Greindur með kvíðakast og sendur heim en reyndist vera með blóðtappa eftir Covid Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2021 18:49 Daníel er 14 ára gamall. Þeim feðgum var sagt að þetta væri fyrsta tilfelli blóðtappa eftir Covid-19 hjá svo ungum einstaklingi hér á landi. vísir/nanna Foreldrar fjórtán ára drengs, sem greindist með blóðtappa í báðum lungum eftir Covid-19 smit, eru fegnir að ekki fór verr. Þegar þeir leituðu með hann til heilsugæslunnar var drengurinn greindur með kvíðakast og sendur aftur heim. Fjölskylda Daníels Indriðasonar, 14 ára drengs, greindist öll með Covid-19 fyrr í mánuðinum. Hann losnaði úr einangrun sinni síðasta mánudag og ætlaði því að rölta í skólann. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. „Um morguninn þegar hann er að labba í skólann, þá er hann kominn hérna nokkur hús innar eftir götunni, og þá fær hann þessa yfirliðstilfinningu og á erfitt með að anda. Fæturnir eru að gefa sig og svo náttúrulega versnar þetta og versnar, fær köfnunartilfinningu og allur pakkinn,“ segir Indriði Björnsson, faðir Daníels. Daníel kom sér þó heim með herkjum og var þá allur orðinn bláleitur af súrefnisskorti. „Ég var beisikklí bara að kafna. Og það var mjög, mjög óþægilegt. Mér leið eins og ég væri að deyja,“ segir Daníel. „Og þegar ég kom inn þá datt ég niður á gólfið, sem var ekki gaman.“ Hér má sjá ítarlegra viðtal við feðgana síðan í dag: Læknirinn hélt að hann væri með ofsakvíðakast Foreldrar Daníels hringdu þá beint í Covid-göngudeildina sem segja þeim að fara með hann á heilsugæsluna. Þau grunuðu þá að hann væri kominn með einhvern asma eða lungnasjúkdóm í kjölfar Covid-19. Læknir á heilsugæslunni hlustaði Daníel þá en fann engin slík einkenni á lungum hans. „Hann telur að þetta sé bara kvíðakast, hann hafi fengið svona heiftarlegt kvíðakast sem hafi svo magnast upp þegar hann var byrjaður að eiga erfitt með að anda,“ segir Indriði. Með fullt af blóðtöppum í báðum lungum Þau voru þá send heim með Daníel en foreldrar hans fylgdust þó með honum þegar leið á daginn og tóku eftir því að ekki væri allt með feldu. Hann átti áfram afar erfitt með öndun, varð móður við minnsta álag og fór síðan að fá hitaköst. Daginn eftir vaknar hann litlu skárri og þau hafa samband upp á Barnaspítala sem vill fá hann beint í skoðun. „Þau höfðu grun um að þetta væri einn blóðtappi en svo var hann settur í myndatöku og þá kom í ljós bara fullt af blóðtöppum í báðum lungum,“ segir faðir hans. Hvernig var tilfinningin að heyra það? „Ég vissi ekki hvað blóðtappar voru þá. En svo varð ég mjög hræddur þegar mamma mín sagði mér hvað það var,“ svarar Daníel. Hefur ekki gerst hjá barni hérlendis Daníel er nú á blóðþynningarlyfjum og kveðst temmilega spenntur fyrir því að mæta aftur í skólann næsta mánudag. Foreldrarnir áfellast heilsugæsluna ekki sérstaklega í málinu fyrir að hafa sent Daníel heim með ranga greiningu. „Eins og þeir segja, þetta hefur ekki sést hérna á landi allavega hjá svona ungu fólki. Þannig jú, jú, þetta eru kannski mistök. Það hefði kannski átt að mæla blóðþrýsting en ég veit það ekki… Nei mér finnst bara að fólk þurfi að hafa það í huga að þetta geti gerst,“ segir Indriði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira
Fjölskylda Daníels Indriðasonar, 14 ára drengs, greindist öll með Covid-19 fyrr í mánuðinum. Hann losnaði úr einangrun sinni síðasta mánudag og ætlaði því að rölta í skólann. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. „Um morguninn þegar hann er að labba í skólann, þá er hann kominn hérna nokkur hús innar eftir götunni, og þá fær hann þessa yfirliðstilfinningu og á erfitt með að anda. Fæturnir eru að gefa sig og svo náttúrulega versnar þetta og versnar, fær köfnunartilfinningu og allur pakkinn,“ segir Indriði Björnsson, faðir Daníels. Daníel kom sér þó heim með herkjum og var þá allur orðinn bláleitur af súrefnisskorti. „Ég var beisikklí bara að kafna. Og það var mjög, mjög óþægilegt. Mér leið eins og ég væri að deyja,“ segir Daníel. „Og þegar ég kom inn þá datt ég niður á gólfið, sem var ekki gaman.“ Hér má sjá ítarlegra viðtal við feðgana síðan í dag: Læknirinn hélt að hann væri með ofsakvíðakast Foreldrar Daníels hringdu þá beint í Covid-göngudeildina sem segja þeim að fara með hann á heilsugæsluna. Þau grunuðu þá að hann væri kominn með einhvern asma eða lungnasjúkdóm í kjölfar Covid-19. Læknir á heilsugæslunni hlustaði Daníel þá en fann engin slík einkenni á lungum hans. „Hann telur að þetta sé bara kvíðakast, hann hafi fengið svona heiftarlegt kvíðakast sem hafi svo magnast upp þegar hann var byrjaður að eiga erfitt með að anda,“ segir Indriði. Með fullt af blóðtöppum í báðum lungum Þau voru þá send heim með Daníel en foreldrar hans fylgdust þó með honum þegar leið á daginn og tóku eftir því að ekki væri allt með feldu. Hann átti áfram afar erfitt með öndun, varð móður við minnsta álag og fór síðan að fá hitaköst. Daginn eftir vaknar hann litlu skárri og þau hafa samband upp á Barnaspítala sem vill fá hann beint í skoðun. „Þau höfðu grun um að þetta væri einn blóðtappi en svo var hann settur í myndatöku og þá kom í ljós bara fullt af blóðtöppum í báðum lungum,“ segir faðir hans. Hvernig var tilfinningin að heyra það? „Ég vissi ekki hvað blóðtappar voru þá. En svo varð ég mjög hræddur þegar mamma mín sagði mér hvað það var,“ svarar Daníel. Hefur ekki gerst hjá barni hérlendis Daníel er nú á blóðþynningarlyfjum og kveðst temmilega spenntur fyrir því að mæta aftur í skólann næsta mánudag. Foreldrarnir áfellast heilsugæsluna ekki sérstaklega í málinu fyrir að hafa sent Daníel heim með ranga greiningu. „Eins og þeir segja, þetta hefur ekki sést hérna á landi allavega hjá svona ungu fólki. Þannig jú, jú, þetta eru kannski mistök. Það hefði kannski átt að mæla blóðþrýsting en ég veit það ekki… Nei mér finnst bara að fólk þurfi að hafa það í huga að þetta geti gerst,“ segir Indriði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Heilbrigðismál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Sjá meira