Samgönguáskorun Sigurður Ingi Friðleifsson og Guðmundur Haukur Sigurðsson skrifa 17. september 2021 15:30 Það er leitun eftir aðgerð sem skilar jafn fjölbreyttum og víðtækum áhrifum og breyttar ferðavenjur. Hugsanlega er vandamálið að breyttar ferðavenjur er alltaf brotnar upp í einstaka lausnir frekar en að ræða þær sem heildar lausnapakka. Það er rætt um almenningssamgöngur eða hjólreiðar sem stakar lausnir í tómarúmi. Þannig upplifa landsmenn þetta sem stríð á milli þess að allir fari í strætó eða allir fari á bíl. Í fyrsta lagi eru breyttar ferðvenjulausnir miklu fleiri, þær snúast líka um meiri heimavinnu, fleiri heimsendingar, minna skutl, meiri samakstur o.fl.. Umræðan hefur of mikið snúist um bíllausan lífstíl frekar en bílminni lífsstíl. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ef við förum aðeins yfir hvað bílminni lífstíll getur skilað fyrir land og þjóð þá eru áhrifin svo rosaleg að ótrúlegt er að fleiri stjórnmálamann vinni ekki markvisst að þessari þróun. Efnahagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega efnahagsmál. Þjóðin þarf ekki bara að punga út fyrir erlendri olíu heldur líka fyrir erlendum dekkjum og varahlutum. Færri bílakílómetrar minnka þessi útgjöld. Heilbrigðismál Færri ferðir í bíl er nefnilega heilbrigðismál. Þjóðin þarf að hreyfa sig meira til að bæta almenna lýðheilsu. Breyttar ferðavenjur auka hreyfingu og líkamlegt heilbrigð en einnig hefur verið sýnt fram á að andleg heilsa eykst verulega með aukinni útiveru og hreyfingu. Færri ferðir í bíl lækka kostnað heilbrigðiskerfisins, draga úr heilsuspillandi mengun og álagi á heilbrigðiskerfið. Umferðahnútar Færri ferðir í bíl er nefnilega umferðarmál. Breyttar ferðavenjur fækka bílum í umferð, þó svo að enginn myndi losa sig við einkabílinn þá myndi umferð samt minnka ef margir tækju út einn og einn bílakílómetra hér og þar. Færri ferðir í bíl þýðir minni umferðarteppur og minni framtíðarfjárfestingaþörf í umferðarmannvirkjum. Loftslagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega loftslagsmál. Breyttar ferðavenjur draga augljóslega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum með skuldbindandi markmið um minnkun á losun og þeim markmiðum verðum við að ná. Breyttar ferðavenjur eru langódýrasta leiðin til að ná þeim markmiðum. Orkusetur og Vistorka hafa sett út samgönguáskorun þar sem fimm ólíkar leiðir í breyttum ferðavenjum eru kynntar. Einnig er í boði app og heimasíða fyrir lausn sem kallast KortEr, sem opnað getur augu margra varðandi bílminni lífsstíl. Hvernig væri að brjóta upp hversdagsleikann og skella sér í smá samgönguævintýri? Leiðirnar eru; ganga, hjól, almenningssamgöngur, samakstur og heimavinna. Ekki henta allar leiðirnar öllum en flestir ættu að geta prófað eitthvað. Eins og áður segir er líklega fátt sem getur skilað jafnmiklum árangri á fjölbreyttum sviðum og breyttar ferðavenjur. Prófaðu allar eða eina en ekki breyta ekki neinu, við náum mestum árangri ef allir gera eitthvað! Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs og Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er leitun eftir aðgerð sem skilar jafn fjölbreyttum og víðtækum áhrifum og breyttar ferðavenjur. Hugsanlega er vandamálið að breyttar ferðavenjur er alltaf brotnar upp í einstaka lausnir frekar en að ræða þær sem heildar lausnapakka. Það er rætt um almenningssamgöngur eða hjólreiðar sem stakar lausnir í tómarúmi. Þannig upplifa landsmenn þetta sem stríð á milli þess að allir fari í strætó eða allir fari á bíl. Í fyrsta lagi eru breyttar ferðvenjulausnir miklu fleiri, þær snúast líka um meiri heimavinnu, fleiri heimsendingar, minna skutl, meiri samakstur o.fl.. Umræðan hefur of mikið snúist um bíllausan lífstíl frekar en bílminni lífsstíl. Vissulega næst mestur árangur ef einhverjir losa sig alveg við bílinn en heildarárangur getur orðið miklu meiri ef hundrað þúsund manns nota bílinn minna. Að setjast aldrei aftur í bíl er hugsun sem flestir Íslendingar eiga erfitt með en að hjóla öðru hvoru eða vinna heima dag og dag er kannski eitthvað sem fleiri gætu tileinkað sér. Ef við förum aðeins yfir hvað bílminni lífstíll getur skilað fyrir land og þjóð þá eru áhrifin svo rosaleg að ótrúlegt er að fleiri stjórnmálamann vinni ekki markvisst að þessari þróun. Efnahagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega efnahagsmál. Þjóðin þarf ekki bara að punga út fyrir erlendri olíu heldur líka fyrir erlendum dekkjum og varahlutum. Færri bílakílómetrar minnka þessi útgjöld. Heilbrigðismál Færri ferðir í bíl er nefnilega heilbrigðismál. Þjóðin þarf að hreyfa sig meira til að bæta almenna lýðheilsu. Breyttar ferðavenjur auka hreyfingu og líkamlegt heilbrigð en einnig hefur verið sýnt fram á að andleg heilsa eykst verulega með aukinni útiveru og hreyfingu. Færri ferðir í bíl lækka kostnað heilbrigðiskerfisins, draga úr heilsuspillandi mengun og álagi á heilbrigðiskerfið. Umferðahnútar Færri ferðir í bíl er nefnilega umferðarmál. Breyttar ferðavenjur fækka bílum í umferð, þó svo að enginn myndi losa sig við einkabílinn þá myndi umferð samt minnka ef margir tækju út einn og einn bílakílómetra hér og þar. Færri ferðir í bíl þýðir minni umferðarteppur og minni framtíðarfjárfestingaþörf í umferðarmannvirkjum. Loftslagsmál Færri ferðir í bíl er nefnilega loftslagsmál. Breyttar ferðavenjur draga augljóslega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við erum með skuldbindandi markmið um minnkun á losun og þeim markmiðum verðum við að ná. Breyttar ferðavenjur eru langódýrasta leiðin til að ná þeim markmiðum. Orkusetur og Vistorka hafa sett út samgönguáskorun þar sem fimm ólíkar leiðir í breyttum ferðavenjum eru kynntar. Einnig er í boði app og heimasíða fyrir lausn sem kallast KortEr, sem opnað getur augu margra varðandi bílminni lífsstíl. Hvernig væri að brjóta upp hversdagsleikann og skella sér í smá samgönguævintýri? Leiðirnar eru; ganga, hjól, almenningssamgöngur, samakstur og heimavinna. Ekki henta allar leiðirnar öllum en flestir ættu að geta prófað eitthvað. Eins og áður segir er líklega fátt sem getur skilað jafnmiklum árangri á fjölbreyttum sviðum og breyttar ferðavenjur. Prófaðu allar eða eina en ekki breyta ekki neinu, við náum mestum árangri ef allir gera eitthvað! Sigurður Ingi Friðleifsson er framkvæmdastjóri Orkuseturs og Guðmundur Haukur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vistorku.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun