„Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 14:16 Rostungurinn er farinn, en fékk þó allavega að borða. Anouar Safiani Rostungurinn sem heimsótti Höfn í Hornafirði í gær var að öllum líkindum ekki fullvaxinn. Heimamenn gáfu honum fisk að borða, en vistfræðingur sem kíkti á rostunginn í gær grínast með að útfrá mataræði rostunga og staðsetningar áningarstaðar hans hefði humar líklegar verið betri kostur. Fjöldi fólks gerði sér ferð niður að bryggju á Höfn í gær þar sem stærðarinnar rostungur lá í mestu makindum á bryggjunni. Lilja Jóhannessdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, var ein af þeim sem gerði sér ferð til að skoða rostunginn í gær. Hún ræddi heimsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að sést hafði til rostungsins við ósa Hornarfjarðarfljóts á laugardaginn. Telur hún líklegt að rostungurinn hafi elt bát inn til hafnar, áður en hann kom sér makindarlega fyrir á bryggjunni. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Þeir eru ekki algengir gestir hérna,“ sagði Lilja sem minntist komu rostungs árið 2013, en þá hélt viðkomandi til í og við Jökulsárlón. Hún segir erfitt að segja til um hvaðan rosturingurinn hafi komið, og því síður hvað hann sé að gera hér en flestir rostungar sem flækjast hingað koma frá austur-Grænlandi. Á myndum sem birtar voru í gær má sjá að búið var að henda fiskum í grennd við rostunginn, sem á endanum enduðu í maga dýrsins. „Hann gerði það að lokum, seinna um kvöldið var hann búinn að borða eitthvað af þessu. En það er nú ekki aðalfæðan hans, fiskur, komumst við svo að,“ sagði Lilja. Rostungurinn kom sér vel fyrir á bryggjunni.Kristrún Rut Rúnarsdóttir „Hann borðar aðallega botnhryggleysingja eins og skeljar og rækjur. Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar,“ sagði Lilja hlæjandi enda Höfn þekkt sem humarhöfuðborg Íslands. Urraði ef fólk nálgaðist Sem fyrr gerðu margir sér ferð til að skoða rostunginn, sem lét þó í sér heyra ef einhver kom of nálægt. „Þeir hreyfa sig hratt þegar þeir fara af stað þótt hann virki nú óttalega rólegur þar sem hann liggur þarna. Svo kipptist hann oft við og var að urra á fólk ef það nálgaðist hann.“ Líklega var þó ekki um að ræða fullvaxið dýr. „Þetta er náttúrulega stærðardýr. Ég held að þetta eintak, maður gat kannski ekki mælt hann, maður nálgast hann ekki. Það er ekki öruggt að gera það. Ég hefði skotið á að hann væri kannski 600-800 kíló og einhverjir tveir metrar. Þeir geta orðið stærri, stærstu brimlarnir eru alveg upp í þrjá og hálfan metra og tonn að þyngd.“ Hornafjörður Dýr Sjávarútvegur Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23 Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjöldi fólks gerði sér ferð niður að bryggju á Höfn í gær þar sem stærðarinnar rostungur lá í mestu makindum á bryggjunni. Lilja Jóhannessdóttir, vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands, var ein af þeim sem gerði sér ferð til að skoða rostunginn í gær. Hún ræddi heimsóknina í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún sagði að sést hafði til rostungsins við ósa Hornarfjarðarfljóts á laugardaginn. Telur hún líklegt að rostungurinn hafi elt bát inn til hafnar, áður en hann kom sér makindarlega fyrir á bryggjunni. „Mér finnst þetta stórmerkilegt. Þeir eru ekki algengir gestir hérna,“ sagði Lilja sem minntist komu rostungs árið 2013, en þá hélt viðkomandi til í og við Jökulsárlón. Hún segir erfitt að segja til um hvaðan rosturingurinn hafi komið, og því síður hvað hann sé að gera hér en flestir rostungar sem flækjast hingað koma frá austur-Grænlandi. Á myndum sem birtar voru í gær má sjá að búið var að henda fiskum í grennd við rostunginn, sem á endanum enduðu í maga dýrsins. „Hann gerði það að lokum, seinna um kvöldið var hann búinn að borða eitthvað af þessu. En það er nú ekki aðalfæðan hans, fiskur, komumst við svo að,“ sagði Lilja. Rostungurinn kom sér vel fyrir á bryggjunni.Kristrún Rut Rúnarsdóttir „Hann borðar aðallega botnhryggleysingja eins og skeljar og rækjur. Við hefðum eiginlega frekar átt að gefa honum humar,“ sagði Lilja hlæjandi enda Höfn þekkt sem humarhöfuðborg Íslands. Urraði ef fólk nálgaðist Sem fyrr gerðu margir sér ferð til að skoða rostunginn, sem lét þó í sér heyra ef einhver kom of nálægt. „Þeir hreyfa sig hratt þegar þeir fara af stað þótt hann virki nú óttalega rólegur þar sem hann liggur þarna. Svo kipptist hann oft við og var að urra á fólk ef það nálgaðist hann.“ Líklega var þó ekki um að ræða fullvaxið dýr. „Þetta er náttúrulega stærðardýr. Ég held að þetta eintak, maður gat kannski ekki mælt hann, maður nálgast hann ekki. Það er ekki öruggt að gera það. Ég hefði skotið á að hann væri kannski 600-800 kíló og einhverjir tveir metrar. Þeir geta orðið stærri, stærstu brimlarnir eru alveg upp í þrjá og hálfan metra og tonn að þyngd.“
Hornafjörður Dýr Sjávarútvegur Rostungurinn Valli Tengdar fréttir Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23 Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stærðarinnar rostungur á Höfn í Hornafirði Íbúum Hafnar í Hornafirði hefur að öllum líkindum brugðið í brún þegar þeir sáu stærðarinnar rostung á bryggju í bænum. 19. september 2021 22:23
Rostungurinn virðist horfinn á braut Stærðarinnar rostungur sem gerði sig í gær heimankominn á Höfn í Hornarfirði og kom sér vel fyrir á bryggju í bænum virðist vera farinn. 20. september 2021 07:46