Óska eftir sjálfboðaliðum til aðstoðar flóttafólki Þorgils Jónsson skrifar 15. september 2021 22:18 Sex fjölskyldur flóttafólks frá Sýrlandi komu til landsins í síðustu viku. Von er á enn fleiri svo kölluðum kvótaflóttamönnum til landsins á næstu vikum og lýsir Rauði krossinn eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða fólkið við að aðlagast og festa rætur. Rauði krossinn óskar eftir fleiri sjálfboðaliðum til að aðstoða flóttafólk sem er nýkomið og væntanlegt til landsins. Í frétt á vef Rauða krossins segir að í síðustu viku hafi sex sýrlenskar fjölskyldur, alls 33 einstaklingar, komið til landsins í boði stjórnvalda. Enn er von á þremur fjölskyldum til viðbótar frá Sýrlandi. Um er að ræða svokallaða kvótaflóttamenn sem íslensk stjórnvöld bjóða vernd. Fjölskyldurnar eru nú í sóttkví en að henni lokinni flytja þær til þeirra sveitarfélaga þar sem þau munu fá stuðning næstu ár. Þau eru Árborg, Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri. Um miðjan næsta mánuð er von á afgönsku flóttafólki frá Íran og eftir það er gert ráð fyrir einstaklingum frá ýmsum Afríkuríkjum sem munu koma frá Kenýa. Í fyrrnefndri frétt segir að samtökin sinni hlutverki sínu við móttökuna í nánu samráði og samvinnu við stjórnvöld, félagsþjónustur sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila eins og Fjölmenningarsetur og Vinnumálastofnun. Meginverkefni sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða krossins sé að veita flóttafólki sálfélagslegan stuðning leiðsögu-og tungumálavina enda sýni reynslan að það að „greiða fyrir tengslum inn í samfélagið gegnum persónulegan vinskap getur skipt sköpum við að festa hér rætur“. Því er lýst eftir fleiri sjálfboðaliðum í þetta verkefni, sérstaklega í grennd við fyrrnefnd sveitarfélög og Reykjanesbæ. Hjálparstarf Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Í frétt á vef Rauða krossins segir að í síðustu viku hafi sex sýrlenskar fjölskyldur, alls 33 einstaklingar, komið til landsins í boði stjórnvalda. Enn er von á þremur fjölskyldum til viðbótar frá Sýrlandi. Um er að ræða svokallaða kvótaflóttamenn sem íslensk stjórnvöld bjóða vernd. Fjölskyldurnar eru nú í sóttkví en að henni lokinni flytja þær til þeirra sveitarfélaga þar sem þau munu fá stuðning næstu ár. Þau eru Árborg, Reykjavík, Hafnarfjörður og Akureyri. Um miðjan næsta mánuð er von á afgönsku flóttafólki frá Íran og eftir það er gert ráð fyrir einstaklingum frá ýmsum Afríkuríkjum sem munu koma frá Kenýa. Í fyrrnefndri frétt segir að samtökin sinni hlutverki sínu við móttökuna í nánu samráði og samvinnu við stjórnvöld, félagsþjónustur sveitarfélaga og aðra hagsmunaaðila eins og Fjölmenningarsetur og Vinnumálastofnun. Meginverkefni sjálfboðaliða og starfsmanna Rauða krossins sé að veita flóttafólki sálfélagslegan stuðning leiðsögu-og tungumálavina enda sýni reynslan að það að „greiða fyrir tengslum inn í samfélagið gegnum persónulegan vinskap getur skipt sköpum við að festa hér rætur“. Því er lýst eftir fleiri sjálfboðaliðum í þetta verkefni, sérstaklega í grennd við fyrrnefnd sveitarfélög og Reykjanesbæ.
Hjálparstarf Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent