„Hef reynt að kenna honum að orðum fylgir ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2021 14:31 Arnar Daði Arnarsson er á sínu þriðja tímabili sem þjálfari Gróttu. vísir/vilhelm Í viðtali við Vísi eftir eins marks tap Gróttu fyrir Íslandsmeisturum Vals, 21-22, í 1. umferð Olís-deildar karla óskaði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Seltirninga, eftir að dómarar myndu sýna honum meiri virðingu. „Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur,“ sagði Arnar Daði. „Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Ummæli Arnars Daða voru rædd í Seinni bylgjunni á föstudaginn. Annar sérfræðinganna, Theodór Ingi Pálmason, þekkir kauða ágætlega. „Eins og þjóð veit var ég með hlaðvarp með Arnari Daða. Þar lét hann oft gamminn geysa um menn og málefni og hefur líka notað samfélagsmiðlana óspart í það. En hann stendur sig mjög vel í þjálfun núna og er að gera góða hluti með þetta Gróttulið. En ég er búinn að reyna að kenna honum það í gegnum tíðina að orðum fylgir ábyrgð. Ég þarf greinilega að fara aðeins betur yfir það með honum eftir þennan þátt,“ sagði Theodór. Jóhanni Gunnari Einarssyni fannst það skjóta skökku við að Arnar Daði óskaði eftir aukinni virðingu í sama viðtali og hann kallaði annan dómarann [Ramunas Mikalonis] Mikka ref. „Svo kallar hann hann Mikka ref í viðtalinu. Það er væntanlega eitthvað sem hann bjó til. Hann heitir Mikalonis, kallaður Mikki,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Ummæli Arnars Daða „Dómgæslan í leiknum var fín. Hann var að vitna til þess að honum finnst ekki nógu mikil virðing borin fyrir sér út af því að hann fór frjálst með tjáningarfrelsið í hlaðvarpinu. Teddi stjórnaði honum og hafði enga stjórn á honum,“ bætti Jóhann Gunnar við. „Ég þurfti stundum að klippa eitthvað út,“ sagði Theodór áður en Jóhann Gunnar tók orðið aftur. „Núna er hann bara kominn í annað hlutverk og auðvitað á enginn dæma hann út frá því sem hann var að gera þá.“ Næsti leikur Gróttu er gegn FH í Kaplakrika á fimmtudaginn. Grótta endaði í 10. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands. 18. september 2021 15:00 Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH. 18. september 2021 10:30 „Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. 16. september 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 21-22 | Íslandsmeistararnir rétt mörðu Gróttu Grótta tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var hart barist og aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 22-21 fyrir Val. 16. september 2021 23:13 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
„Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur,“ sagði Arnar Daði. „Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Ummæli Arnars Daða voru rædd í Seinni bylgjunni á föstudaginn. Annar sérfræðinganna, Theodór Ingi Pálmason, þekkir kauða ágætlega. „Eins og þjóð veit var ég með hlaðvarp með Arnari Daða. Þar lét hann oft gamminn geysa um menn og málefni og hefur líka notað samfélagsmiðlana óspart í það. En hann stendur sig mjög vel í þjálfun núna og er að gera góða hluti með þetta Gróttulið. En ég er búinn að reyna að kenna honum það í gegnum tíðina að orðum fylgir ábyrgð. Ég þarf greinilega að fara aðeins betur yfir það með honum eftir þennan þátt,“ sagði Theodór. Jóhanni Gunnari Einarssyni fannst það skjóta skökku við að Arnar Daði óskaði eftir aukinni virðingu í sama viðtali og hann kallaði annan dómarann [Ramunas Mikalonis] Mikka ref. „Svo kallar hann hann Mikka ref í viðtalinu. Það er væntanlega eitthvað sem hann bjó til. Hann heitir Mikalonis, kallaður Mikki,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Ummæli Arnars Daða „Dómgæslan í leiknum var fín. Hann var að vitna til þess að honum finnst ekki nógu mikil virðing borin fyrir sér út af því að hann fór frjálst með tjáningarfrelsið í hlaðvarpinu. Teddi stjórnaði honum og hafði enga stjórn á honum,“ bætti Jóhann Gunnar við. „Ég þurfti stundum að klippa eitthvað út,“ sagði Theodór áður en Jóhann Gunnar tók orðið aftur. „Núna er hann bara kominn í annað hlutverk og auðvitað á enginn dæma hann út frá því sem hann var að gera þá.“ Næsti leikur Gróttu er gegn FH í Kaplakrika á fimmtudaginn. Grótta endaði í 10. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands. 18. september 2021 15:00 Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH. 18. september 2021 10:30 „Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. 16. september 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 21-22 | Íslandsmeistararnir rétt mörðu Gróttu Grótta tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var hart barist og aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 22-21 fyrir Val. 16. september 2021 23:13 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands. 18. september 2021 15:00
Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH. 18. september 2021 10:30
„Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. 16. september 2021 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 21-22 | Íslandsmeistararnir rétt mörðu Gróttu Grótta tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var hart barist og aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 22-21 fyrir Val. 16. september 2021 23:13