Halldór Benjamín Þorbergsson og Drífa Snædal mæta fyrst til Kristjáns Kristjánssonar en Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa verið áberandi í kosningabaráttunni.
Næst munu blaðamennirnir Sigmundur Ernir Rúnarsson og Andrés Magnússon skiptast á skoðunum um stöðuna eins og hún blasir við, vinstri bylgjuna sem virðist í kortunum og skýringar hennar.
Hægt er að hlusta á þáttinn í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan. Eftir þáttinn munu upptökur af viðtölunum birtast á útvarpsvef Vísis.
Gylfi Magnússon prófessor kemur svo til að fjalla um þjónustu við aldraða og lífeyrismál, einn helsta málaflokk samtímans,
Í lok þáttar kemur Ragnar Þór Pétursson, fráfarandi formaður Kennarasambands Íslands, til Kristjáns en athygli vekur að menntamál hafa verið lítið áberandi í umræðunni.