„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 14:16 Rostungurinn er farinn, en fékk þó allavega að borða. Anouar Safiani Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur. Fjöldi fólks gerði sér ferð niður að bryggju á Höfn í gær þar sem stærðarinnar rostungur lá í mestu makindum á bryggjunni. Lilja Jóhannessdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, var ein af þeim sem gerði sér ferð til að skoða rostunginn í gær. Hún ræddi heimsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að sést hafði til rostungsins við ósa Hornarfjarðarfljóts á laugardaginn. Telur hún líklegt að rostungurinn hafi elt bát inn til hafnar, áður en hann kom sér makindarlega fyrir á bryggjunni. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Þeir eru ekki algengir gestir hérna,“ sagði Lilja sem minntist komu rostungs árið 2013, en þá hélt viðkomandi til í og við Jökulsárlón. Hún segir erfitt að segja til um hvaðan rosturingurinn hafi komið, og því síður hvað hann sé að gera hér en flestir rostungar sem flækjast hingað koma frá austur-Grænlandi. Á myndum sem birtar voru í gær má sjá að búið var að henda fiskum í grennd við rostunginn, sem á endanum enduðu í maga dýrsins. „Hann gerði það að lokum, seinna um kvöldið var hann búinn að borða eitthvað af þessu. En það er nú ekki aðalfæðan hans, fiskur, komumst við svo að,“ sagði Lilja. Rostungurinn kom sér vel fyrir á bryggjunni.Kristrún Rut Rúnarsdóttir „Hann borðar aðallega botnhryggleysingja eins og skeljar og rækjur. Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar,“ sagði Lilja hlæjandi enda Höfn þekkt sem humarhöfuðborg Íslands. Urraði ef fólk nálgaðist Sem fyrr gerðu margir sér ferð til að skoða rostunginn, sem lét þó í sér heyra ef einhver kom of nálægt. „Þeir hreyfa sig hratt þegar þeir fara af stað þótt hann virki nú óttalega rólegur þar sem hann liggur þarna. Svo kipptist hann oft við og var að urra á fólk ef það nálgaðist hann.“ Líklega var þó ekki um að ræða fullvaxið dýr. „Þetta er náttúrulega stærðardýr. Ég held að þetta eintak, maður gat kannski ekki mælt hann, maður nálgast hann ekki. Það er ekki öruggt að gera það. Ég hefði skotið á að hann væri kannski 600-800 kíló og einhverjir tveir metrar. Þeir geta orðið stærri, stærstu brimlarnir eru alveg upp í þrjá og hálfan metra og tonn að þyngd.“ Hornafjörður Dýr Sjávarútvegur Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23 Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Fjöldi fólks gerði sér ferð niður að bryggju á Höfn í gær þar sem stærðarinnar rostungur lá í mestu makindum á bryggjunni. Lilja Jóhannessdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, var ein af þeim sem gerði sér ferð til að skoða rostunginn í gær. Hún ræddi heimsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að sést hafði til rostungsins við ósa Hornarfjarðarfljóts á laugardaginn. Telur hún líklegt að rostungurinn hafi elt bát inn til hafnar, áður en hann kom sér makindarlega fyrir á bryggjunni. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Þeir eru ekki algengir gestir hérna,“ sagði Lilja sem minntist komu rostungs árið 2013, en þá hélt viðkomandi til í og við Jökulsárlón. Hún segir erfitt að segja til um hvaðan rosturingurinn hafi komið, og því síður hvað hann sé að gera hér en flestir rostungar sem flækjast hingað koma frá austur-Grænlandi. Á myndum sem birtar voru í gær má sjá að búið var að henda fiskum í grennd við rostunginn, sem á endanum enduðu í maga dýrsins. „Hann gerði það að lokum, seinna um kvöldið var hann búinn að borða eitthvað af þessu. En það er nú ekki aðalfæðan hans, fiskur, komumst við svo að,“ sagði Lilja. Rostungurinn kom sér vel fyrir á bryggjunni.Kristrún Rut Rúnarsdóttir „Hann borðar aðallega botnhryggleysingja eins og skeljar og rækjur. Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar,“ sagði Lilja hlæjandi enda Höfn þekkt sem humarhöfuðborg Íslands. Urraði ef fólk nálgaðist Sem fyrr gerðu margir sér ferð til að skoða rostunginn, sem lét þó í sér heyra ef einhver kom of nálægt. „Þeir hreyfa sig hratt þegar þeir fara af stað þótt hann virki nú óttalega rólegur þar sem hann liggur þarna. Svo kipptist hann oft við og var að urra á fólk ef það nálgaðist hann.“ Líklega var þó ekki um að ræða fullvaxið dýr. „Þetta er náttúrulega stærðardýr. Ég held að þetta eintak, maður gat kannski ekki mælt hann, maður nálgast hann ekki. Það er ekki öruggt að gera það. Ég hefði skotið á að hann væri kannski 600-800 kíló og einhverjir tveir metrar. Þeir geta orðið stærri, stærstu brimlarnir eru alveg upp í þrjá og hálfan metra og tonn að þyngd.“
Hornafjörður Dýr Sjávarútvegur Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23 Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23
Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46