Vísa hundruðum Haítíbúa úr landi þrátt fyrir ófremdarástand Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 15:54 Haítíbúar stíga úr flugvél Bandaríkjastjórnar sem flutti þá frá Texas tik Port au Prince í gær. Þúsundir þeirra reyndu að falast eftir hæli í Bandaríkjunum en var vísað frá. AP/Joseph Odelyn Bandaríkjastjórn flaug á fjórða hundrað Haítíbúum úr landi í gær og kom í veg fyrir að fjöldi annarra kæmist yfir landamærin frá Mexíkó. TIl stendur að senda enn fleiri Haítíbúa til síns heima þrátt fyrir hamfarir og pólitískan óstöðugleika þar. AP-fréttastofan segir að sjö flugferðir með Haítíbúa frá Texas til Haítí séu á dagskránni á miðvikudag. Fólkinu var ekki gefinn kostur á að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Mikill fjöldi Haítíbúa hefur flúið eyríkið eftir jarðskjálftann mannskæða árið 2010. Fyrr á þessu ári var forseti landsins myrtur og í ágúst fórust þúsundir til viðbótar í öðrum stórum jarðskjálfta. Ákvörðun ríkisstjórnar Joes Biden um að vísa fólkinu til Haítí kemur þrátt fyrir að aðstæður í landinu hafi aðeins vernsað frá því í vor en þá veitti stjórnin tugum þúsunda Haítíbúa sem eru ólöglega í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísun í ljósi aðstæðna þar. Washington Post segir að glæpagengi stjórni nú hverfum og mikilvægum samgönguæðum á Haítí, brenni íbúðarhús, nauðgi, ræni og drepi. Þúsundir Haítíbúa hafi flúið ofbeldi og óstjórnina. Bandaríski embættismenn halda því fram að nauðsynlegt sé að vísa fólkinu úr landi til þess að koma í veg fyrir að bylgja örvæntingarfulls farandfólks reyni að komast yfir landamærin að Texas frá Mexíkó. Alejandro Mayorkas, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, réttlætti ákvörðunina um brottvísun fólks til Haítí með því að jarðskjálftinn í ágúst hafi aðeins valdið tjóni á landfræðilega afmörkuðu svæði. Aðstæður leyfðu að fólk væri sent þangað frá Bandaríkjunum. Til stendur að vísa enn fleira fólk frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á næstunni. Um tólf þúsund manns hafa safnast saman undir brú í Del Río í Texas eftir að hafa komist yfir landamærin frá Ciudad Acuña í Mexíkó. Drone footage shows more than 12,000 migrants, mostly Haitian, at the makeshift camp in Del Rio, Texas https://t.co/FB2yqCvbd2 pic.twitter.com/eq7EfZpGfn— Reuters (@Reuters) September 20, 2021 AP segir að brottflutningurinn á flótta- og farandfólki nú gæti orðið sá umfangsmesti og sneggsti í fleiri áratugi í Bandaríkjunum. Haítí Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
AP-fréttastofan segir að sjö flugferðir með Haítíbúa frá Texas til Haítí séu á dagskránni á miðvikudag. Fólkinu var ekki gefinn kostur á að sækja um hæli í Bandaríkjunum. Mikill fjöldi Haítíbúa hefur flúið eyríkið eftir jarðskjálftann mannskæða árið 2010. Fyrr á þessu ári var forseti landsins myrtur og í ágúst fórust þúsundir til viðbótar í öðrum stórum jarðskjálfta. Ákvörðun ríkisstjórnar Joes Biden um að vísa fólkinu til Haítí kemur þrátt fyrir að aðstæður í landinu hafi aðeins vernsað frá því í vor en þá veitti stjórnin tugum þúsunda Haítíbúa sem eru ólöglega í Bandaríkjunum tímabundna vernd gegn brottvísun í ljósi aðstæðna þar. Washington Post segir að glæpagengi stjórni nú hverfum og mikilvægum samgönguæðum á Haítí, brenni íbúðarhús, nauðgi, ræni og drepi. Þúsundir Haítíbúa hafi flúið ofbeldi og óstjórnina. Bandaríski embættismenn halda því fram að nauðsynlegt sé að vísa fólkinu úr landi til þess að koma í veg fyrir að bylgja örvæntingarfulls farandfólks reyni að komast yfir landamærin að Texas frá Mexíkó. Alejandro Mayorkas, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, réttlætti ákvörðunina um brottvísun fólks til Haítí með því að jarðskjálftinn í ágúst hafi aðeins valdið tjóni á landfræðilega afmörkuðu svæði. Aðstæður leyfðu að fólk væri sent þangað frá Bandaríkjunum. Til stendur að vísa enn fleira fólk frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó á næstunni. Um tólf þúsund manns hafa safnast saman undir brú í Del Río í Texas eftir að hafa komist yfir landamærin frá Ciudad Acuña í Mexíkó. Drone footage shows more than 12,000 migrants, mostly Haitian, at the makeshift camp in Del Rio, Texas https://t.co/FB2yqCvbd2 pic.twitter.com/eq7EfZpGfn— Reuters (@Reuters) September 20, 2021 AP segir að brottflutningurinn á flótta- og farandfólki nú gæti orðið sá umfangsmesti og sneggsti í fleiri áratugi í Bandaríkjunum.
Haítí Bandaríkin Flóttamenn Tengdar fréttir Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47 Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Í kapphlaupi við tímann að ná til nauðstaddra Hjálparstarfsmenn etja nú kapphlaup við tímann til að ná til nauðstaddra eftir jarðskjálftann mikla á Haíti áður en hitabeltisstormur gengur á land í kvöld. Forsætisráðherra landsins segir engan tíma mega missa. 16. ágúst 2021 14:47
Mánuði eftir morðið ræður óvissan ríkjum Mánuði eftir að Jovenel Moise, forseti Haítí, var myrtur á heimili sínu hefur enginn af þeim sem handteknir hafa verið vegna árásarinnar verið færður fyrir dómara. Dómarar og aðrir sem komið hafa að rannsókninni segjast hafa orðið fyrir þrýstingi um að breyta skýrslum og eru í felum vegna morðhótana. 8. ágúst 2021 10:14
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent