Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. september 2021 07:01 Ingrid Kuhlman. Vísir/Vilhelm Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, sem er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði, leiðir okkur í allan sannleikann um mikilvægi iðjuleysis. Og skýrir það út fyrir okkur hvers vegna iðjuleysi er stórlega vanmetið! Æðsta listin að gera ekkert Ingrid segir að þegar að við erum önnum kafin sé heilinn okkar ekkert endilega mjög virkur. Þegar við tökum aftur á móti hlé og gerum eitthvað sem virðist hafa minni tilgang eins og að spila vist, horfa á The Crown eða moka snjó fer heilinn á fullt í að leysa vandamál,“ segir Ingrid og bætir við: „Okkur finnst við vera að taka andlegt hlé en sá hluti heilans sem leysir vandamál hvílist aldrei og er virkastur þegar okkur dagdreymir.“ Þetta þýðir í raun að til þess að vera sem best í því að leysa úr málum eða fá nýjar hugmyndir, þurfum við að vera dugleg í því að taka okkur reglulega hlé. Ingrid bendir á rannsóknir máli sínu til stuðnings: „Niðurstöður rannsókna í taugavísindum benda til þess að við séum meira skapandi þegar við sinnum tómstundum og slökum á en ef við erum stöðugt upptekin og önnum kafin. Það að gera ekki neitt er í raun æðsta listin. Einmitt þegar við höfum ekkert að gera er allt mögulegt. Það býr mikill kraftur í þögninni.“ Oft aldagömul ráð sem virka best Ingrid segir að við séum búin að vera háð klukkum allt frá iðnbyltingunni en í rauninni hafi klukkan gert okkur að þrælum tímans. „Við höfum verið hvött til að nýta hverja einustu mínútu og láta tímann ekki fara til spillis. Markmiðið hefur verið að auka framleiðni og afköst,“ segir Ingrid. Svo langt höfum við gengið í að skipuleggja okkur og nýta tímann vel, að hver einasta stund sem við erum vakandi er skipulögð í þaula. Jafnvel sumarfríið. „Við styðjumst við gátlista sem hjálpa okkur við að forgangsraða í hvað tíminn okkar fer. Við setjum okkur markmið um að lesa eins margar bækur og við getum. Jafnvel skólabörn eru með stundaskrá sem heldur utan um kennslustundir, íþróttir og tónlistarskólann,“ segir Ingrid. Ingrid segir að iðjuleysi sé stórlega vanmetið því staðreyndin er sú að þegar að við erum í slökun eða að stunda tómstundir, virkar heilinn best.Vísir/Vilhelm En hvernig förum við að því að þjálfa okkur í iðjuleysi? Ein mesta áskorunin er að sætta sig við að gera ekki neitt,“ segir Ingrid en bendir á hvernig aldagömul ráð eru oft þau ráð sem gagnast okkur best. Dæmi: Heimspekingurinn Aristóteles var uppi árin 384-322 fyrir Krist. Aristóteles áleit að tómstundir væru hornsteinn vitsmunalegrar uppljómunar. Hann trúði því að sannar tómstundir fælu í sér ánægju, hamingju og blessað líf. Aristóteles trúði því líka að þeir sem þyrftu að vinna öllum stundum, hefðu ekki færi á að upplifa þessar ánægjulegar tilfinningar. Ingrid bendir fólki því sérstaklega á að nýta tómstundir sína og frítíma. Að hafa tíma er þó ekkert endilega höfuðmálið. „Það sem skiptir mestu máli er reyndar ekki svo mikið að hafa tíma til að sinna skapandi verkefnum heldur frekar viljinn til að gera ráð fyrir óskipulögðum tíma þar sem hugurinn getur fundið lausnir á hagnýtum, skapandi eða vitsmunalegum vandamálum.“ Aðalmálið að sögn Ingridar er að gefa heilanum hvíld þannig að hann geti framleitt nýjar hugmyndir og nýjungar. Ein leiðin til að ná þessari hvíld er að draga sig í hlé frá samskiptum við aðra. Einvera getur nefnilega haft jákvæð áhrif á sköpunargáfuna. Að vera með öðru fólki er þó líka mikilvægt. „Félagsleg samskipti gegna mikilvægu hlutverki í allri sköpun. Hugmyndir verða oft til þegar skapandi einstaklingar hittast og skiptast á skoðunum. Við erum jú félagsverur og skilum okkar besta árangri með aðstoð og hvatningu frá öðrum,“ segir Ingrid. Staðir geta líka hjálpað okkur að virkja hugann, eins og kaffihús, veitingastaðir eða barir. Eins staðir sem hafa þann tilgang að stefna fólki saman til þess að spjalla og mynda tengsl. Ingrid nefnir nokkra slíka staði sem dæmi: Hugmyndaráðuneytið sem starfaði í nokkur ár eftir árið 2009. Þar hittust frumkvöðlar, hugsuðir og fagmenn á ólíkum sviðum á hópfundum, spjölluðu og mynduðu tengsl. Blábankinn á Þingeyri sem styður fólk sem vill skapa sjálfbær tækifæri fyrir þorpið og heiminn eða Hugvöllur sem stofnaður var í janúar á þessu ári með það að markmiði að tengja saman öflugt og reynslumikið fólk sem stendur á tímamótum. „Staðir sem þessir veita innblástur, örva heilann og stuðla að alls kyns skapandi vinnu,“ segir Ingrid. Að meta virðið sem felst í iðjuleysi er líka ágætis ábending um það hvernig samfélagið mætti endurskoða sum almenn viðhorf. Dugnaður er dyggð í okkar samfélagi og það er lítið umburðarlyndi fyrir fólki sem sýnir litla virkni. Það breyti því þó ekki að iðjuleysi er beinlínis heilbrigt fyrir heilann,“ segir Ingrid. Góðu ráðin Heilsa Nýsköpun Tengdar fréttir Að ræða um kulnunareinkennin þín Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. 18. ágúst 2021 07:01 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Sjá meira
Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, sem er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði, leiðir okkur í allan sannleikann um mikilvægi iðjuleysis. Og skýrir það út fyrir okkur hvers vegna iðjuleysi er stórlega vanmetið! Æðsta listin að gera ekkert Ingrid segir að þegar að við erum önnum kafin sé heilinn okkar ekkert endilega mjög virkur. Þegar við tökum aftur á móti hlé og gerum eitthvað sem virðist hafa minni tilgang eins og að spila vist, horfa á The Crown eða moka snjó fer heilinn á fullt í að leysa vandamál,“ segir Ingrid og bætir við: „Okkur finnst við vera að taka andlegt hlé en sá hluti heilans sem leysir vandamál hvílist aldrei og er virkastur þegar okkur dagdreymir.“ Þetta þýðir í raun að til þess að vera sem best í því að leysa úr málum eða fá nýjar hugmyndir, þurfum við að vera dugleg í því að taka okkur reglulega hlé. Ingrid bendir á rannsóknir máli sínu til stuðnings: „Niðurstöður rannsókna í taugavísindum benda til þess að við séum meira skapandi þegar við sinnum tómstundum og slökum á en ef við erum stöðugt upptekin og önnum kafin. Það að gera ekki neitt er í raun æðsta listin. Einmitt þegar við höfum ekkert að gera er allt mögulegt. Það býr mikill kraftur í þögninni.“ Oft aldagömul ráð sem virka best Ingrid segir að við séum búin að vera háð klukkum allt frá iðnbyltingunni en í rauninni hafi klukkan gert okkur að þrælum tímans. „Við höfum verið hvött til að nýta hverja einustu mínútu og láta tímann ekki fara til spillis. Markmiðið hefur verið að auka framleiðni og afköst,“ segir Ingrid. Svo langt höfum við gengið í að skipuleggja okkur og nýta tímann vel, að hver einasta stund sem við erum vakandi er skipulögð í þaula. Jafnvel sumarfríið. „Við styðjumst við gátlista sem hjálpa okkur við að forgangsraða í hvað tíminn okkar fer. Við setjum okkur markmið um að lesa eins margar bækur og við getum. Jafnvel skólabörn eru með stundaskrá sem heldur utan um kennslustundir, íþróttir og tónlistarskólann,“ segir Ingrid. Ingrid segir að iðjuleysi sé stórlega vanmetið því staðreyndin er sú að þegar að við erum í slökun eða að stunda tómstundir, virkar heilinn best.Vísir/Vilhelm En hvernig förum við að því að þjálfa okkur í iðjuleysi? Ein mesta áskorunin er að sætta sig við að gera ekki neitt,“ segir Ingrid en bendir á hvernig aldagömul ráð eru oft þau ráð sem gagnast okkur best. Dæmi: Heimspekingurinn Aristóteles var uppi árin 384-322 fyrir Krist. Aristóteles áleit að tómstundir væru hornsteinn vitsmunalegrar uppljómunar. Hann trúði því að sannar tómstundir fælu í sér ánægju, hamingju og blessað líf. Aristóteles trúði því líka að þeir sem þyrftu að vinna öllum stundum, hefðu ekki færi á að upplifa þessar ánægjulegar tilfinningar. Ingrid bendir fólki því sérstaklega á að nýta tómstundir sína og frítíma. Að hafa tíma er þó ekkert endilega höfuðmálið. „Það sem skiptir mestu máli er reyndar ekki svo mikið að hafa tíma til að sinna skapandi verkefnum heldur frekar viljinn til að gera ráð fyrir óskipulögðum tíma þar sem hugurinn getur fundið lausnir á hagnýtum, skapandi eða vitsmunalegum vandamálum.“ Aðalmálið að sögn Ingridar er að gefa heilanum hvíld þannig að hann geti framleitt nýjar hugmyndir og nýjungar. Ein leiðin til að ná þessari hvíld er að draga sig í hlé frá samskiptum við aðra. Einvera getur nefnilega haft jákvæð áhrif á sköpunargáfuna. Að vera með öðru fólki er þó líka mikilvægt. „Félagsleg samskipti gegna mikilvægu hlutverki í allri sköpun. Hugmyndir verða oft til þegar skapandi einstaklingar hittast og skiptast á skoðunum. Við erum jú félagsverur og skilum okkar besta árangri með aðstoð og hvatningu frá öðrum,“ segir Ingrid. Staðir geta líka hjálpað okkur að virkja hugann, eins og kaffihús, veitingastaðir eða barir. Eins staðir sem hafa þann tilgang að stefna fólki saman til þess að spjalla og mynda tengsl. Ingrid nefnir nokkra slíka staði sem dæmi: Hugmyndaráðuneytið sem starfaði í nokkur ár eftir árið 2009. Þar hittust frumkvöðlar, hugsuðir og fagmenn á ólíkum sviðum á hópfundum, spjölluðu og mynduðu tengsl. Blábankinn á Þingeyri sem styður fólk sem vill skapa sjálfbær tækifæri fyrir þorpið og heiminn eða Hugvöllur sem stofnaður var í janúar á þessu ári með það að markmiði að tengja saman öflugt og reynslumikið fólk sem stendur á tímamótum. „Staðir sem þessir veita innblástur, örva heilann og stuðla að alls kyns skapandi vinnu,“ segir Ingrid. Að meta virðið sem felst í iðjuleysi er líka ágætis ábending um það hvernig samfélagið mætti endurskoða sum almenn viðhorf. Dugnaður er dyggð í okkar samfélagi og það er lítið umburðarlyndi fyrir fólki sem sýnir litla virkni. Það breyti því þó ekki að iðjuleysi er beinlínis heilbrigt fyrir heilann,“ segir Ingrid.
Góðu ráðin Heilsa Nýsköpun Tengdar fréttir Að ræða um kulnunareinkennin þín Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. 18. ágúst 2021 07:01 Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00 Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Controlant Viðskipti innlent Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Viðskipti innlent Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Sjá meira
Að ræða um kulnunareinkennin þín Sem betur fer hefur öll umræða um kulnun aukist til muna. Í dag skiljum við í hverju kulnun felst og erum meðvituð um hversu mikilvægt það er að forðast kulnun. Því miður er það þó algengt að fólk opnar ekki umræðuna um sín eigin kulnunareinkenni eða líðan, fyrr en of seint. Þegar í raun kulnunin er hafin. 18. ágúst 2021 07:01
Eftirsóttustu starfsmenn framtíðarinnar Aukinn sveigjanleiki í starfi hefur svo sannarlega fengið nýja merkingu í kjölfar Covid. Fjarvinna að öllu leyti eða að hluta er komin til að vera og nú er talað um „hybrid” fyrirkomulagið, eða hið blandaða fyrirkomulag, þar sem mörg störf verða unnin í bland: Í fjarvinnu og á vinnustaðnum. Þetta breytta vinnuumhverfi, auk aukinnar sjálfvirknivæðingar, kallar á nýjar hæfniskröfur. 9. ágúst 2021 07:00
Að hvetja okkur til dáða í vinnu: Segðu hlutina upphátt! Það er með ólíkindum hvernig okkur tekst að rífa okkur niður í huganum. Eða gera lítið úr okkur. Ef okkur gengur til dæmis mjög vel í vinnunni og náðum að afkasta miklu, erum við samt meira með hugann við verkefnin sem við náðum EKKI að klára frekar en að vera ánægð með allt sem við þó gerðum! 16. júlí 2021 07:01
Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01