Simmi hefur verið með dagskrárliðina Masað á mánudögum og þrasað á þriðjudögum á Instagram síðu sinni, þar fær hann oddvita flokkana til þess að mæta og ræða málin á mannamáli og svara spurningum fylgjanda sinna.
Blökastið er skemmtiþáttur í áskrift og hefur ekki lagt í vana sinn að fjalla um pólitík. En nú styttist í kosningar og fannst strákunum tilvalið að fá Simma vill til þess að koma sér inn í hvað sé að gerast í pólitíkinni og aðstoðað sig við hvað skal setja á kjörseðilinn næstkomandi laugardag.
„Ég held að það væri hollt fyrir okkur að setja Sjálfstæðisflokkinn á bekkinn,“ segir Simmi meðal annars í viðtalinu.
Í lok viðtalsins var Simmi beðinn um að velja einungis fimm manneskjur sem hann telji þessa stundina hæfust í að stjórna landinu og má heyra umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan.
Áskrifendur geta hlustað á þáttinn í heild sinni þegar hann kemur út síðar í dag, en brot úr viðtalinu má heyra hér fyrir neðan.
Þegar hann var beðinn að velja fimm einstaklinga til að stjórna Íslandi, valdi Simmi Kristrúnu Frostadóttur, Ásmund Einar Daðason, Sigurð Inga Jóhannsson, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.
Auðunn Blöndal sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem pólitík er rædd í þættinum og eflaust það síðasta líka.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.