Húsnæðisskorturinn og lausnir Miðflokksins Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar 19. september 2021 21:00 Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér. Fyrir allmörgum árum tóku vinstri menn í Reykjavík upp þann ósið að selja lóðaréttindi undir húsnæði og bæta ofan á gatnagerðargjöld ásamt fjölda af auka gjöldum á húseigendum. Þróunin síðan þá hefur verið í anda vinstri manna. Þeir bæta stöðugt við gjöldum sem að sjálfsögðu íbúar eru látnir borga. Ýmist kemur þetta fram í hærra fasteignaverði eða leiguverði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Fljótlega fylgdu önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á eftir enda þá þegar orðinn skortur á markaðnum og fólk tilneytt til að leita sér skjóls undir dýru þaki. Hér er um að ræða auðsótt fé til illa rekinna sveitarfélaga. Miðflokkurinn hefur lagt til að ríkið veiti mótframlag. Slíkt framlag gæfi öllum tækifæri á að eignast húsnæði. Fleira þarf þó til. Það skiptir mestu að alltaf sé tryggt nægt lóðarframboð. Af landi eigum við nóg. Mýtan um að ekki sé til nóg land er röng. Til eru þúsundir hektara innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Það má þétta byggð í hófi þar sem það á við en alltaf þurfa að vera til lóðir. Með skortstefnunni er verði þessara gæða haldið uppi og sem mest sogið út úr skattgreiðendum sem hægt er. Regluverk varðandi húsbyggingar þarf að vera skilvirkt, gegnsætt og hvetjandi. Það þarf að vera í boði fjölbreytt húsnæði sem markaðurinn kallar eftir hverju sinni. Því þurfa sveitarfélög að vera sveigjanleg gagnvart húsbyggjendum sem oft þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði og framtíðarhorfum. Auðkýfingar þurfa að geta keypt sínar lúxusíbúðir á þéttingarreitum Dags B Eggertssonar en almenningi þarf einnig að standa til boða lóðir undir þar sem byggja má íbúðarhúsnæði með hagstæðum hætti og á verðum sem fólk ræður við. Fólk vill búa í aðlaðandi umhverfi og hafa sjálft um það að segja hvernig það vill búa. Hér gildir fjölbreytni og skilningur stjórnvalda að ef þau draga úr mætti fólks með of háum verðum er jafnframt dregið úr mætti þeirra til að getað notið sín, viðhaldið eignum og myndað sterkan eiginfjárgrunn. Miðflokkurinn hefur lagt til tvær róttækar breytingar. Ein er afnám stimpilgjalda, þ.e. gjalda sem er í eðli sínu ósanngjarn skattur. Hin breytingin er að heimila ráðstöfun allt að 3,5 prósents af lífeyrisiðgjaldi í sjóð sem nýta má til eigin fasteigakaupa. Sterk eiginfjárstaða heimila kemur bæði almenningi til góða og hagkerfinu í heild sinni. Samandregið má því segja að eftirfarandi aðgerðir muni gagnast öllum. Þær eru þessar: Aukið lóðaframboð, nýtt hvetjandi regluverk, fjölbreyttara húsnæði, lægri skattar og gjöld, afnám stimpilgjalda og rúsínan í pylsuendanum, heimildin til ráðstöfunar lífeyrisiðgjalda til eigin fasteignakaupa. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, er fulltrúi flokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Húsnæðismál Suðvesturkjördæmi Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér. Fyrir allmörgum árum tóku vinstri menn í Reykjavík upp þann ósið að selja lóðaréttindi undir húsnæði og bæta ofan á gatnagerðargjöld ásamt fjölda af auka gjöldum á húseigendum. Þróunin síðan þá hefur verið í anda vinstri manna. Þeir bæta stöðugt við gjöldum sem að sjálfsögðu íbúar eru látnir borga. Ýmist kemur þetta fram í hærra fasteignaverði eða leiguverði. Leiguverð fylgir nefnilega fasteignaverði. Fljótlega fylgdu önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu á eftir enda þá þegar orðinn skortur á markaðnum og fólk tilneytt til að leita sér skjóls undir dýru þaki. Hér er um að ræða auðsótt fé til illa rekinna sveitarfélaga. Miðflokkurinn hefur lagt til að ríkið veiti mótframlag. Slíkt framlag gæfi öllum tækifæri á að eignast húsnæði. Fleira þarf þó til. Það skiptir mestu að alltaf sé tryggt nægt lóðarframboð. Af landi eigum við nóg. Mýtan um að ekki sé til nóg land er röng. Til eru þúsundir hektara innan vaxtarmarka höfuðborgarsvæðisins. Það má þétta byggð í hófi þar sem það á við en alltaf þurfa að vera til lóðir. Með skortstefnunni er verði þessara gæða haldið uppi og sem mest sogið út úr skattgreiðendum sem hægt er. Regluverk varðandi húsbyggingar þarf að vera skilvirkt, gegnsætt og hvetjandi. Það þarf að vera í boði fjölbreytt húsnæði sem markaðurinn kallar eftir hverju sinni. Því þurfa sveitarfélög að vera sveigjanleg gagnvart húsbyggjendum sem oft þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum á markaði og framtíðarhorfum. Auðkýfingar þurfa að geta keypt sínar lúxusíbúðir á þéttingarreitum Dags B Eggertssonar en almenningi þarf einnig að standa til boða lóðir undir þar sem byggja má íbúðarhúsnæði með hagstæðum hætti og á verðum sem fólk ræður við. Fólk vill búa í aðlaðandi umhverfi og hafa sjálft um það að segja hvernig það vill búa. Hér gildir fjölbreytni og skilningur stjórnvalda að ef þau draga úr mætti fólks með of háum verðum er jafnframt dregið úr mætti þeirra til að getað notið sín, viðhaldið eignum og myndað sterkan eiginfjárgrunn. Miðflokkurinn hefur lagt til tvær róttækar breytingar. Ein er afnám stimpilgjalda, þ.e. gjalda sem er í eðli sínu ósanngjarn skattur. Hin breytingin er að heimila ráðstöfun allt að 3,5 prósents af lífeyrisiðgjaldi í sjóð sem nýta má til eigin fasteigakaupa. Sterk eiginfjárstaða heimila kemur bæði almenningi til góða og hagkerfinu í heild sinni. Samandregið má því segja að eftirfarandi aðgerðir muni gagnast öllum. Þær eru þessar: Aukið lóðaframboð, nýtt hvetjandi regluverk, fjölbreyttara húsnæði, lægri skattar og gjöld, afnám stimpilgjalda og rúsínan í pylsuendanum, heimildin til ráðstöfunar lífeyrisiðgjalda til eigin fasteignakaupa. Höfundur skipar 5. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, er fulltrúi flokksins í bæjarráði og bæjarstjórn Mosfellsbæjar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun