Stjóri gjaldeyrissjóðsins í klandri vegna þjónkunar við Kína Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 10:05 Kristalina Georgieva tók við stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir tveimur árum. Áður var hún forstjóri Alþjóðabankans þar sem hún er sökuð um að hafa þrýst á starfslið að fegra stöðu Kína. Vísir/EPA Fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er talinn hafa sett óeðlilegan þrýsting á starfsmenn bankans um að fegra stöðu Kína á lista um hvar er best að stunda viðskipti í heiminum. Siðanefnd Alþjóðabankans fékk lögfræðistofuna WilmerHale til að kanna hvernig átt var við gögn sem voru notuð í árlegum skýrslum bankans þar sem löndum er raðað eftir þáttum sem segja til um hversu auðvelt er fyrir fyrirtæki að stunda viðskipti þar. Ásakanir voru uppi um að röðun Kína, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Aserbaídsjan hafi verið hagrætt vegna þrýstings. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Alþjóðabankans, þar á meðal Kristalina Georgieva, þáverandi forstjóri bankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi sett þrýsting á starfsfólk um að koma Kína ofar á listann árið 2018. Vara þeir við þeim áhrifum sem kínversk stjórnvöld hafa innan Alþjóðabankans og setja spurningamerki við dómgreind Georgievu og Jim Yong Kim, þáverandi forseta bankans. Háttsettir stjórnendur á skrifstofu Kim hafi beitt „beinum og óbeinum“ þrýstingi til að breyta aðferðafræði skýrslunnar og koma Kína ofar á listann yfir hvar væri best að stunda viðskipti. Líklega hafi það verið samkvæmt fyrirmælum Kim. Georgieva og Simeon Djankov, ráðgjafi hennar, eru sögð hafa þrýst á starfslið bankans að gera ákveðnar breytingar á gögnum um Kína sem kæmi landinu ofar á listann. Reuters-fréttastofan segir að á þeim tíma hafi bankinn sóst eftir auknu fjármagni frá Kína og stjórnendur bankans voru með þær viðræður á heilanum. Kínversk stjórnvöld voru þá ósátt við stöðu sína á listanum um viðskiptaumhverfi. Kína hækkaði um sjö sæti frá upphaflegum drögum eftir að aðferðafræði var breytt við gerð skýrslunnar „Að stunda viðskipti 2018“ sem kom út árið 2017. Lenti kommúnistaríkið í 78. sæti. Jim Yong Kim, fyrrverandi forseti Alþjóðabankans, er talinn hafa gefið fyrirmæli um að hækka Kína á lista yfir ríki þar sem best er talið að stunda viðskipti í heiminum.Vísir/EPA Ósammála niðurstöðinni Georgieva segist ósammála niðurstöðu rannsóknarinnar og túlkun skýrsluhöfunda í grundvallaratriðum. Hún segist hafa rætt við stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um málið. Alþjóðabankahópurinn ákvað í gær að hætta við birtingu næstu skýrslu um viðskiptaumhverfi. Skýrslan á vegum siðanefndarinnar hefði leitt í ljós siðferðisleg álitamál varðandi framferði fyrrverandi stjórnarmanna og stjórnenda bankans. „Í framtíðinni ætlum við að vinna að nýrri nálgun á að meta viðskipta- og fjárfestingaumhverfi,“ sagði í yfirlýsingu bankans. Bandaríkjastjórn, sem á stærsta hlutinn í Alþjóðabankanum, segist telja niðurstöður skýrslunnar alvarlegar. Þakkaði ritstjóra fyrir að leysa vandamálið Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Georgieva hafi farið heim til ritstjóra skýrslunnar um viðskiptaumhverfi til að ná í útprentað eintak af lokaskýrslunni með breytingunum sem komu Kína hærra á listann. Hún hafi þakkað honum fyrir að „leysa vandamálið“. Starfsfólk sem vann að „Að stunda viðskipti“ hafi upplifað að það gæti ekki andmælt fyrirmælum forseta Alþjóðabankans og forstjóra án þess að eiga á hættu að missa vinnuna. Andrúmsloftið í kringum skýrslugerðina hafi verið „eitrað“ og einkennst af „ótta við hefndaraðgerðir“. Georgieva sagði rannsakendum lögfræðistofunnar að framtíð „fjölþjóðasamvinnu“ væri í húfi og að bankinn hefði verið í djúpum vanda tækist honum ekki að tryggja sér hlutafjáraukningu. Kína Alþjóðabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Siðanefnd Alþjóðabankans fékk lögfræðistofuna WilmerHale til að kanna hvernig átt var við gögn sem voru notuð í árlegum skýrslum bankans þar sem löndum er raðað eftir þáttum sem segja til um hversu auðvelt er fyrir fyrirtæki að stunda viðskipti þar. Ásakanir voru uppi um að röðun Kína, Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Aserbaídsjan hafi verið hagrætt vegna þrýstings. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að stjórnendur Alþjóðabankans, þar á meðal Kristalina Georgieva, þáverandi forstjóri bankans og núverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hafi sett þrýsting á starfsfólk um að koma Kína ofar á listann árið 2018. Vara þeir við þeim áhrifum sem kínversk stjórnvöld hafa innan Alþjóðabankans og setja spurningamerki við dómgreind Georgievu og Jim Yong Kim, þáverandi forseta bankans. Háttsettir stjórnendur á skrifstofu Kim hafi beitt „beinum og óbeinum“ þrýstingi til að breyta aðferðafræði skýrslunnar og koma Kína ofar á listann yfir hvar væri best að stunda viðskipti. Líklega hafi það verið samkvæmt fyrirmælum Kim. Georgieva og Simeon Djankov, ráðgjafi hennar, eru sögð hafa þrýst á starfslið bankans að gera ákveðnar breytingar á gögnum um Kína sem kæmi landinu ofar á listann. Reuters-fréttastofan segir að á þeim tíma hafi bankinn sóst eftir auknu fjármagni frá Kína og stjórnendur bankans voru með þær viðræður á heilanum. Kínversk stjórnvöld voru þá ósátt við stöðu sína á listanum um viðskiptaumhverfi. Kína hækkaði um sjö sæti frá upphaflegum drögum eftir að aðferðafræði var breytt við gerð skýrslunnar „Að stunda viðskipti 2018“ sem kom út árið 2017. Lenti kommúnistaríkið í 78. sæti. Jim Yong Kim, fyrrverandi forseti Alþjóðabankans, er talinn hafa gefið fyrirmæli um að hækka Kína á lista yfir ríki þar sem best er talið að stunda viðskipti í heiminum.Vísir/EPA Ósammála niðurstöðinni Georgieva segist ósammála niðurstöðu rannsóknarinnar og túlkun skýrsluhöfunda í grundvallaratriðum. Hún segist hafa rætt við stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um málið. Alþjóðabankahópurinn ákvað í gær að hætta við birtingu næstu skýrslu um viðskiptaumhverfi. Skýrslan á vegum siðanefndarinnar hefði leitt í ljós siðferðisleg álitamál varðandi framferði fyrrverandi stjórnarmanna og stjórnenda bankans. „Í framtíðinni ætlum við að vinna að nýrri nálgun á að meta viðskipta- og fjárfestingaumhverfi,“ sagði í yfirlýsingu bankans. Bandaríkjastjórn, sem á stærsta hlutinn í Alþjóðabankanum, segist telja niðurstöður skýrslunnar alvarlegar. Þakkaði ritstjóra fyrir að leysa vandamálið Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Georgieva hafi farið heim til ritstjóra skýrslunnar um viðskiptaumhverfi til að ná í útprentað eintak af lokaskýrslunni með breytingunum sem komu Kína hærra á listann. Hún hafi þakkað honum fyrir að „leysa vandamálið“. Starfsfólk sem vann að „Að stunda viðskipti“ hafi upplifað að það gæti ekki andmælt fyrirmælum forseta Alþjóðabankans og forstjóra án þess að eiga á hættu að missa vinnuna. Andrúmsloftið í kringum skýrslugerðina hafi verið „eitrað“ og einkennst af „ótta við hefndaraðgerðir“. Georgieva sagði rannsakendum lögfræðistofunnar að framtíð „fjölþjóðasamvinnu“ væri í húfi og að bankinn hefði verið í djúpum vanda tækist honum ekki að tryggja sér hlutafjáraukningu.
Kína Alþjóðabankinn Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira