Rafhlaupahjólin best hlaðin á afviknum stað vegna eldhættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2021 12:32 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu segir vænlegast að rafhlaupahjól séu sett í hleðslu á afviknum stað fremur en inni í íbúðum fólks. Vísir/Samsett Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Eldur kom upp í íbúð á föstudag sem talinn er hafa kviknað út frá rafhlaupahjóli sem þar var í hleðslu. Töluverður eldur kom upp í íbúð að Bríetartúni á föstudaginn. Meginkenning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sú að eldurinn hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu í íbúðinni. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, varar við því að fólk hlaði slík farartæki inni í íbúðum sínum. „Fólk þarf að fara varlega og hlaða þessi tæki þar sem er eins öruggt og hægt er. Menn þurfa aðvera mjög passasamir að þetta liggi ekki utan í einhverju öðru, og það séu ekki settar flíkur yfir viðkomandi grip,“ segir Jón Viðar. Slökkviliðið hafi verið kallað út nokkrum sinnum vegna elds sem hafi kviknað út frá rafhlaupahjólum eða rafhjólum. Eldur geti þó einnig kviknað út frá minni tækjum, eins og símunum okkar. „Þá höfum við minnisstætt útkall þar sem síminn var uppi í rúmi hjá viðkomandi og var í hleðslu. Svo kom í ljós við nánari skoðun að snúran var orðin trosnuð, hún var orðin léleg snúran sjálf. Það er að mörgu að hyggja í þessum málum. “ Stóru raftækin best hlaðin á afviknum stað Fólk verði alltaf að vera vakandi fyrir hættunum sem stafi af raftækjum á heimilinu. „Athuga hvort allar snúrur og tæki séu eitthvað farin að gefa sig, svo er gott að finna hvort sé einhver hitamyndun í gangi en aðalmálið er auðvitað að vera með þetta á þannig stað að það stafi sem minnst hætta af því,“ segir Jón Viðar. Þá sé ekki síður mikilvægt að fólk tryggi að reykskynjarar séu til staðar á heimilum, þeir séu í lagi, en best væri þó að hlaða þessi stóru raftæki á afviknum stað, til dæmis inni í bílskúr eða slíku rými. Greint var frá því á föstudag að rúða í íbúðinni að Bríetartúni hafi sprungið. Jón Viðar segir óljóst hvort sprengingin hafi verið út frá hlaupahjólinu sjálfu eða vegna gasefna sem losnuðu við eldinn. „Það er nú ekki alveg vitað hvort sprengingin hafi verið út frá viðkomandi hlut sem kviknaði í eða hvort það voru gösin sem mynduðust þarna og voru að valda sprengingunni, það er ekki alveg vitað en það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt í þessu,“ segir Jón Viðar. Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Grunur um að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11. 17. september 2021 19:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Töluverður eldur kom upp í íbúð að Bríetartúni á föstudaginn. Meginkenning lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sú að eldurinn hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli sem var í hleðslu í íbúðinni. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, varar við því að fólk hlaði slík farartæki inni í íbúðum sínum. „Fólk þarf að fara varlega og hlaða þessi tæki þar sem er eins öruggt og hægt er. Menn þurfa aðvera mjög passasamir að þetta liggi ekki utan í einhverju öðru, og það séu ekki settar flíkur yfir viðkomandi grip,“ segir Jón Viðar. Slökkviliðið hafi verið kallað út nokkrum sinnum vegna elds sem hafi kviknað út frá rafhlaupahjólum eða rafhjólum. Eldur geti þó einnig kviknað út frá minni tækjum, eins og símunum okkar. „Þá höfum við minnisstætt útkall þar sem síminn var uppi í rúmi hjá viðkomandi og var í hleðslu. Svo kom í ljós við nánari skoðun að snúran var orðin trosnuð, hún var orðin léleg snúran sjálf. Það er að mörgu að hyggja í þessum málum. “ Stóru raftækin best hlaðin á afviknum stað Fólk verði alltaf að vera vakandi fyrir hættunum sem stafi af raftækjum á heimilinu. „Athuga hvort allar snúrur og tæki séu eitthvað farin að gefa sig, svo er gott að finna hvort sé einhver hitamyndun í gangi en aðalmálið er auðvitað að vera með þetta á þannig stað að það stafi sem minnst hætta af því,“ segir Jón Viðar. Þá sé ekki síður mikilvægt að fólk tryggi að reykskynjarar séu til staðar á heimilum, þeir séu í lagi, en best væri þó að hlaða þessi stóru raftæki á afviknum stað, til dæmis inni í bílskúr eða slíku rými. Greint var frá því á föstudag að rúða í íbúðinni að Bríetartúni hafi sprungið. Jón Viðar segir óljóst hvort sprengingin hafi verið út frá hlaupahjólinu sjálfu eða vegna gasefna sem losnuðu við eldinn. „Það er nú ekki alveg vitað hvort sprengingin hafi verið út frá viðkomandi hlut sem kviknaði í eða hvort það voru gösin sem mynduðust þarna og voru að valda sprengingunni, það er ekki alveg vitað en það er ekki hægt að útiloka eitt eða neitt í þessu,“ segir Jón Viðar.
Slökkvilið Reykjavík Rafhlaupahjól Tengdar fréttir Grunur um að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11. 17. september 2021 19:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Grunur um að eldur hafi kviknað út frá rafhlaupahjóli Búið er að slökkva eld sem kom upp í íbúð að Bríetartúni 9 til 11. 17. september 2021 19:55