Klikkaða líf! Elín Fanndal skrifar 16. september 2021 20:01 Staða þín getur orðið „klikkuð“ ef þú lendir í því að veikjast alvarlega á geði. Eftir að ég hóf að starfa með geðfötluðum hefur mér orðið æ ljósara hversu skelfilegir geðsjúkdómar geta verið og hve heilbrigðiskerfi okkar bregst illilega alvarlega geðsjúkum einstaklingum. Af tillitssemi við skjólstæðinga mína og vegna persónuverndar fer ég að sjálfsögðu ekki út í persónuleg málefni en get þó sagt það að það kjör þeirra og aðbúnaður eru meðal annars ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Flokk fólksins. Geðfatlaðir eru oftast einangraðir frá samfélaginu og sjá jafnvel sjaldan ættingja og vini sem hafa dregið sig í hlé, andlega búnir á því eftir áralanga erfiðleika varðandi samskipti við þessa ástvini sína. Hvergi öruggt athvarf Sé fólk alvarlega geðveikt er heilbrigðiskerfið að mörgu leyti úrræðalaust og þá skoppar viðkomandi eins og jójó á milli búsetu sinnar og bráðageðdeildar. Sorglegt en því miður satt! Alvarlega geðfatlaðir virðast ekki eiga sinn rétt til fastrar og öruggrar búsetu þar sem fagfólk heldur utan um þá þegar sjúkdómurinn herjar á og tekur reglulega öll völd. Þetta fólk mætir afgangi varðandi þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga sér öruggt skjól. Ég veit dæmi þess að geðfatlaðir búi þar sem ekki er nein leið að þjónusta þá með þeim sóma sem þeim ber sem þjóðfélagsþegnar í þessu landi. Þjóðfélagsþegnar sem völdu sér ekki þetta hlutskipti í lífinu! Húsnæði og aðbúnaður bíður ekki upp á það að sinna grunnþörfum þeirra svo að vel sé, þótt starfsfólk geri allt sem í valdi þess stendur til að láta þessum einstaklingum líða eins vel og kostur er. Þetta fólk á ekki sinn fasta samastað. Þessir einstaklingar eiga sér ekki öruggt athvarf þar sem ástæðulaust er að óttast að lögregla og sjúkrabíll komi og færi þá nauðuga á bráðageðdeild. Þar bíður þeirra innilokun um óákveðinn tíma eða þar til sjúkdómurinn linar heljartökin í bili og viðkomandi einstaklingur er ekki lengur hættulegur sjálfum þér og öðrum. Vítahringur sem þarf að rjúfa Geðsjúkdómar er oftast langvinnir og geta verið bæði illvígir og miskunnalausir. Rétt eins og stundarglas sem er reglulega snúið og þá hefst aftur og aftur svipuð atburðarás. Viðkomandi einstaklingur hleður upp spennu og ranghugmyndum sem svo að lokum taka öll völd. Þá mætir lögregla og sjúkrabíll til að fjarlægja hann út úr aðstæðum og svo er brunað á bráðageðdeildina. Enginn kýs sér að verða geðfatlaður en lífið er ófyrirsjáanlegt og hvert og eitt okkar getur misst geðheilsu án þess að fá nokkru um það ráðið. Alvarlega geðfatlaðir búa við öryggisleysi sem gerir sjúkdóm þeirra enn ill viðráðanlegri. Það er dýrara fyrir alla að kalla margoft á ári út sjúkrabíl og lögreglu ásamt ótímabundinni innilokun á bráðageðdeild. Þar að auki erum við að brjóta alvarlega á þessu fólki með þessum aðgerðum. Ég myndi vilja sjá hlýlegt heimili fyrir þetta fólk, þar sem fagfólk er alltaf til staðar og mætir þörfum íbúa eftir því hvar þeir eru staddir í ferli geðsjúkdóms síns. Þarna þarf að vera sólahrings þjónusta og öll hjálpartæki sem þarf til daglegrar umönnunar. Iðju- og sjúkra þjálfarar mæti reglulega inn á heimilin. Félagsleg afþreying og líkamsrækt sé í boði heima, fyrir þau sem það kjósa. Með þessu rjúfum við vítahring. Þetta er fólk eins og þú og ég! Fólk sem á tilkall til sjálfsagðra mannréttinda eins og við hin sem teljumst falla í normið. Ekki satt? Kjósum Flokk fólksins, fyrir fólkið í landinu. Allt fólk í landinu! Kveðja Elín Fanndal, frambjóðandi í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í Suðurlandskjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Staða þín getur orðið „klikkuð“ ef þú lendir í því að veikjast alvarlega á geði. Eftir að ég hóf að starfa með geðfötluðum hefur mér orðið æ ljósara hversu skelfilegir geðsjúkdómar geta verið og hve heilbrigðiskerfi okkar bregst illilega alvarlega geðsjúkum einstaklingum. Af tillitssemi við skjólstæðinga mína og vegna persónuverndar fer ég að sjálfsögðu ekki út í persónuleg málefni en get þó sagt það að það kjör þeirra og aðbúnaður eru meðal annars ástæða þess að ég ákvað að bjóða mig fram fyrir Flokk fólksins. Geðfatlaðir eru oftast einangraðir frá samfélaginu og sjá jafnvel sjaldan ættingja og vini sem hafa dregið sig í hlé, andlega búnir á því eftir áralanga erfiðleika varðandi samskipti við þessa ástvini sína. Hvergi öruggt athvarf Sé fólk alvarlega geðveikt er heilbrigðiskerfið að mörgu leyti úrræðalaust og þá skoppar viðkomandi eins og jójó á milli búsetu sinnar og bráðageðdeildar. Sorglegt en því miður satt! Alvarlega geðfatlaðir virðast ekki eiga sinn rétt til fastrar og öruggrar búsetu þar sem fagfólk heldur utan um þá þegar sjúkdómurinn herjar á og tekur reglulega öll völd. Þetta fólk mætir afgangi varðandi þau sjálfsögðu mannréttindi að eiga sér öruggt skjól. Ég veit dæmi þess að geðfatlaðir búi þar sem ekki er nein leið að þjónusta þá með þeim sóma sem þeim ber sem þjóðfélagsþegnar í þessu landi. Þjóðfélagsþegnar sem völdu sér ekki þetta hlutskipti í lífinu! Húsnæði og aðbúnaður bíður ekki upp á það að sinna grunnþörfum þeirra svo að vel sé, þótt starfsfólk geri allt sem í valdi þess stendur til að láta þessum einstaklingum líða eins vel og kostur er. Þetta fólk á ekki sinn fasta samastað. Þessir einstaklingar eiga sér ekki öruggt athvarf þar sem ástæðulaust er að óttast að lögregla og sjúkrabíll komi og færi þá nauðuga á bráðageðdeild. Þar bíður þeirra innilokun um óákveðinn tíma eða þar til sjúkdómurinn linar heljartökin í bili og viðkomandi einstaklingur er ekki lengur hættulegur sjálfum þér og öðrum. Vítahringur sem þarf að rjúfa Geðsjúkdómar er oftast langvinnir og geta verið bæði illvígir og miskunnalausir. Rétt eins og stundarglas sem er reglulega snúið og þá hefst aftur og aftur svipuð atburðarás. Viðkomandi einstaklingur hleður upp spennu og ranghugmyndum sem svo að lokum taka öll völd. Þá mætir lögregla og sjúkrabíll til að fjarlægja hann út úr aðstæðum og svo er brunað á bráðageðdeildina. Enginn kýs sér að verða geðfatlaður en lífið er ófyrirsjáanlegt og hvert og eitt okkar getur misst geðheilsu án þess að fá nokkru um það ráðið. Alvarlega geðfatlaðir búa við öryggisleysi sem gerir sjúkdóm þeirra enn ill viðráðanlegri. Það er dýrara fyrir alla að kalla margoft á ári út sjúkrabíl og lögreglu ásamt ótímabundinni innilokun á bráðageðdeild. Þar að auki erum við að brjóta alvarlega á þessu fólki með þessum aðgerðum. Ég myndi vilja sjá hlýlegt heimili fyrir þetta fólk, þar sem fagfólk er alltaf til staðar og mætir þörfum íbúa eftir því hvar þeir eru staddir í ferli geðsjúkdóms síns. Þarna þarf að vera sólahrings þjónusta og öll hjálpartæki sem þarf til daglegrar umönnunar. Iðju- og sjúkra þjálfarar mæti reglulega inn á heimilin. Félagsleg afþreying og líkamsrækt sé í boði heima, fyrir þau sem það kjósa. Með þessu rjúfum við vítahring. Þetta er fólk eins og þú og ég! Fólk sem á tilkall til sjálfsagðra mannréttinda eins og við hin sem teljumst falla í normið. Ekki satt? Kjósum Flokk fólksins, fyrir fólkið í landinu. Allt fólk í landinu! Kveðja Elín Fanndal, frambjóðandi í þriðja sæti á lista Flokks fólksins í Suðurlandskjördæmi
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun