Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Eiður Þór Árnason skrifar 19. september 2021 10:01 Hylkið lenti í Atlantshafinu með fjórum fallhlífum eftir þriggja daga ferð á braut um jörðu. Ap Fjórir almennir borgarar sem skotið var á braut um jörðu á miðvikudag sneru aftur heilu og höldnu í nótt þegar SpaceX Crew Dragon geimfar þeirra lenti á sjó nærri strönd Flórída. Hópurinn er sá fyrsti í sögunni til að fara hringinn í kringum jörðina án þess að vera í fylgd þjálfaðra geimfara. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og eru fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári á vegum fyrirtækja sem keppast nú við að gera geimferðalög aðgengileg almenningi. Netflix er að gera heimildaþætti um sendiförina. Hayley Arceneaux, Jared Isaacman, Sian Proctor og Chris Sembroski voru glaðleg rétt eftir að þau komu út úr geimfarinu.Inspiration4/John Kraus Fóru ofar en nokkuð annað geimfar SpaceX Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði af krabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Crew Dragon geimfari SpaceX var skotið í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu með Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins á miðvikudag og heppnaðist geimskotið fullkomlega. Hefur SpaceX aldrei skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu. Til samanburðar er Alþjóðlega geimstöðin á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn í um 540 kílómetra hæð. Horfa má á útsendingu SpaceX frá lendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrst fer að bera almennilega á geimfarinu upp úr miðju myndbandi. Fjórmenningarnir sneru aftur inn í gufuhvolfið snemma í gær og voru þau fyrstu til að enda geimferð sína í Atlantshafinu eftir að Apollo 9 lenti þar árið 1969. Tvö fyrri mönnuð geimför SpaceX sem fluttu geimfara frá NASA lentu í Mexíkóflóa. Nokkrum mínútum eftir að geimfarið lenti á sjó komu fulltrúar SpaceX að hylkinu á skipum og hífðu hylkið upp úr sjónum. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Arceneaux var sú fyrsta sem sást stíga út úr geimfarinu, skartandi breiðu brosi. Að sögn AP-fréttaveitunnar virtust allir farþegarnir vera hæstánægðir og við góða heilsu. Hægt var að fylgjast með lendingu hópsins í beinni útsendingu. SpaceX Safnaði yfir 200 milljónum dala Með ferðinni vildi Isaacman reyna að safna 200 milljónum bandaríkjadala til styrktar St. Jude barnaspítalanum. Isaacman gefur sjálfur hundrað milljónir og hélt happdrætti þar sem viðskiptavinir greiðslumiðlunarfyrirtækis hans Shift4 Payments áttu möguleika á að vinna sæti um borð í geimfarinu. Sigurveigarinn var áðurnefndur Sembroski. Elon Musk, stofnandi SpaceX, tilkynnti nýverið að hann ætlaði að gefa fimmtíu milljónir dala í söfnunina og færa hana þar með upp fyrir söfnunarmarkmiðið. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári, líkt og fyrr segir. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað. SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Hópurinn er sá fyrsti í sögunni til að fara hringinn í kringum jörðina án þess að vera í fylgd þjálfaðra geimfara. Fjórmenningarnir vörðu þremur dögum á braut um jörðina og eru fyrstu geimferðamennirnir sem SpaceX sendir út í geim. Auðjöfurinn Jared Isaacman borgaði ónefndar milljónir bandaríkjadala fyrir fríðindin og vildi með þessu sýna að venjulegt fólk gæti gert drauma um geimferð að veruleika. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári á vegum fyrirtækja sem keppast nú við að gera geimferðalög aðgengileg almenningi. Netflix er að gera heimildaþætti um sendiförina. Hayley Arceneaux, Jared Isaacman, Sian Proctor og Chris Sembroski voru glaðleg rétt eftir að þau komu út úr geimfarinu.Inspiration4/John Kraus Fóru ofar en nokkuð annað geimfar SpaceX Með Isaacman í för var Hayley Arceneaux, 39 ára heilbrigðisstarfsmaður sem lifði af krabbamein í æsku, Chris Sembroski, 42 ára gagnaverkfræðingur og fyrrverandi meðlimur í bandaríska flughernum, og Sian Proctor, 51 árs kennari og jarðvísindamaður. Crew Dragon geimfari SpaceX var skotið í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu með Falcon 9 eldflaug fyrirtækisins á miðvikudag og heppnaðist geimskotið fullkomlega. Hefur SpaceX aldrei skotið Crew Dragon geimfari eins langt frá jörðu. Til samanburðar er Alþjóðlega geimstöðin á braut um jörðu í um 420 kílómetra hæð og Hubble sjónaukinn í um 540 kílómetra hæð. Horfa má á útsendingu SpaceX frá lendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. Fyrst fer að bera almennilega á geimfarinu upp úr miðju myndbandi. Fjórmenningarnir sneru aftur inn í gufuhvolfið snemma í gær og voru þau fyrstu til að enda geimferð sína í Atlantshafinu eftir að Apollo 9 lenti þar árið 1969. Tvö fyrri mönnuð geimför SpaceX sem fluttu geimfara frá NASA lentu í Mexíkóflóa. Nokkrum mínútum eftir að geimfarið lenti á sjó komu fulltrúar SpaceX að hylkinu á skipum og hífðu hylkið upp úr sjónum. Heilbrigðisstarfsmaðurinn Arceneaux var sú fyrsta sem sást stíga út úr geimfarinu, skartandi breiðu brosi. Að sögn AP-fréttaveitunnar virtust allir farþegarnir vera hæstánægðir og við góða heilsu. Hægt var að fylgjast með lendingu hópsins í beinni útsendingu. SpaceX Safnaði yfir 200 milljónum dala Með ferðinni vildi Isaacman reyna að safna 200 milljónum bandaríkjadala til styrktar St. Jude barnaspítalanum. Isaacman gefur sjálfur hundrað milljónir og hélt happdrætti þar sem viðskiptavinir greiðslumiðlunarfyrirtækis hans Shift4 Payments áttu möguleika á að vinna sæti um borð í geimfarinu. Sigurveigarinn var áðurnefndur Sembroski. Elon Musk, stofnandi SpaceX, tilkynnti nýverið að hann ætlaði að gefa fimmtíu milljónir dala í söfnunina og færa hana þar með upp fyrir söfnunarmarkmiðið. Isaacman er þriðji auðjöfurinn til að láta skjóta sér út í geim á þessu ári, líkt og fyrr segir. Richard Branson og Jeff Bezos létu einnig skjóta sér út í geim með geimförum fyrirtækja þeirra, Virgin Galactic og Blue Origin. Branson fór í 86 kílómetra hæð en Besos í rúmlega hundrað.
SpaceX Geimurinn Tengdar fréttir Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54 Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Hafa ekki skotið geimfari hærra en gert var í nótt Starfsmenn SpaceX skutu í nótt fjórum geimförum í um 585 kílómetra hæð yfir jörðu. Þar munu þau verja þremur dögum á braut um jörðina. 16. september 2021 10:54
Netflix-geimskotið: Senda borgara í þriggja daga geimferð Til stendur að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu í kvöld. Starfsmenn SpaceX munu nota Falcon 9 eldflaug til að skjóta Crew Dragon geimfari á loft. Geimfararnir þar um borð verða svo á braut um jörðu í þrjá daga og mun Netflix sýna þætti um geimferðina. 15. september 2021 19:45