Tryggjum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld Guðmundur Ragnarsson skrifar 20. september 2021 15:01 Áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innihaldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er sorglegt hversu slæmt ástand í þjónustu og úrræðaleysi í málefnum aldraðra er að birtast okkur. Því miður er það veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við og samfélaginu til skammar. Látum þjónustuna ná til allra Eins og staðan er núna vantar heildaryfirsýn yfir verkefnin og fjölbreyttari lausnir. Það er verið að sinna þessari þjónustu út og suður eins og fjármunir leyfa, án þess að hafa yfirsýn yfir hvernig þeir nýtast. Afleiðingin er gjarnan sú að aldraðir festast í kerfinu og ekki finnast úrræði til að leysa vandamál þeirra eða þá að þau eru hreinlega ekki fyrir hendi. Þessi málaflokkur er dýr og verður samfélaginu dýrari með hverju árinu sem líður. Því verður að tryggja varanlega fjármuni í hann og skipuleggja í heild hvernig við ætlum að láta þjónustuna nýtast sem best þeim sem þurfa á henni að halda. Hver rekur þjónustuna á ekki að vera aðaldeilumálið eða, eins og staðan er nú, að allt sé fast í þrefi á milli ríkis og sveitarfélaga um reksturinn. Fyrir utan það að tryggja grunnþjónustu þarf líka að huga að andlegri líðan þessara einstaklinga. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða eftir lausnum á sínum málum, það ætti öllum að vera ljóst. Þess vegna verða málefni aldraðra að vera forgangsmál við myndun næstu ríkisstjórnar, hvort sem það snýr að framfærslu eða umönnun. Mörg lifum við í þeirri trú að verið sé að sinna þessum málaflokki vel og þessir hlutir séu í lagi. Það er ekki fyrr en við lendum í því með aldraða foreldra eða ættingja að við fáum að kynnast kerfinu hér og getuleysi þess til að bjóða nauðsynleg úrræði, sérstaklega fyrir einstaklinga sem ekki hafa getu til að búa einir nema með mikilli aðstoð. Í dag eru þúsundir einstaklinga að sinna öldruðum foreldrum eða ættingjum sem eru heima vegna þess að viðeigandi þjónustu skortir. Aldraðir eiga ekki að þurfa að upplifa sig sem ölmusufólk og einangrast félagsle.a Sýnum öldruðum virðingu Þessi málaflokkur er kostnaðarsamur og því mikil freisting hjá stjórnvöldum að ná fram sparnaði í ríkisútgjöldum þar, enda þessi þjóðfélagshópur ekki mjög hávær. Hann á hinsvegar að vera hávær og minna á sig og fara fram á að fá mannúðlega meðferð. Skerðingar í eftirlaunakerfinu er eitt mesta óréttlætið sem aldraðir verða fyrir. Það hefur kallað fram mikla óvild í garð lífeyriskerfisins, þótt það hafi ekkert með þessar óréttlátu skerðingar að gera þar sem það eru stjórnvöld hverju sinni sem ákveða þær. Þess vegna þarf að endurskoða skerðingar, skattlagningu og frítekjumark fyrir eftirlaunaþega. Það er okkur til skammar að þegnar þessa lands, sem eru að ljúka sínu ævikvöldi, séu píndir svo í skerðingum og skattaálögum að þeir þurfi að velta fyrir sér hverri krónu. Sem betur fer erum við að komast á þann stað að eftirlaunaþegar eru að fá ásættanlegar greiðslur úr sínum lífeyrissjóði sér til framfærslu. Við verðum hins vegar að hækka framfærsluviðmið, draga úr skattaálögum og veita þessum þjóðfélagshópi sannarlega áhyggjulaust ævikvöld. Viðreisn er með skýra sýn í þessum málaflokki eins og í heilbrigðismálunum enda eru þessir málaflokkar samtvinnaðir. Tryggjum öllum áhyggjulaust ævikvöld og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Eldri borgarar Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innihaldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Það er sorglegt hversu slæmt ástand í þjónustu og úrræðaleysi í málefnum aldraðra er að birtast okkur. Því miður er það veruleiki sem við þurfum að horfast í augu við og samfélaginu til skammar. Látum þjónustuna ná til allra Eins og staðan er núna vantar heildaryfirsýn yfir verkefnin og fjölbreyttari lausnir. Það er verið að sinna þessari þjónustu út og suður eins og fjármunir leyfa, án þess að hafa yfirsýn yfir hvernig þeir nýtast. Afleiðingin er gjarnan sú að aldraðir festast í kerfinu og ekki finnast úrræði til að leysa vandamál þeirra eða þá að þau eru hreinlega ekki fyrir hendi. Þessi málaflokkur er dýr og verður samfélaginu dýrari með hverju árinu sem líður. Því verður að tryggja varanlega fjármuni í hann og skipuleggja í heild hvernig við ætlum að láta þjónustuna nýtast sem best þeim sem þurfa á henni að halda. Hver rekur þjónustuna á ekki að vera aðaldeilumálið eða, eins og staðan er nú, að allt sé fast í þrefi á milli ríkis og sveitarfélaga um reksturinn. Fyrir utan það að tryggja grunnþjónustu þarf líka að huga að andlegri líðan þessara einstaklinga. Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða Aldraðir hafa ekki tíma til að bíða eftir lausnum á sínum málum, það ætti öllum að vera ljóst. Þess vegna verða málefni aldraðra að vera forgangsmál við myndun næstu ríkisstjórnar, hvort sem það snýr að framfærslu eða umönnun. Mörg lifum við í þeirri trú að verið sé að sinna þessum málaflokki vel og þessir hlutir séu í lagi. Það er ekki fyrr en við lendum í því með aldraða foreldra eða ættingja að við fáum að kynnast kerfinu hér og getuleysi þess til að bjóða nauðsynleg úrræði, sérstaklega fyrir einstaklinga sem ekki hafa getu til að búa einir nema með mikilli aðstoð. Í dag eru þúsundir einstaklinga að sinna öldruðum foreldrum eða ættingjum sem eru heima vegna þess að viðeigandi þjónustu skortir. Aldraðir eiga ekki að þurfa að upplifa sig sem ölmusufólk og einangrast félagsle.a Sýnum öldruðum virðingu Þessi málaflokkur er kostnaðarsamur og því mikil freisting hjá stjórnvöldum að ná fram sparnaði í ríkisútgjöldum þar, enda þessi þjóðfélagshópur ekki mjög hávær. Hann á hinsvegar að vera hávær og minna á sig og fara fram á að fá mannúðlega meðferð. Skerðingar í eftirlaunakerfinu er eitt mesta óréttlætið sem aldraðir verða fyrir. Það hefur kallað fram mikla óvild í garð lífeyriskerfisins, þótt það hafi ekkert með þessar óréttlátu skerðingar að gera þar sem það eru stjórnvöld hverju sinni sem ákveða þær. Þess vegna þarf að endurskoða skerðingar, skattlagningu og frítekjumark fyrir eftirlaunaþega. Það er okkur til skammar að þegnar þessa lands, sem eru að ljúka sínu ævikvöldi, séu píndir svo í skerðingum og skattaálögum að þeir þurfi að velta fyrir sér hverri krónu. Sem betur fer erum við að komast á þann stað að eftirlaunaþegar eru að fá ásættanlegar greiðslur úr sínum lífeyrissjóði sér til framfærslu. Við verðum hins vegar að hækka framfærsluviðmið, draga úr skattaálögum og veita þessum þjóðfélagshópi sannarlega áhyggjulaust ævikvöld. Viðreisn er með skýra sýn í þessum málaflokki eins og í heilbrigðismálunum enda eru þessir málaflokkar samtvinnaðir. Tryggjum öllum áhyggjulaust ævikvöld og kjósum Viðreisn. Höfundur skipar fjórða sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun