Hver ferðamaður eyðir þrisvar sinnum meira en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. september 2021 13:01 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður SAF segir ánægjulegt að ferðamenn bæði dvelja lengur og eyða meiru en áður hér á landi. Vísir Tekjur af erlendum ferðamönnum voru þrefalt hærri á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tíma í fyrra. Formaður SAF segir afar ánægjulegt að sjá að ferðamenn séu að dvelja lengur hér á landi og eyða meiru en áður. Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 30 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á sama tímabili árið á undan. Hagstofa Íslands birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu í september í dag. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustu segir tölurnar en njákvæðari sé horft til ársins 2019. „Við sjáum að þeir ferðamenn sem hafa komið til okkar á þessu ári eru að eyða þrefalt meira en árið 2019. Þetta eru einkum Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar sem eru það sem hefur verið kallað verðmætir ferðamenn. Þeir virðast nú hafa dvalið lengur hér á landi og keypt enn meira en áður. Þetta er í samræmi við opinbera stefnu í ferðaþjónustu sem er að einblína ekki á fjölda ferðamanna heldur á verðmæti þeirra,“ segir Bjarnheiður. Fyrsta ferðin eftir faraldur gæti haft áhrif Bjarnheiður telur að ferðamenn gætu verið að gera betur við sig en áður þar sem mögulega sé um að ræða fyrsta ferðalagið eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það verður líka að taka tillit til gengisáhrifa en krónan er t.d. töluvert veikari núna en árið 2019, en krónan hefur veruleg áhrif á eyðslu ferðamanna,“ segir Bjarnheiður. Hún segir erfitt að meta hvernig framhaldið verður í ferðaþjónustunni, margar breytur spili þar inn í. „Það er áhugavert að velta fyrir sér hvort að þessi áhrif séu komin til að vera þ.e. að hingað komi ferðamenn sem dvelji lengur og eyði meiru en áður. Það er hins vegar enn mikil óvissa í kortunum. Við erum ennþá með harðar aðgerðir á landamærum og enn harðari en mörg lönd í Evrópu. Þannig að við sjáum ekki mjög langt fram í tímann. Við höfum fengið fregnir af því að flugfélög hafi verið að afbóka tíma á Keflavíkurflugvelli vegna aðgerðanna. Það er því ómögulegt að segja til um hvernig næstu mánuðir þróast en við bindum vonir við að það verði aflétt á landamærum. Það verður að gerast svo ferðaþjónustan fari almennilega í gang,“ segir Bjarnheiður. 76% samdráttur milli ára Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram verulegur samdráttur vegna kórónuveirufaraldursins en á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega áttatíu milljarðar króna samanborið við 333 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Þetta gerir um 76% samdrátt „Þetta er svipaður samdráttur og við vorum búin að gera ráð fyrir og ekkert sem kemur á óvart þarna,“ segir Bjarnheiður. Í ágúst voru 172.415 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli eða um hundrað þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Áætlaðar gistinætur á hótelum í ágúst voru um 413 þúsund eða tæplega þrefalt fleiri en í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 65.500, eða helmingi færri en í ágúst 2020. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi 2021 námu 30 milljörðum króna samanborið við 7,8 milljarða á sama tímabili árið á undan. Hagstofa Íslands birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu í september í dag. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustu segir tölurnar en njákvæðari sé horft til ársins 2019. „Við sjáum að þeir ferðamenn sem hafa komið til okkar á þessu ári eru að eyða þrefalt meira en árið 2019. Þetta eru einkum Bandaríkjamenn, Bretar og Ísraelar sem eru það sem hefur verið kallað verðmætir ferðamenn. Þeir virðast nú hafa dvalið lengur hér á landi og keypt enn meira en áður. Þetta er í samræmi við opinbera stefnu í ferðaþjónustu sem er að einblína ekki á fjölda ferðamanna heldur á verðmæti þeirra,“ segir Bjarnheiður. Fyrsta ferðin eftir faraldur gæti haft áhrif Bjarnheiður telur að ferðamenn gætu verið að gera betur við sig en áður þar sem mögulega sé um að ræða fyrsta ferðalagið eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. „Það verður líka að taka tillit til gengisáhrifa en krónan er t.d. töluvert veikari núna en árið 2019, en krónan hefur veruleg áhrif á eyðslu ferðamanna,“ segir Bjarnheiður. Hún segir erfitt að meta hvernig framhaldið verður í ferðaþjónustunni, margar breytur spili þar inn í. „Það er áhugavert að velta fyrir sér hvort að þessi áhrif séu komin til að vera þ.e. að hingað komi ferðamenn sem dvelji lengur og eyði meiru en áður. Það er hins vegar enn mikil óvissa í kortunum. Við erum ennþá með harðar aðgerðir á landamærum og enn harðari en mörg lönd í Evrópu. Þannig að við sjáum ekki mjög langt fram í tímann. Við höfum fengið fregnir af því að flugfélög hafi verið að afbóka tíma á Keflavíkurflugvelli vegna aðgerðanna. Það er því ómögulegt að segja til um hvernig næstu mánuðir þróast en við bindum vonir við að það verði aflétt á landamærum. Það verður að gerast svo ferðaþjónustan fari almennilega í gang,“ segir Bjarnheiður. 76% samdráttur milli ára Í tölum Hagstofunnar kemur einnig fram verulegur samdráttur vegna kórónuveirufaraldursins en á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum tæplega áttatíu milljarðar króna samanborið við 333 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr. Þetta gerir um 76% samdrátt „Þetta er svipaður samdráttur og við vorum búin að gera ráð fyrir og ekkert sem kemur á óvart þarna,“ segir Bjarnheiður. Í ágúst voru 172.415 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli eða um hundrað þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Áætlaðar gistinætur á hótelum í ágúst voru um 413 þúsund eða tæplega þrefalt fleiri en í fyrra. Gistinætur Íslendinga voru 65.500, eða helmingi færri en í ágúst 2020.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira