Fréttablaðið segir frá þessu og hefur eftir Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóri FÍB. Runólfur skrifaði fyrst grein á Vísi þar sem hann sakaði tryggingafélögin um okur og að sitja á sitja á „spikfeitum bótasjóði“ frekar en að lækka iðgjöld. Á sama tíma hafi umferðaslysum og slösuðum fækkað og sagði Runólfur á að iðgjöld hér á landi væru tvöfalt hætti en tíðkist á hinum Norðurlöndunum. Verið væri að brjóta á neytendum.
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF, svaraði grein Runólfs á sama vettvangi þar sem hún sakaði Runólf um einhliða umfjöllun og „gífuryrði um okur og vafasama viðskiptahætti“ í máli sínu. Sagði hún ekki rétt að einblína á vísitölu neysluverðs í þessu sambandi þar sem hún mæli „breytingar á heildarverðlagi allra hluta í þjóðfélaginu og eðlilegt er að undirliðir þar breytist ekki með sama hætti og vísitalan sjálf“.
Sakar Katrínu um að hafa brotið eigin reglur
Í Fréttablaðinu í dag segir að FÍB vilji meina að með skrifum sínum hafi Katrín verið að brotið eigin reglur SFF. Á heimasíðu félagsins segi að SFF sé óheimilt að fara með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna og geti slíkt falið í sér sjálfstætt brot á samkeppnislögum. Taki þetta meðal annars til umræðu á opinberum vettvangi, um verð og verðbreytingar aðildarfélaga og um kröfur viðskiptavina þeirra um lægra verð eða bætt viðskiptakjör.
Katrín hafði áður sagt við blaðið að í grein sinni hafi hún verið að fjalla um vátryggingamarkaðinn en ekki sjálf félögin.