Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 15. september 2021 22:50 Arnar Gunnlaugs, þjálfari Víkings. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var sáttur með 1-0 sigur á Fylki í 8. umferð Mjókurbikar karla í Árbænum í kvöld. Leikurinn var háspenna, lífshætta frá fyrstu mínútu og kom ekki markið fyrr en í framlengingunni. „Mér líður mjög vel. Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg. Frá því að vera í total control í fyrri hálfleik yfir í einhverja vitleysu í seinni hálfleik og í framlengingunni. Við náum bara engum tökum á þessum leik, bara því miður. Fylkir voru sterkir og sprækir. Við vorum bara í algjöru rugli ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Arnar eftir leik. Það má segja að Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, hafi haldið þeim inn í leiknum þar sem hann átti hverja stjörnuvörsluna á fætur annarri. „Hann er búinn að vera frábær síðan að hann kom til baka og er frábær markmaður. Við búum við það góða að eiga tvo frábæra markmenn. Hann bjargaði okkur í þessum leik og mér finnst það eina útskýringin að við unnum þennan leik er að við erum á „góðu rönni“. Þegar þú ert á „góðu rönni“ dettur allt með þér og að sama skapi með Fylki, það datt ekkert með þeim og svona er bara fótboltinn.“ Víkingar voru öflugir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki á pari við þann fyrri. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur og ég veit ekki hversu oft að það var Groundhog Day. Við vorum með boltann og við brunuðum upp hægri kantinn og áttum fyrirgjafir, enginn mætti í teiginn og fyrirgjafirnar voru lélegar. Fyrri hálfleikur var mjög sterkur, taktískt séð. Seinni hálfleikur þá fór bara allt út í veður og vind. Menn fóru að hlaupa úr stöðum og gera allskonar þvælu. Ég er samt hrikalega feginn, ætla ekki að vera mjög niðurbrotinn því ég er mjög ánægður að við séum komnir í undanúrslitin.“ Víkingur eru ríkjandi bikarmeistarar og aðspurður hvort stefnan yrði að verja titilinn hafði Arnar þetta að segja. „Já klárlega. Þetta er búin að vera mjög skrítin bikarkeppni. Öll stóru liðin, no disrespect fyrir liðum sem eru komin áfram, eru dottin út og rómantíkin í þessari keppni er búin að vera ótrúleg í ár. Þetta er búið að vera frábært Íslandsmót og núna frábær bikar. Miðað við þessa leiki sem voru í 8-liða úrslitum þá er þetta ekkert gefið. Ég veit að margir munu spá okkur titlinum og að við munum verja titilinn en við þurfum að spila miklu betur en þetta til að verja titilinn.“ Víkingur Reykjavík Fylkir Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Við vorum svo heppnir í þessum leik að það hálfa væri nóg. Frá því að vera í total control í fyrri hálfleik yfir í einhverja vitleysu í seinni hálfleik og í framlengingunni. Við náum bara engum tökum á þessum leik, bara því miður. Fylkir voru sterkir og sprækir. Við vorum bara í algjöru rugli ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði Arnar eftir leik. Það má segja að Ingvar Jónsson, markmaður Víkings, hafi haldið þeim inn í leiknum þar sem hann átti hverja stjörnuvörsluna á fætur annarri. „Hann er búinn að vera frábær síðan að hann kom til baka og er frábær markmaður. Við búum við það góða að eiga tvo frábæra markmenn. Hann bjargaði okkur í þessum leik og mér finnst það eina útskýringin að við unnum þennan leik er að við erum á „góðu rönni“. Þegar þú ert á „góðu rönni“ dettur allt með þér og að sama skapi með Fylki, það datt ekkert með þeim og svona er bara fótboltinn.“ Víkingar voru öflugir í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar ekki á pari við þann fyrri. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög sterkur og ég veit ekki hversu oft að það var Groundhog Day. Við vorum með boltann og við brunuðum upp hægri kantinn og áttum fyrirgjafir, enginn mætti í teiginn og fyrirgjafirnar voru lélegar. Fyrri hálfleikur var mjög sterkur, taktískt séð. Seinni hálfleikur þá fór bara allt út í veður og vind. Menn fóru að hlaupa úr stöðum og gera allskonar þvælu. Ég er samt hrikalega feginn, ætla ekki að vera mjög niðurbrotinn því ég er mjög ánægður að við séum komnir í undanúrslitin.“ Víkingur eru ríkjandi bikarmeistarar og aðspurður hvort stefnan yrði að verja titilinn hafði Arnar þetta að segja. „Já klárlega. Þetta er búin að vera mjög skrítin bikarkeppni. Öll stóru liðin, no disrespect fyrir liðum sem eru komin áfram, eru dottin út og rómantíkin í þessari keppni er búin að vera ótrúleg í ár. Þetta er búið að vera frábært Íslandsmót og núna frábær bikar. Miðað við þessa leiki sem voru í 8-liða úrslitum þá er þetta ekkert gefið. Ég veit að margir munu spá okkur titlinum og að við munum verja titilinn en við þurfum að spila miklu betur en þetta til að verja titilinn.“
Víkingur Reykjavík Fylkir Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Víkingur 0-1 | Bikarmeistararnir í undanúrslit eftir framlengdan leik Víkingar eru komnir í undanúrslit í Mjólkurbikar karla í fótbolta og geta því enn varið bikarinn sem þeir unnu 2019. Sigurinn var ekki fallegur en það skiptir litlu máli. Lokatölur 1-0 eftir framlengdan leik þar sem sjálfsmark skildi liðin að. 15. september 2021 21:50