Innlent

Grunur um að eldur hafi kviknað út frá raf­hlaupa­hjóli

Árni Sæberg skrifar
Slökkviliðsmenn klifruðu upp á skyggni til að slökkva eldinn.
Slökkviliðsmenn klifruðu upp á skyggni til að slökkva eldinn. Vísir

Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11.

Vettvangsstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Bjarni Ingimarsson, segir að grunur sé um að eldurinn hafi komið upp frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu í íbúðinni. Að sögn hans sprakk rúða sem var nokkuð langt frá hlaupahjólinu og því hafi orðið talsverð sprenging.

Bjarni Ingimarsson er vettvangsstjóri á svæðinu.Vísir

Íbúðin hafi verið mannslaus og húsið rýmt fljótt. Því urðu engin slys á fólki. 

Hann segir slökkviliðsmenn hafa náð að klifra upp á skyggni fyrir utan íbúðina, sem er á annarri hæð, og slökkt eldinn utan frá.

Fréttamaður Stöðvar 2 var á svæðinu og tók eftirfarandi myndband.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×