestingin í kringum þessa viðbót vegna laxeldisins hleypur einhversstaðar á milli 300 og 400 milljónir. Svo það er töluvert mikil vinna sem hefur fylgt því, í uppbyggingu, fyrir iðnaðarmenn og aðra í samfélaginu,“ segir Hrafn Bjarnason, gæða- og verkefnisstjóri. Fyrirtækið sinnir jafnframt tækniþjónustu fyrir laxeldið, eins og við fóðurpramma. Fyrir samfélagið hefur þetta mikla þýðingu því Egersund er einn af stærri vinnustöðum á Eskifirði. „Við erum sextán til sautján, eins og staðan er núna. Þar af eru með beinum hætti að minnsta kosti átta til níu manns sem vinna beint við laxeldið,“ segir Hrafn. Starfsmenn Egersund gera við laxeldispoka.Arnar Halldórsson Þessi viðbót kom inn á sama tíma og loðnan brást. „Loðnuvertíðin hefur staðið undir talsvert mikilli vinnu hjá okkur á hverju ári. Laxeldið kemur inn og má segja jafni ástandið. Þannig að við urðum ekki fyrir vinnutapi.“ Svo vonast þeir auðvitað eftir góðri loðnuvertíð í vetur. „En með aukningu í loðnukvóta þá munum við þurfa að bæta við okkur talsvert af starfsmönnum. Og þá munu þessir átta starfsmenn sem vinna í laxeldinu vera hrein viðbót við það sem áður var,“ segir Hrafn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Fiskeldi Fjarðabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Netagerðarmeistari lifir á loðnuvertíð fram eftir ári Nýafstaðin loðnuvertíð færir netaverkstæðum kærkomna búbót sem endist þeim langt fram eftir ári. Dæmi um slíkt fundum við austur í Neskaupstað. 3. apríl 2021 23:14 Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. 15. desember 2019 22:45 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Egersund Ísland á Eskifirði. Upphaflega var það Aðalsteinn Jónsson, Alli ríki, sem stofnaði netaverkstæðið fyrir aldarfjórðungi til að sinna eigin skipaflota. Eskja seldi það síðan og er fyrirtækið núna í eigu framkvæmdastjórans Stefáns Ingvarssonar og Egersund Group í Noregi. Lengst af þjónaði fyrirtækið einkum uppsjávarveiðum og þá var netaverkstæðið fullt af flottrollum og loðnunótum. Í vinnusal Egersund má núna merkja nýjasta vaxtarsprotann, fiskeldið. Laxeldispoki úr sjókví hífður upp í porti netaverkstæðis Egersund.Arnar Halldórsson Laxeldispokar úr sjókvíum eru teknir í land eftir hverja kynslóð, þvegnir og skoðaðir ítarlega og eftir atvikum endurnýjaðir og litaðir. Hjá Egersund var reist bæði litunarhús og þvottastöð til að mæta þessum nýju verkefnum. „Heildarfjárfestingin í kringum þessa viðbót vegna laxeldisins hleypur einhversstaðar á milli 300 og 400 milljónir. Svo það er töluvert mikil vinna sem hefur fylgt því, í uppbyggingu, fyrir iðnaðarmenn og aðra í samfélaginu,“ segir Hrafn Bjarnason, gæða- og verkefnisstjóri. Fyrirtækið sinnir jafnframt tækniþjónustu fyrir laxeldið, eins og við fóðurpramma. Fyrir samfélagið hefur þetta mikla þýðingu því Egersund er einn af stærri vinnustöðum á Eskifirði. „Við erum sextán til sautján, eins og staðan er núna. Þar af eru með beinum hætti að minnsta kosti átta til níu manns sem vinna beint við laxeldið,“ segir Hrafn. Starfsmenn Egersund gera við laxeldispoka.Arnar Halldórsson Þessi viðbót kom inn á sama tíma og loðnan brást. „Loðnuvertíðin hefur staðið undir talsvert mikilli vinnu hjá okkur á hverju ári. Laxeldið kemur inn og má segja jafni ástandið. Þannig að við urðum ekki fyrir vinnutapi.“ Svo vonast þeir auðvitað eftir góðri loðnuvertíð í vetur. „En með aukningu í loðnukvóta þá munum við þurfa að bæta við okkur talsvert af starfsmönnum. Og þá munu þessir átta starfsmenn sem vinna í laxeldinu vera hrein viðbót við það sem áður var,“ segir Hrafn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Fiskeldi Fjarðabyggð Vinnumarkaður Tengdar fréttir Netagerðarmeistari lifir á loðnuvertíð fram eftir ári Nýafstaðin loðnuvertíð færir netaverkstæðum kærkomna búbót sem endist þeim langt fram eftir ári. Dæmi um slíkt fundum við austur í Neskaupstað. 3. apríl 2021 23:14 Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. 15. desember 2019 22:45 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Sjá meira
Netagerðarmeistari lifir á loðnuvertíð fram eftir ári Nýafstaðin loðnuvertíð færir netaverkstæðum kærkomna búbót sem endist þeim langt fram eftir ári. Dæmi um slíkt fundum við austur í Neskaupstað. 3. apríl 2021 23:14
Smíðar sjókvíar og báta á Djúpavogi fyrir fiskeldi Bátasmiðja á Djúpavogi smíðar sjókvíar og báta fyrir fiskeldi. Framkvæmdastjórinn segir marga ekki átta sig á hve sprotar geta farið víða og hve störfin eru orðin mörg sem tengjast fiskeldinu. 15. desember 2019 22:45
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45