Endurtók magnað afrek frá 2013 nema nú sem þjálfari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 09:01 Ekki fyrsti verðlaunapeningurinn sem Sigurvin vinnur á ferli sínum. Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin Ólafsson varð á sínum tíma fimm sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, KR og FH. Undir lok ferilsins hjálpaði hann svo Knattspyrnufélagi Vesturbæjar, KV, að komast upp í næstefstu deild. Í gær endurtók hann leikinn, nú sem þjálfari liðsins. KV vann í gær 2-0 sigur á Þrótti Vogum sem gerði það að verkum að bæði lið leika í Lengjudeild karla í fótbolta sumarið 2022. Gestirnir úr Vogunum höfðu þegar tryggt sér sigur í 2. deildinni en heimamenn í KV þurftu sigur vitandi að Völsungur gæti stokkið upp fyrir þá í töflunni með sigri í Njarðvík. Þjálfari KV er Sigurvin Ólafsson, einkar sigursæll fótboltamaður á sínum yngri árum. Alls varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari ásamt því að verða bikarmeistari einu sinni og leika sjö A-landsleiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurvin kemur að velgengni KV en hann lék með liðinu síðari hluta sumars 2013. Spilaði hann allan leikinn í 1-1 jafntefli liðsins gegn Gróttu í lokaumferð 2. deildarinnar það árið en stigið tryggði KV sæti í næstefstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Þó liðið hafi fallið á fyrsta ári endaði það með 18 stig þrátt fyrir að þurfa spila heimaleiki sína á fjórum mismunandi völlum. Þá unnust glæsilegir sigrar á til að mynda ÍA og BÍ/Bolungarvík (Vestri í dag). Sigurvin tók við alfarið við þjálfun KV fyrir tímabilið 2019, endaði liðið þá í 3. sæti 3. deildar. Ári síðar stýrði hann liðinu upp úr 3. deildinni og í gær varð svo ljóst að KV væri komið upp úr 2. deild og í þá næstefstu, Lengjudeildina. Magnað afrek fyrir félag þar sem leikmenn borga með sér frekar en að fá greitt. Budget 0 kr.- ISK.Menn borga með sér 50-80k á ári. Lið sem er stútfullt af talent - zero stælar bara að gera þetta fyrir hvorn annan. Ooooog the fucking gaffer Sigurvin Ólafsson, ótrúlegur.— Björn Þorláksson (@bjossithorlaks) September 18, 2021 „Þetta er magnað run. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja,“ sagði Sigurvin í viðtali við Fótbolti.net eftir leik gærdagsins. Ásamt því að þjálfa KV er Sigurvin einnig aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR og því nóg að gera en KR er í harðri Evrópubaráttu og fær Víking – sem er í hörku titilbaráttu – í heimsókn í Vesturbæinn síðar í dag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af fagnaðarlátum KV eftir að sætið í Lengjudeildinni var tryggt. Enginn er verri þó hann vökni.Hilmar Þór Norðfjörð Það var kátt á hjalla í Vesturbænum.Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin fékk væna flugferð í boði leikmanna.Hilmar Þór Norðfjörð Það var mikil gleði eftir að ljóst varð að KV myndi leika í Lengjudeildinni að ári.Hilmar Þór Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn KV Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
KV vann í gær 2-0 sigur á Þrótti Vogum sem gerði það að verkum að bæði lið leika í Lengjudeild karla í fótbolta sumarið 2022. Gestirnir úr Vogunum höfðu þegar tryggt sér sigur í 2. deildinni en heimamenn í KV þurftu sigur vitandi að Völsungur gæti stokkið upp fyrir þá í töflunni með sigri í Njarðvík. Þjálfari KV er Sigurvin Ólafsson, einkar sigursæll fótboltamaður á sínum yngri árum. Alls varð hann fimm sinnum Íslandsmeistari ásamt því að verða bikarmeistari einu sinni og leika sjö A-landsleiki. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurvin kemur að velgengni KV en hann lék með liðinu síðari hluta sumars 2013. Spilaði hann allan leikinn í 1-1 jafntefli liðsins gegn Gróttu í lokaumferð 2. deildarinnar það árið en stigið tryggði KV sæti í næstefstu deild í fyrsta skipti í sögunni. Þó liðið hafi fallið á fyrsta ári endaði það með 18 stig þrátt fyrir að þurfa spila heimaleiki sína á fjórum mismunandi völlum. Þá unnust glæsilegir sigrar á til að mynda ÍA og BÍ/Bolungarvík (Vestri í dag). Sigurvin tók við alfarið við þjálfun KV fyrir tímabilið 2019, endaði liðið þá í 3. sæti 3. deildar. Ári síðar stýrði hann liðinu upp úr 3. deildinni og í gær varð svo ljóst að KV væri komið upp úr 2. deild og í þá næstefstu, Lengjudeildina. Magnað afrek fyrir félag þar sem leikmenn borga með sér frekar en að fá greitt. Budget 0 kr.- ISK.Menn borga með sér 50-80k á ári. Lið sem er stútfullt af talent - zero stælar bara að gera þetta fyrir hvorn annan. Ooooog the fucking gaffer Sigurvin Ólafsson, ótrúlegur.— Björn Þorláksson (@bjossithorlaks) September 18, 2021 „Þetta er magnað run. Það gleymist oft í umræðunni að þetta eru strákar sem eru að gera þetta af ástríðu, það er enginn keyptur í þetta lið og enginn á launum þannig þetta er sigur fyrir fótboltann myndi ég segja,“ sagði Sigurvin í viðtali við Fótbolti.net eftir leik gærdagsins. Ásamt því að þjálfa KV er Sigurvin einnig aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR og því nóg að gera en KR er í harðri Evrópubaráttu og fær Víking – sem er í hörku titilbaráttu – í heimsókn í Vesturbæinn síðar í dag. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af fagnaðarlátum KV eftir að sætið í Lengjudeildinni var tryggt. Enginn er verri þó hann vökni.Hilmar Þór Norðfjörð Það var kátt á hjalla í Vesturbænum.Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin fékk væna flugferð í boði leikmanna.Hilmar Þór Norðfjörð Það var mikil gleði eftir að ljóst varð að KV myndi leika í Lengjudeildinni að ári.Hilmar Þór
Fótbolti Lengjudeild karla Íslenski boltinn KV Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira