Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson skrifar 15. september 2021 13:01 - Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri. Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða. Tekjuskerðingar almannatrygginga Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun rikisins mega atvinnutekjur vera 1.200.000 kr. án þess að hafa áhrif á greiðslur ellilífeyris. . Allar aðrar tekjur, s.s. frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur mega vera 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif. Eftir að frítekjumarki er náð er skerðingin 45% af ellilífeyrinum. Hvað varðar öryrkja hafa allar skattskyldar tekjur áhrif á örorkulífeyri. Atvinnutekjur öryrkja mega vera 1.315.200 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur. Greiðslur frá lífeyrissjóðum mega vera 328.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif en hafa þó ekki áhrif á grunnlífeyri öryrkja. Fjármagnstekjur öryrkja eru án skerðinga að 98.640 kr. á ári. Elli- eða örorkulífeyrisþegi með atvinnutekjur yfir 100.000 kr. á mánuði eða lífeyrissjóðsgreiðslur meira en um 300.000 kr. á ári lendir því í skerðingu lífeyris almannatrygginga. Ríkið hefur gert þriggja stoða lífeyriskerfi að tveimur stoðum með fátæktargildrum Íslenska lífeyriskerfið er byggist á þremur stoðum. Almanntryggingum ríkisins; lífeyrissjóðum og frjálsum einstaklingsbundnum lífeyrissparnaði. Ekki þarf að skoða kerfið lengi til að sjá að ríkið hefur með tekjuskerðingum leitt til þess að stoð ríkisins, almannatryggingar, er ekki til staðar fyrir langstærstan hluta fólks. Þriggja stoða kerfið verður tvær stoðir nánast um leið og einstaklingur fær greiðslur frá hinum tveimur stoðunum. Að ekki sé talað um atvinnutekjur, sýni viðkomandi einstaklingur sjálfsbjargarviðleitni og sé virkur þátttakandi í samfélaginu með vinnu og öflun tekna. Ekki nóg með það að velferðin byggist á einstaklingnum sjálfum, hún leiðir strax til skerðinga frá velferðarríkinu og honum er refsað fyrir að afla sér tekna! Þetta hefur leitt í fátæktar og fátæktargildra í velferðarríkinu Ísland, einu ríkasta landi heims. Þetta skerðingakerfi er einnig samfélagslega óhagkvæmt í ljósi þeirrar þróunar í vestrænum ríkjum að þeim vinnandi einstaklingum sem bera uppi velferðarkerfið fer hlutfallslega fækkandi, vegna hækkandi meðalaldurs. Stefna Flokks fólksins: lágmarksframfærsla 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust! Þessu vill Flokkur fólksins breyta. Forgangsmál flokksins er að lágmarksframfærsla á mánuði verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust. Við viljum almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarksframfærslu og afnám skerðinga, þar sem víxlverkandi skerðingarreglur læsa ekki fólk í fátæktargildru. Við viljum heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Stefna okkar hvetur einstaklinginn til sjálfsbjargar og mun aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Mikilvægt er að hætta að skattleggja fátækt. Í því felst réttlæti fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa. Skattleysismörk á að hækka í 350.000 kr. á mánuði. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Flokkur fólksins vill hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr. og við munum leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Til að svo verði þarf að krossa við F-lista Flokk fólksins. Þannig styður þú framgang þessara stefnumála. Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Félagsmál Eyjólfur Ármannsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
- Afnemum tekjuskerðingar á elli- og örorkulífeyri. Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða. Tekjuskerðingar almannatrygginga Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun rikisins mega atvinnutekjur vera 1.200.000 kr. án þess að hafa áhrif á greiðslur ellilífeyris. . Allar aðrar tekjur, s.s. frá lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur mega vera 300.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif. Eftir að frítekjumarki er náð er skerðingin 45% af ellilífeyrinum. Hvað varðar öryrkja hafa allar skattskyldar tekjur áhrif á örorkulífeyri. Atvinnutekjur öryrkja mega vera 1.315.200 kr. á ári án þess að hafa áhrif á greiðslur. Greiðslur frá lífeyrissjóðum mega vera 328.000 kr. á ári án þess að hafa áhrif en hafa þó ekki áhrif á grunnlífeyri öryrkja. Fjármagnstekjur öryrkja eru án skerðinga að 98.640 kr. á ári. Elli- eða örorkulífeyrisþegi með atvinnutekjur yfir 100.000 kr. á mánuði eða lífeyrissjóðsgreiðslur meira en um 300.000 kr. á ári lendir því í skerðingu lífeyris almannatrygginga. Ríkið hefur gert þriggja stoða lífeyriskerfi að tveimur stoðum með fátæktargildrum Íslenska lífeyriskerfið er byggist á þremur stoðum. Almanntryggingum ríkisins; lífeyrissjóðum og frjálsum einstaklingsbundnum lífeyrissparnaði. Ekki þarf að skoða kerfið lengi til að sjá að ríkið hefur með tekjuskerðingum leitt til þess að stoð ríkisins, almannatryggingar, er ekki til staðar fyrir langstærstan hluta fólks. Þriggja stoða kerfið verður tvær stoðir nánast um leið og einstaklingur fær greiðslur frá hinum tveimur stoðunum. Að ekki sé talað um atvinnutekjur, sýni viðkomandi einstaklingur sjálfsbjargarviðleitni og sé virkur þátttakandi í samfélaginu með vinnu og öflun tekna. Ekki nóg með það að velferðin byggist á einstaklingnum sjálfum, hún leiðir strax til skerðinga frá velferðarríkinu og honum er refsað fyrir að afla sér tekna! Þetta hefur leitt í fátæktar og fátæktargildra í velferðarríkinu Ísland, einu ríkasta landi heims. Þetta skerðingakerfi er einnig samfélagslega óhagkvæmt í ljósi þeirrar þróunar í vestrænum ríkjum að þeim vinnandi einstaklingum sem bera uppi velferðarkerfið fer hlutfallslega fækkandi, vegna hækkandi meðalaldurs. Stefna Flokks fólksins: lágmarksframfærsla 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust! Þessu vill Flokkur fólksins breyta. Forgangsmál flokksins er að lágmarksframfærsla á mánuði verði 350.000 kr. skatta- og skerðingalaust. Við viljum almannatryggingakerfi sem tryggir lágmarksframfærslu og afnám skerðinga, þar sem víxlverkandi skerðingarreglur læsa ekki fólk í fátæktargildru. Við viljum heimila öllum öryrkjum sem treysta sér til, að reyna fyrir sér á vinnumarkaði í tvö ár án skerðinga og án þess að örorka þeirra sé endurmetin. Stefna okkar hvetur einstaklinginn til sjálfsbjargar og mun aldrei refsa þeim né skerða tekjur þeirra, sem vilja og geta bjargað sér að einhverju leyti sjálfir. Það er bæði siðferðislega rétt og virðir sjálfsbjargarréttinn. Fyrir utan að hvetja til þátttöku og virkni í samfélaginu, sem skilar sér aukinni velmegun. Mikilvægt er að hætta að skattleggja fátækt. Í því felst réttlæti fyrir alla í ríku landi, svo hér verði betra að búa. Skattleysismörk á að hækka í 350.000 kr. á mánuði. Efri árin eiga hvorki að vera fátæktargildra né kvíðaefni. Flokkur fólksins vill hækka frítekjumark ellilífeyris vegna lífeyristekna frá 25.000 kr. upp í 100.000 kr. og við munum leggja niður skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna. Til að svo verði þarf að krossa við F-lista Flokk fólksins. Þannig styður þú framgang þessara stefnumála. Höfundur skipar 1. sæti á F-lista Flokks fólksins í NV-kjördæmi.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun