Klikkaða líf! Elín Fanndal skrifar 16. september 2021 20:01 Staða þín getur orðið „klikkuð“ ef þú lendir í því að veikjast alvarlega á geði. Eftir að ég hóf að starfa með geðfötluðum hefur mér orðið æ ljósara hversu skelfilegir geðsjúkdómar geta verið og hve heilbrigðiskerfi okkar bregst illilega alvarlega geðsjúkum einstaklingum. Af tillitssemi við skjólstæðinga mína og vegna persónuverndar fer ég að sjálfsögðu ekki út í persónuleg málefni en get þó sagt það að það kjör þeirra og aðbúnaður eru meðal annars ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Flokk fólksins. Geðfatlaðir eru oftast einangraðir frá samfélaginu og sjá jafnvel sjaldan ættingja og vini sem hafa dregið sig í hlé, andlega búnir á því eftir áralanga erfiðleika varðandi samskipti við þessa ástvini sína. Hvergi öruggt athvarf Sé fólk alvarlega geðveikt er heilbrigðiskerfið að mörgu leyti úrræðalaust og þá skoppar viðkomandi eins og jójó á milli búsetu sinnar og bráðageðdeildar. Sorglegt en því miður satt! Alvarlega geðfatlaðir virðast ekki eiga sinn rétt til fastrar og öruggrar búsetu þar sem fagfólk heldur utan um þá þegar sjúkdómurinn herjar á og tekur reglulega öll völd. Þetta fólk mætir afgangi varðandi þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga sér öruggt skjól. Ég veit dæmi þess að geðfatlaðir búi þar sem ekki er nein leið að þjónusta þá með þeim sóma sem þeim ber sem þjóðfélagsþegnar í þessu landi. Þjóðfélagsþegnar sem völdu sér ekki þetta hlutskipti í lífinu! Húsnæði og aðbúnaður bíður ekki upp á það að sinna grunnþörfum þeirra svo að vel sé, þótt starfsfólk geri allt sem í valdi þess stendur til að láta þessum einstaklingum líða eins vel og kostur er. Þetta fólk á ekki sinn fasta samastað. Þessir einstaklingar eiga sér ekki öruggt athvarf þar sem ástæðulaust er að óttast að lögregla og sjúkrabíll komi og færi þá nauðuga á bráðageðdeild. Þar bíður þeirra innilokun um óákveðinn tíma eða þar til sjúkdómurinn linar heljartökin í bili og viðkomandi einstaklingur er ekki lengur hættulegur sjálfum þér og öðrum. Vítahringur sem þarf að rjúfa Geðsjúkdómar er oftast langvinnir og geta verið bæði illvígir og miskunnalausir. Rétt eins og stundarglas sem er reglulega snúið og þá hefst aftur og aftur svipuð atburðarás. Viðkomandi einstaklingur hleður upp spennu og ranghugmyndum sem svo að lokum taka öll völd. Þá mætir lögregla og sjúkrabíll til að fjarlægja hann út úr aðstæðum og svo er brunað á bráðageðdeildina. Enginn kýs sér að verða geðfatlaður en lífið er ófyrirsjáanlegt og hvert og eitt okkar getur misst geðheilsu án þess að fá nokkru um það ráðið. Alvarlega geðfatlaðir búa við öryggisleysi sem gerir sjúkdóm þeirra enn ill viðráðanlegri. Það er dýrara fyrir alla að kalla margoft á ári út sjúkrabíl og lögreglu ásamt ótímabundinni innilokun á bráðageðdeild. Þar að auki erum við að brjóta alvarlega á þessu fólki með þessum aðgerðum. Ég myndi vilja sjá hlýlegt heimili fyrir þetta fólk, þar sem fagfólk er alltaf til staðar og mætir þörfum íbúa eftir því hvar þeir eru staddir í ferli geðsjúkdóms síns. Þarna þarf að vera sólahrings þjónusta og öll hjálpartæki sem þarf til daglegrar umönnunar. Iðju- og sjúkra þjálfarar mæti reglulega inn á heimilin. Félagsleg afþreying og líkamsrækt sé í boði heima, fyrir þau sem það kjósa. Með þessu rjúfum við vítahring. Þetta er fólk eins og þú og ég! Fólk sem á tilkall til sjálfsagðra mannréttinda eins og við hin sem teljumst falla í normið. Ekki satt? Kjósum Flokk fólksins, fyrir fólkið í landinu. Allt fólk í landinu! Kveðja Elín Fanndal, frambjóðandi í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í Suðurlandskjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Staða þín getur orðið „klikkuð“ ef þú lendir í því að veikjast alvarlega á geði. Eftir að ég hóf að starfa með geðfötluðum hefur mér orðið æ ljósara hversu skelfilegir geðsjúkdómar geta verið og hve heilbrigðiskerfi okkar bregst illilega alvarlega geðsjúkum einstaklingum. Af tillitssemi við skjólstæðinga mína og vegna persónuverndar fer ég að sjálfsögðu ekki út í persónuleg málefni en get þó sagt það að það kjör þeirra og aðbúnaður eru meðal annars ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Flokk fólksins. Geðfatlaðir eru oftast einangraðir frá samfélaginu og sjá jafnvel sjaldan ættingja og vini sem hafa dregið sig í hlé, andlega búnir á því eftir áralanga erfiðleika varðandi samskipti við þessa ástvini sína. Hvergi öruggt athvarf Sé fólk alvarlega geðveikt er heilbrigðiskerfið að mörgu leyti úrræðalaust og þá skoppar viðkomandi eins og jójó á milli búsetu sinnar og bráðageðdeildar. Sorglegt en því miður satt! Alvarlega geðfatlaðir virðast ekki eiga sinn rétt til fastrar og öruggrar búsetu þar sem fagfólk heldur utan um þá þegar sjúkdómurinn herjar á og tekur reglulega öll völd. Þetta fólk mætir afgangi varðandi þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga sér öruggt skjól. Ég veit dæmi þess að geðfatlaðir búi þar sem ekki er nein leið að þjónusta þá með þeim sóma sem þeim ber sem þjóðfélagsþegnar í þessu landi. Þjóðfélagsþegnar sem völdu sér ekki þetta hlutskipti í lífinu! Húsnæði og aðbúnaður bíður ekki upp á það að sinna grunnþörfum þeirra svo að vel sé, þótt starfsfólk geri allt sem í valdi þess stendur til að láta þessum einstaklingum líða eins vel og kostur er. Þetta fólk á ekki sinn fasta samastað. Þessir einstaklingar eiga sér ekki öruggt athvarf þar sem ástæðulaust er að óttast að lögregla og sjúkrabíll komi og færi þá nauðuga á bráðageðdeild. Þar bíður þeirra innilokun um óákveðinn tíma eða þar til sjúkdómurinn linar heljartökin í bili og viðkomandi einstaklingur er ekki lengur hættulegur sjálfum þér og öðrum. Vítahringur sem þarf að rjúfa Geðsjúkdómar er oftast langvinnir og geta verið bæði illvígir og miskunnalausir. Rétt eins og stundarglas sem er reglulega snúið og þá hefst aftur og aftur svipuð atburðarás. Viðkomandi einstaklingur hleður upp spennu og ranghugmyndum sem svo að lokum taka öll völd. Þá mætir lögregla og sjúkrabíll til að fjarlægja hann út úr aðstæðum og svo er brunað á bráðageðdeildina. Enginn kýs sér að verða geðfatlaður en lífið er ófyrirsjáanlegt og hvert og eitt okkar getur misst geðheilsu án þess að fá nokkru um það ráðið. Alvarlega geðfatlaðir búa við öryggisleysi sem gerir sjúkdóm þeirra enn ill viðráðanlegri. Það er dýrara fyrir alla að kalla margoft á ári út sjúkrabíl og lögreglu ásamt ótímabundinni innilokun á bráðageðdeild. Þar að auki erum við að brjóta alvarlega á þessu fólki með þessum aðgerðum. Ég myndi vilja sjá hlýlegt heimili fyrir þetta fólk, þar sem fagfólk er alltaf til staðar og mætir þörfum íbúa eftir því hvar þeir eru staddir í ferli geðsjúkdóms síns. Þarna þarf að vera sólahrings þjónusta og öll hjálpartæki sem þarf til daglegrar umönnunar. Iðju- og sjúkra þjálfarar mæti reglulega inn á heimilin. Félagsleg afþreying og líkamsrækt sé í boði heima, fyrir þau sem það kjósa. Með þessu rjúfum við vítahring. Þetta er fólk eins og þú og ég! Fólk sem á tilkall til sjálfsagðra mannréttinda eins og við hin sem teljumst falla í normið. Ekki satt? Kjósum Flokk fólksins, fyrir fólkið í landinu. Allt fólk í landinu! Kveðja Elín Fanndal, frambjóðandi í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í Suðurlandskjördæmi
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar