Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 12:21 Rusesabagina í réttarsal í febrúar. Hann telur að rekja megi ákæruna á hendur sér til gagnrýni sinnar á Kagame forseta Rúanda. AP/Muhizi Olivier Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. Rusesabagina var fundinn sekur um að hafa stofnað ólögleg vopnuð samtök, aðild að hryðjuverkasamtökum og fjármögnun hryðjuverkasamtaka. AP-fréttastofan segir að enn eigi eftir að kveða upp dóm vegna ákæra um morð, mannrán og vopnað rán. Rusesabagina var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í mótmælaskyni en hann heldur því fram að hann fái ekki sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar tengjast árásum vopnaðs arms stjórnmálaflokksins Rúandísk hreyfing um lýðræðislegar breytingar í sunnanverðu Rúanda 2018 og 2018. Níu manns féllu í árásunum og lýsti hópurinn ábyrgð á hluta þeirra. Tuttugu aðrir eru ákærðir í málinu með Rusesabagina. Fjölskylda Rusesabagina heldur því fram að rúandísk stjórnvöld hafi rænt honum frá Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í fyrra. Þar var hann gabbaður upp í flugvél sem flutti hann til Rúanda þar sem hann var tekinn höndum. Sjálfur heldur Rusesabagina því fram að hann hafi verið handtekinn vegna gagnrýni sinnar á Paul Kagame, forseta Rúanda. Rusesabagina hefur meðal annars sakað Kagame forseta um mannréttindabrot. Rusesabagina, sem er belgískur ríkisborgari og með landvistarleyfi í Bandaríkjunum, veitti fleiri en þúsund Tútsí- og Hútúmönnum skjól á hóteli sem hann stýrði á meðan á þjóðarmorði í Rúanda stóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Hútúar eru taldir hafa drepið fleiri en 800.000 Tútsa og öðrum Hútúum sem reyndu að halda hlífiskildi yfir þeim. Saga Rusesabagina varð innblásturinn að Hollywood-kvikmyndinni „Hótel Rúanda“. George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veitti Rusesabagina frelsisorðu fyrir hetjudáðina. Rúanda Belgía Tengdar fréttir Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Rusesabagina var fundinn sekur um að hafa stofnað ólögleg vopnuð samtök, aðild að hryðjuverkasamtökum og fjármögnun hryðjuverkasamtaka. AP-fréttastofan segir að enn eigi eftir að kveða upp dóm vegna ákæra um morð, mannrán og vopnað rán. Rusesabagina var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í mótmælaskyni en hann heldur því fram að hann fái ekki sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar tengjast árásum vopnaðs arms stjórnmálaflokksins Rúandísk hreyfing um lýðræðislegar breytingar í sunnanverðu Rúanda 2018 og 2018. Níu manns féllu í árásunum og lýsti hópurinn ábyrgð á hluta þeirra. Tuttugu aðrir eru ákærðir í málinu með Rusesabagina. Fjölskylda Rusesabagina heldur því fram að rúandísk stjórnvöld hafi rænt honum frá Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í fyrra. Þar var hann gabbaður upp í flugvél sem flutti hann til Rúanda þar sem hann var tekinn höndum. Sjálfur heldur Rusesabagina því fram að hann hafi verið handtekinn vegna gagnrýni sinnar á Paul Kagame, forseta Rúanda. Rusesabagina hefur meðal annars sakað Kagame forseta um mannréttindabrot. Rusesabagina, sem er belgískur ríkisborgari og með landvistarleyfi í Bandaríkjunum, veitti fleiri en þúsund Tútsí- og Hútúmönnum skjól á hóteli sem hann stýrði á meðan á þjóðarmorði í Rúanda stóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Hútúar eru taldir hafa drepið fleiri en 800.000 Tútsa og öðrum Hútúum sem reyndu að halda hlífiskildi yfir þeim. Saga Rusesabagina varð innblásturinn að Hollywood-kvikmyndinni „Hótel Rúanda“. George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veitti Rusesabagina frelsisorðu fyrir hetjudáðina.
Rúanda Belgía Tengdar fréttir Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16
Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48