Vísbendingar um hægari efnahagsbata Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 10:29 Áframhaldandi óvissa er sögð ríkja um þróun ferðaþjónustunnar og framgang faraldursins erlendis. Vísir/Vilhelm Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í ágúst og hefur ekki verið hærri síðan í ársbyrjun 2019. Er þetta ellefti mánuðurinn í röð sem hagvísirinn hækkar en um er að ræða vísitölu sem á að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum hérlendis að sex mánuðum liðnum. Að sögn ráðgjafafyrirtækisins Analytica er efnahagsbati í gangi en þróun kortaveltu í verslun innanlands bendi til að hægja kunni að vera á batanum. Vísitalan tekur gildið 102,7 í ágúst og á sú tala að gefa vísbendingu um framleiðslu í febrúar 2022. Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Fjórir undirþættir hækka af sex Hagvísirinn tekur mið af aflamagni, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréf, innflutningi og væntingavísitölu Gallup. Í ágúst hækka fimm undirþættir frá fyrra ári en fjórir hækka milli júlí og ágúst. Það er innflutningur, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa og aflamagn. Stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Leiðandi hagvísir Analytica og verg landsframleiðsla - frávik frá leitni (Langtímaleitni = 100). Vísitölunni er ætlað að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum eftir sex mánuði.Analytica „Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar þá er ennþá óvissa tengd ferðaþjónustu og framgangi COVID-19 farsóttarinnar erlendis. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem mest hafa vaxið síðastliðið misseri,“ segir í tilkynningu Analytica. Líkt og fyrr segir mælist samdráttur í vexti debetkortaveltu milli mánaða. Er það sagt vera vísbending um að það kunni að styttast í vendipunkt leiðandi hagvísis Analytica. Þetta gæti meðal annars tengst því að með auknum ferðalögum Íslendinga þá færist neysla frá innlendri verslun og til útlanda. Analytica ehf. er óháð ráðgjafarfyrirtæki á sviði efnahags- og fjármála með áherslu á ráðgjöf um fjár- og áhættustýringu til fagfjárfesta. Framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins er Yngvi Harðarson hagfræðingur. Efnahagsmál Tengdar fréttir Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16. september 2021 13:36 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Að sögn ráðgjafafyrirtækisins Analytica er efnahagsbati í gangi en þróun kortaveltu í verslun innanlands bendi til að hægja kunni að vera á batanum. Vísitalan tekur gildið 102,7 í ágúst og á sú tala að gefa vísbendingu um framleiðslu í febrúar 2022. Leiðandi hagvísir Analytica tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni. Fjórir undirþættir hækka af sex Hagvísirinn tekur mið af aflamagni, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréf, innflutningi og væntingavísitölu Gallup. Í ágúst hækka fimm undirþættir frá fyrra ári en fjórir hækka milli júlí og ágúst. Það er innflutningur, ferðamannafjöldi, heimsvísitala hlutabréfa og aflamagn. Stærsta framlag til hækkunar er vegna fjölgunar ferðamanna og aukins vöruinnflutnings. Leiðandi hagvísir Analytica og verg landsframleiðsla - frávik frá leitni (Langtímaleitni = 100). Vísitölunni er ætlað að gefa vísbendingu um vendipunkta í efnahagsumsvifum eftir sex mánuði.Analytica „Þrátt fyrir sterkar jákvæðar vísbendingar þá er ennþá óvissa tengd ferðaþjónustu og framgangi COVID-19 farsóttarinnar erlendis. Þá er óvissa um framvindu í öðrum þeim atvinnugreinum sem mest hafa vaxið síðastliðið misseri,“ segir í tilkynningu Analytica. Líkt og fyrr segir mælist samdráttur í vexti debetkortaveltu milli mánaða. Er það sagt vera vísbending um að það kunni að styttast í vendipunkt leiðandi hagvísis Analytica. Þetta gæti meðal annars tengst því að með auknum ferðalögum Íslendinga þá færist neysla frá innlendri verslun og til útlanda. Analytica ehf. er óháð ráðgjafarfyrirtæki á sviði efnahags- og fjármála með áherslu á ráðgjöf um fjár- og áhættustýringu til fagfjárfesta. Framkvæmdastjóri og stofnandi fyrirtækisins er Yngvi Harðarson hagfræðingur.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16. september 2021 13:36 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Ferðalög Íslendinga taka við sér Kaup Íslendinga á ferðum til útlanda hafa aukist mikið á þessu ári en í ágústmánuði jókst velta innlendra greiðslukorta hjá ferðaskrifstofum um 211 prósent milli ára. 16. september 2021 13:36