Lærdómurinn af Fossvogsskólamálinu Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. september 2021 07:01 Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku. Þessi nýi verkferill er mikilvægur áfangi í því að draga lærdóm af Fossvogsskólamálinu þar sem við erum öll sammála um að ýmislegt hefði betur mátt fara varðandi meðal annars verkstjórn, vinnubrögð, upplýsingamiðlun og samskipti við foreldra. Við skjótumst ekki undan ábyrgð heldur gerum allt sem við getum til að leysa málið. Ég þekki það af eigin reynslu hve grafalvarlegt mál mygla er og myndi hreinlega aldrei taka annað í mál en að bregðast við af festu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman, var óvinnufær í nokkur ár. Við höfum bætt verulega í viðhald skólahúsnæðis síðustu ár til að vinda ofan af uppsafnaðri viðhaldsþörf eftir hrun. Síðan 2016 hefur verið sett ríflega þrefalt fjármagn í viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík frá tæpum 600 mkr í um 2100 mkr í ár. Við ætlum að gera enn meira og höfum látið framkvæma úttekt á ástandi skólahúsnæðis þar sem niðurstöður liggja fyrir von bráðar og verða lagðar fyrir sem grundvöllur fjárfestingaáætlunar til næstu ára. Það er risastórt mál. Það skulum við þó hafa á hreinu að mygla er ekki eitthvað einkamál meirihlutans í Reykjavík heldur umfangsmikið verkefni hins opinbera á landinu öllu. Við verðum því að horfa á þetta í stærra samhengi. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum og heilbrigðiskerfið hefur ekki komist á þann stað að geta brugðist almennilega við mygluveikindum hvorki með sjúkdómsgreiningum né meðferð. Það virðist vanta almennileg viðmið um hvernig beri að greina myglu í húsnæði sem og betri umgjörð um uppbyggingu. Þess vegna gleðst ég yfir því að þingsályktun Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á Alþingi í vor sem snýr að betrumbótum á þessu sviði. Sömuleiðis harma ég að núverandi ríkisstjórn hafi lagt niður Rannsóknarmiðstöð byggingariðnaðarins sem heyrði undir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Stofnunin hefur verið leiðandi í myglurannsóknums sem mikilvægasta stofnun landsins í baráttunni fyrir betri umgjörð um raka- og myglumál. Nýi verkferill Reykjavíkurborgar vegna myglu- og rakaskemmda í húsnæði borgarinnar, úttekt á ástandi skólahúsnæðis með úrbótum í kjölfarið og veruleg aukning viðhaldsfjármagns undanfarin ár eru mikilvæg skref á vegferð okkar gegn þeim vágesti sem mygla og rakaskemmdir eru. Verkefnið er þó enn umfangsmeira og allt samfélagið þarf að taka höndum saman. Við höldum ótrauð áfram baráttunni svo öll megi lifa og starfa við heilnæmt húsnæði og góða heilsu. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Skóla - og menntamál Húsnæðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Mygla Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku. Þessi nýi verkferill er mikilvægur áfangi í því að draga lærdóm af Fossvogsskólamálinu þar sem við erum öll sammála um að ýmislegt hefði betur mátt fara varðandi meðal annars verkstjórn, vinnubrögð, upplýsingamiðlun og samskipti við foreldra. Við skjótumst ekki undan ábyrgð heldur gerum allt sem við getum til að leysa málið. Ég þekki það af eigin reynslu hve grafalvarlegt mál mygla er og myndi hreinlega aldrei taka annað í mál en að bregðast við af festu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman, var óvinnufær í nokkur ár. Við höfum bætt verulega í viðhald skólahúsnæðis síðustu ár til að vinda ofan af uppsafnaðri viðhaldsþörf eftir hrun. Síðan 2016 hefur verið sett ríflega þrefalt fjármagn í viðhald skólahúsnæðis í Reykjavík frá tæpum 600 mkr í um 2100 mkr í ár. Við ætlum að gera enn meira og höfum látið framkvæma úttekt á ástandi skólahúsnæðis þar sem niðurstöður liggja fyrir von bráðar og verða lagðar fyrir sem grundvöllur fjárfestingaáætlunar til næstu ára. Það er risastórt mál. Það skulum við þó hafa á hreinu að mygla er ekki eitthvað einkamál meirihlutans í Reykjavík heldur umfangsmikið verkefni hins opinbera á landinu öllu. Við verðum því að horfa á þetta í stærra samhengi. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum og heilbrigðiskerfið hefur ekki komist á þann stað að geta brugðist almennilega við mygluveikindum hvorki með sjúkdómsgreiningum né meðferð. Það virðist vanta almennileg viðmið um hvernig beri að greina myglu í húsnæði sem og betri umgjörð um uppbyggingu. Þess vegna gleðst ég yfir því að þingsályktun Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á Alþingi í vor sem snýr að betrumbótum á þessu sviði. Sömuleiðis harma ég að núverandi ríkisstjórn hafi lagt niður Rannsóknarmiðstöð byggingariðnaðarins sem heyrði undir Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Stofnunin hefur verið leiðandi í myglurannsóknums sem mikilvægasta stofnun landsins í baráttunni fyrir betri umgjörð um raka- og myglumál. Nýi verkferill Reykjavíkurborgar vegna myglu- og rakaskemmda í húsnæði borgarinnar, úttekt á ástandi skólahúsnæðis með úrbótum í kjölfarið og veruleg aukning viðhaldsfjármagns undanfarin ár eru mikilvæg skref á vegferð okkar gegn þeim vágesti sem mygla og rakaskemmdir eru. Verkefnið er þó enn umfangsmeira og allt samfélagið þarf að taka höndum saman. Við höldum ótrauð áfram baráttunni svo öll megi lifa og starfa við heilnæmt húsnæði og góða heilsu. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun