Amma mín og bensíndælan Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar 19. september 2021 14:31 Amma mín reykti pípu sem var brotin og þurfti hún að teipa hana saman reglulega. Það þurfti mikið átak að fá ömmu mína til að eyða pening í sjálfa sig. Amma mín nýtti allt sem nýta mátti og lagði fyrir þann litla pening sem henni áskotnaðist yfir ævina með rekstrinum á sínum litla sveitabæ. Amma mín sparaði og safnaði til þess að hjálpa afkomendum sínum að eiga betra líf. Hún færði fórnir fyrir komandi kynslóðir. Amma og afi voru með bensíndælu á litla býlinu sínu og söfnuðu þannig pening til að geta séð fyrir menntun barna sinna. Þótt þau hefðu lítið á milli handanna, fór allt sem þau áttu aflögu til afkomendanna. Þau vildu tryggja þeim betra líf. Þetta gerðu þau alla ævi, án þess að kvarta nokkurn tímann. Við þurfum að taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og færa fórnir til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð, einhverja framtíð. Okkar fórnir þurfa þó að vera af öðrum toga. Róttæk skref strax Við þurfum að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Við þurfum að breyta neyslumynstri okkar og stjórnvöld þurfa að taka stór og róttæk skref strax. Við megum engan tíma missa. Hvers vegna höfum við verið að menga svona mikið hingað til? Er það vegna þess að við erum svona vond og okkur er alveg sama um umhverfið? Nei, ég vil nú ekki trúa því. Við mengum vegna þess að það er hagkvæmt, það borgar sig. Amma mín og afi voru með bensíndælu vegna þess að það var hagkvæmt og þau gátu borgað fyrir menntaskólagöngu barna sinna með þeim ágóða. Ef það hefði borgað sig og verið hagkvæmt að endurheimta votlendi á þeirra jörð, þá hefðu þau gert það. Ef það hefði borgað sig að vera með grænmetisframleiðslu, þá hefðu þau gert það. Þar liggur vandinn og sömuleiðis lausnin. Það eru þeir hvatar sem eru fyrir hendi. Við þurfum að breyta hvötunum, koma inn með græna hvata og sjá til þess að það byrji að borga sig að vera umhverfisvænn. Loforð stjórnmálanna Þau sem hafa fylgst með umræðum fyrir komandi kosningar hafa eflaust tekið eftir því að loftslags- og umhverfismál er stórt áherslumál fyrir komandi kosningar, sem er mjög ánægjulegt og svo sannarlega tími til kominn. Það er þó óskandi að þetta sé ekki bara tískubóla, heldur muni raungerast á næsta kjörtímabili. Ungir Umhverfissinnar gáfu út einkunnagjöf sína fyrir stefnur stjórnmálaflokkanna um daginn með Sólarkvarðanum. Þar mátti þó sjá að einungis nokkrir flokkar fengu ekki falleinkunn í loftslagsmálum. Þarna stendur skýrt val frammi fyrir kjósendum, vilji þeir sjá metnað í umhverfis- og loftslagsmálum á næsta kjörtímabili. Ég, sem ung manneskja í framboði sem er mjög annt um loftslagsmál, var afar stolt af þeirri einkunn sem Viðreisn fékk út úr þessum kvarða og mun leggja mig alla fram við að halda flokknum við efnið, auðnist okkur að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Stórt stef í umhverfisstefnu Viðreisnar er að koma á grænum hvötum inni í hringrásarhagkerfið, enda fengum við hæstu einkunn allra flokka í þeim efnum. Við þurfum að fá alla með okkur í lið; einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og sérstaklega bændur. Viðreisn sér fyrir sér stór tækifæri fyrir bændastéttina í að gerast vistbændur. Þá hefðu þeir val um að geta rekið starfsemi sína á að hugsa vel um landið okkar og hjálpa þjóðinni að ná umhverfismarkmiðum sínum, og lifað á því. Þá þurfum við að endurskoða styrkjakerfi bænda og veita þeim frelsi til að stunda þann búskap sem þeim hentar og bera með sér hvata sem miða að markmiðum okkar í loftslagsmálum. Byggja undir kerfi sem miðar að aukinni kolefnisjöfnun. Tökum okkur ömmu til fyrirmyndar Stundum þegar ég hef kveinkað mér yfir því að það verði of erfitt að leggja á sig þessar breytingar sem eru nauðsynlegar til að ná árangri í loftslagsmálum, þá verður mér hugsað til hennar ömmu minnar og þær fórnir sem hún færði. Ég tel að við þurfum að sýna kjark og þor og taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og vera tilbúin að færa fórnir og leggja svolítið á okkur til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð. Eins og þau gerðu fyrir okkur. Höfundur er Vestfirðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Loftslagsmál Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Amma mín reykti pípu sem var brotin og þurfti hún að teipa hana saman reglulega. Það þurfti mikið átak að fá ömmu mína til að eyða pening í sjálfa sig. Amma mín nýtti allt sem nýta mátti og lagði fyrir þann litla pening sem henni áskotnaðist yfir ævina með rekstrinum á sínum litla sveitabæ. Amma mín sparaði og safnaði til þess að hjálpa afkomendum sínum að eiga betra líf. Hún færði fórnir fyrir komandi kynslóðir. Amma og afi voru með bensíndælu á litla býlinu sínu og söfnuðu þannig pening til að geta séð fyrir menntun barna sinna. Þótt þau hefðu lítið á milli handanna, fór allt sem þau áttu aflögu til afkomendanna. Þau vildu tryggja þeim betra líf. Þetta gerðu þau alla ævi, án þess að kvarta nokkurn tímann. Við þurfum að taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og færa fórnir til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð, einhverja framtíð. Okkar fórnir þurfa þó að vera af öðrum toga. Róttæk skref strax Við þurfum að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Við þurfum að breyta neyslumynstri okkar og stjórnvöld þurfa að taka stór og róttæk skref strax. Við megum engan tíma missa. Hvers vegna höfum við verið að menga svona mikið hingað til? Er það vegna þess að við erum svona vond og okkur er alveg sama um umhverfið? Nei, ég vil nú ekki trúa því. Við mengum vegna þess að það er hagkvæmt, það borgar sig. Amma mín og afi voru með bensíndælu vegna þess að það var hagkvæmt og þau gátu borgað fyrir menntaskólagöngu barna sinna með þeim ágóða. Ef það hefði borgað sig og verið hagkvæmt að endurheimta votlendi á þeirra jörð, þá hefðu þau gert það. Ef það hefði borgað sig að vera með grænmetisframleiðslu, þá hefðu þau gert það. Þar liggur vandinn og sömuleiðis lausnin. Það eru þeir hvatar sem eru fyrir hendi. Við þurfum að breyta hvötunum, koma inn með græna hvata og sjá til þess að það byrji að borga sig að vera umhverfisvænn. Loforð stjórnmálanna Þau sem hafa fylgst með umræðum fyrir komandi kosningar hafa eflaust tekið eftir því að loftslags- og umhverfismál er stórt áherslumál fyrir komandi kosningar, sem er mjög ánægjulegt og svo sannarlega tími til kominn. Það er þó óskandi að þetta sé ekki bara tískubóla, heldur muni raungerast á næsta kjörtímabili. Ungir Umhverfissinnar gáfu út einkunnagjöf sína fyrir stefnur stjórnmálaflokkanna um daginn með Sólarkvarðanum. Þar mátti þó sjá að einungis nokkrir flokkar fengu ekki falleinkunn í loftslagsmálum. Þarna stendur skýrt val frammi fyrir kjósendum, vilji þeir sjá metnað í umhverfis- og loftslagsmálum á næsta kjörtímabili. Ég, sem ung manneskja í framboði sem er mjög annt um loftslagsmál, var afar stolt af þeirri einkunn sem Viðreisn fékk út úr þessum kvarða og mun leggja mig alla fram við að halda flokknum við efnið, auðnist okkur að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Stórt stef í umhverfisstefnu Viðreisnar er að koma á grænum hvötum inni í hringrásarhagkerfið, enda fengum við hæstu einkunn allra flokka í þeim efnum. Við þurfum að fá alla með okkur í lið; einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og sérstaklega bændur. Viðreisn sér fyrir sér stór tækifæri fyrir bændastéttina í að gerast vistbændur. Þá hefðu þeir val um að geta rekið starfsemi sína á að hugsa vel um landið okkar og hjálpa þjóðinni að ná umhverfismarkmiðum sínum, og lifað á því. Þá þurfum við að endurskoða styrkjakerfi bænda og veita þeim frelsi til að stunda þann búskap sem þeim hentar og bera með sér hvata sem miða að markmiðum okkar í loftslagsmálum. Byggja undir kerfi sem miðar að aukinni kolefnisjöfnun. Tökum okkur ömmu til fyrirmyndar Stundum þegar ég hef kveinkað mér yfir því að það verði of erfitt að leggja á sig þessar breytingar sem eru nauðsynlegar til að ná árangri í loftslagsmálum, þá verður mér hugsað til hennar ömmu minnar og þær fórnir sem hún færði. Ég tel að við þurfum að sýna kjark og þor og taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og vera tilbúin að færa fórnir og leggja svolítið á okkur til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð. Eins og þau gerðu fyrir okkur. Höfundur er Vestfirðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar