Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson og Katrín Oddsdóttir skrifa 14. september 2021 09:00 Senn verða komin 3 ár frá því að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) var innleidd með lögum sem réttur fatlaðs fólks á Íslandi. Lögin staðfesta að fatlað fólk skuli njóta sjálfstæðs lífs á eigin forsendum og fá nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra. Lögin voru nauðsynlegt skref til þess að uppfylla vissar skyldur Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það var mikið fagnaðarefni þegar lögin tóku loksins gildi í október 2018, eftir margra ára baráttu fatlað fólks fyrir rétti til sjálfstæðu lífs, utan stofnana. Uppgjör undanfarinna ára hafa sýnt glögglega hversu mörg og djúp ör stofnanavistun fatlaðs fólks á Íslandi hefur skilið eftir sig. Sorglegt er að þrátt fyrir skýr ákvæði laganna um rétt fatlaðs fólks til þjónustunnar, er enn verið að neita fólki um réttinn sem lögin geyma. Ein algengasta ástæðan fyrir því að fötluðu fólki er synjað um mannréttindi sem það á samkvæmt þessum lögum er að ríki og sveitarfélög hafa ekki gengið í takt hvað varðar fjármögnun á þessari þjónustu. Fyrir vikið er fólk á biðlistum, jafnvel árum saman, þrátt fyrir að hafa verið metið á þann hátt að eiga rétt á NPA þjónustu. Ljótustu dæmin ganga svo langt að fatlað fólk í þessari stöðu hefur verið þvingað inn á stofnanir gegn sínum vilja. Á undanförnum þremur árum hefur fólki sem vistað er á öldrunarstofnunum, undir 67 ára aldri til að mynda fjölgað talsvert. Dæmi um slíka þvingaða stofnanavistun er mál Erlings Smith sem héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði um á vormánuðum á þessu ári. Dómurinn komst að þeirri augljósu niðurstöðu að um fjölþætt lögbrot væri að ræða af hálfu sveitarfélagsins sem átti í hlut, enda hafði það neitað Erling um sinn rétt á sjálfstæðu lífi. Sveitarfélagið áfrýjaði hins vegar dómnum og þann 15. september næstkomandi verður málið flutt í Landsrétti. Um er að ræða mikilvægt og fordæmisgefandi mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi. Það vekur von að til viðbótar við dóm héraðsdóms hefur Úrskurðanefnd velferðamála einnig staðfest að skilyrðingar á fjárframlögum eigi sér ekki lagastoð (mál nr. 200/2021). Fatlað fólk er langþreytt á því að vera bitbein á milli ríkis og sveitarfélaga í rifrildi um krónur og aura, og fá mannréttindum sínum ekki framfylgt á meðan. Það myndi engum detta í hug að láta börn bíða svo árum skipti á biðlista eftir grunnskólamenntun, né myndi nokkur sætta sig við það að lenda á biðlista um að fá að kjósa til Alþingis. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki annars flokks. Þvert á móti er það kjarni slíkra réttinda að manneskjan á þau á grundvelli þess eins að vera manneskja. Ef ríki og sveitarfélög fá að halda áfram að neita fötluðu fólki um mannréttindi á grundvelli fjárhagslegs rifrildis, má segja að niðurstaðan sé sú að þessir opinberu aðilar komist upp með að líta ekki á fatlað fólk sem manneskjur. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur og starfsmaður málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Mannréttindi Félagsmál Rúnar Björn Herrera Þorkelsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Senn verða komin 3 ár frá því að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) var innleidd með lögum sem réttur fatlaðs fólks á Íslandi. Lögin staðfesta að fatlað fólk skuli njóta sjálfstæðs lífs á eigin forsendum og fá nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra. Lögin voru nauðsynlegt skref til þess að uppfylla vissar skyldur Íslands samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Það var mikið fagnaðarefni þegar lögin tóku loksins gildi í október 2018, eftir margra ára baráttu fatlað fólks fyrir rétti til sjálfstæðu lífs, utan stofnana. Uppgjör undanfarinna ára hafa sýnt glögglega hversu mörg og djúp ör stofnanavistun fatlaðs fólks á Íslandi hefur skilið eftir sig. Sorglegt er að þrátt fyrir skýr ákvæði laganna um rétt fatlaðs fólks til þjónustunnar, er enn verið að neita fólki um réttinn sem lögin geyma. Ein algengasta ástæðan fyrir því að fötluðu fólki er synjað um mannréttindi sem það á samkvæmt þessum lögum er að ríki og sveitarfélög hafa ekki gengið í takt hvað varðar fjármögnun á þessari þjónustu. Fyrir vikið er fólk á biðlistum, jafnvel árum saman, þrátt fyrir að hafa verið metið á þann hátt að eiga rétt á NPA þjónustu. Ljótustu dæmin ganga svo langt að fatlað fólk í þessari stöðu hefur verið þvingað inn á stofnanir gegn sínum vilja. Á undanförnum þremur árum hefur fólki sem vistað er á öldrunarstofnunum, undir 67 ára aldri til að mynda fjölgað talsvert. Dæmi um slíka þvingaða stofnanavistun er mál Erlings Smith sem héraðsdómur Reykjavíkur fjallaði um á vormánuðum á þessu ári. Dómurinn komst að þeirri augljósu niðurstöðu að um fjölþætt lögbrot væri að ræða af hálfu sveitarfélagsins sem átti í hlut, enda hafði það neitað Erling um sinn rétt á sjálfstæðu lífi. Sveitarfélagið áfrýjaði hins vegar dómnum og þann 15. september næstkomandi verður málið flutt í Landsrétti. Um er að ræða mikilvægt og fordæmisgefandi mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks á Íslandi. Það vekur von að til viðbótar við dóm héraðsdóms hefur Úrskurðanefnd velferðamála einnig staðfest að skilyrðingar á fjárframlögum eigi sér ekki lagastoð (mál nr. 200/2021). Fatlað fólk er langþreytt á því að vera bitbein á milli ríkis og sveitarfélaga í rifrildi um krónur og aura, og fá mannréttindum sínum ekki framfylgt á meðan. Það myndi engum detta í hug að láta börn bíða svo árum skipti á biðlista eftir grunnskólamenntun, né myndi nokkur sætta sig við það að lenda á biðlista um að fá að kjósa til Alþingis. Mannréttindi fatlaðs fólks eru ekki annars flokks. Þvert á móti er það kjarni slíkra réttinda að manneskjan á þau á grundvelli þess eins að vera manneskja. Ef ríki og sveitarfélög fá að halda áfram að neita fötluðu fólki um mannréttindi á grundvelli fjárhagslegs rifrildis, má segja að niðurstaðan sé sú að þessir opinberu aðilar komist upp með að líta ekki á fatlað fólk sem manneskjur. Réttindum frestað er réttindum neitað! Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnarKatrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur og starfsmaður málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um sjálfstætt líf.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun