Lífið

Veittu fjórar viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Handhafar Vorvindanna í ár.
Handhafar Vorvindanna í ár. ibby

Sunnudaginn 19. september veitti Íslandsdeild IBBY sínar árlegu viðurkenningar fyrir framlög til barnamenningar, Vorvinda, við athöfn í Borgarbókasafninu Grófinni. Að þessu sinni voru Vorvindahafarnir fjórir.

Vorvindum er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu og því sem vel er gert innan barnamenningar.  Handhafarnir í ár eru Arndís Þórarinsdóttir, Áslaug Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og að lokum nemendur og foreldrar í Fossvogsskóla, sem gefa út 7. bekkur mælir með.

Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur, fékk viðurkenningu fyrir að hafa síðastliðinn áratug sannað sig sem einn okkar fremsti barnabókahöfundur. Hún hefur einnig skipað stóran sess á sviði barnabókmennta með lestarhvatningu ýmiskonar og er öflug talskona barnabókmennta í

umræðunni á Íslandi.

Arndís Þórarinsdóttir

Áslaug Jónsdóttir, mynd- og rihöfundur hlaut Vorvinda fyrir framlag hennar til bókmennta fyrir yngstu kynslóðina. Þá sérstaklega fyrir myndversið Sjáðu! þar sem lesendur fylgja börnum um ævintýralega veröld í bundnu máli með fallegum myndlýsingum.

Áslaug JónsdóttirIBBY

Kristín Ragna Gunnarsdóttir, mynd- og rithöfundur hlaut viðurkenningu fyrir að miðla goðsögum til barna í gegnum bækur sínar og myndlýsingar sem og með töfrandi og fræðandi barnasýningum. 

Marta Hlín Magnadóttir, ritstjóri og útgefandi Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur sem tók á móti verðlaununum fyrir hönd Kristínar. Sjálf er Kristín á ferðalagi um Eystrasaltslöndin til að miðla norrænum barnabókum með sýningunni sinni, Barnabókaflóðið.ibby
Kristín Ragna.Aðsent



„7. bekkur mælir með” og Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir í forsvari fyrir foreldra. Nemendur og foreldrar í Fossvogsskóla hljóta Vorvinda

fyrir bókaklúbb og tímaritsútgáfu. „7. bekkur mælir með”. Þriðja veturinn í röð eru nemendur í 7. bekk í Fossvogsskóla með bókaklúbb og gefa jafnframt út tímarit með bókaumsögnum sínum. Blaðið kemur út mánaðarlega og er dreift til allra í árgangnum.

IBBY eru alþjóðleg samtök sem stofnuð voru 1953 og starfa nú í 80 löndum. Markmið samtakanna er að vinna í anda stofnandans, Jella Lepman, sem áleit að góðar barnabækur gætu byggt brú á milli þjóða heims og miðlað fróðleik og skilningi á milli ólíkra menningarsamfélaga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.