Aðgerðaáætlun gegn fátækt barna! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 21. september 2021 11:01 Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Varða Rannsóknarstofa Vinnumarkaðarins gerði meðal félaga í ÖBÍ staðfestist enn og aftur sú staðreynd að fjárhagsstaða einstæðra foreldra í hópi öryrkja er oft mjög slæm. Einstæðir foreldrar með börn í hópi öryrkja hafa í meira mæli þurft að nota þá fjárhagsaðstoð sem spurt var um í könnuninni eða um átta af hverjum tíu. Flestir höfðu þurft að leita á náðir ættingja, vina eða hjálparsamtaka. Auk þess kemur í ljós að um átta af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Oft vilja börnin sjálf gleymast í umræðu um fátækt. Við þurfum ávallt að horfa á aðgerðir stjórnvalda gegn fátækt út frá sjónarhorni barna. Þar sem þessu sjónarhorni hefur verið beitt erlendis hefur komið í ljós að aðstæður barna eiga það til að gleymast í umræðunni um fátækt. Þessi staðreynd er grafalvarleg þar sem ljóst er að afleiðingar barnafátæktar eru skelfilegar, styttri lífslíkur, verri andleg og líkamleg heilsa ásamt auknum líkum á að búa við fátækt á fullorðins aldri. Til að breyta þessu þarf fyrst og fremst að bæta lífskjör einstæðra foreldra, ekki síst í hópi öryrkja. Barnabætur hafa verið hækkaðar og fleiri njóta þeirra, en ljóst er að huga þarf sérstaklega að hækkun til þeirra verst stöddu t.d með hækkun hámarksbóta. Hækka þarf barnalífeyri og halda áfram að auka niðurgreiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu og menntun. Festa ætti í sessi sérstakan frístundastyrk og vinna að innleiðingu hans í samvinnu við sveitarfélögin. Efla þarf almenna íbúðakerfið, en ljóst er að staða á húsnæðismarkaði og húsnæðiskostnaður hafa mikil áhrif á fólk sem býr við fátækt. Nú þurfa stjórnvöld að vinna fyrstu heildstæðu aðgerðaáætlunina gegn fátækt barna á Íslandi. Við þá vinnu er mikilvægt að nýta reynsluna frá öðrum löndum á borð við Noreg. Meðal brýnna aðgerða er að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með tímasettri áætlun, endurskoða barnabótakerfið með áherslu á tekjulægstu hópana, hækka grunnframfærslu öryrkja ásamt barnalífeyri og tryggja að stuðningskerfi vinni og virki saman og ávallt með hagsmuni barna að leiðarljósi. Við Vinstri græn höfum sýnt að okkur er treystandi til að taka að okkur umfangsmikil verkefni, og forgangsraða ávallt í þágu þeirra sem þurfa mest á því að halda. Nú er kominn tími til að stjórnvöld vinni fyrstu heildstæðu áætlunina gegn fátækt barna og haldi áfram að láta verkin tala. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Reykjavíkurkjördæmi norður Félagsmál Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Hvað er friður? Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Varða Rannsóknarstofa Vinnumarkaðarins gerði meðal félaga í ÖBÍ staðfestist enn og aftur sú staðreynd að fjárhagsstaða einstæðra foreldra í hópi öryrkja er oft mjög slæm. Einstæðir foreldrar með börn í hópi öryrkja hafa í meira mæli þurft að nota þá fjárhagsaðstoð sem spurt var um í könnuninni eða um átta af hverjum tíu. Flestir höfðu þurft að leita á náðir ættingja, vina eða hjálparsamtaka. Auk þess kemur í ljós að um átta af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Oft vilja börnin sjálf gleymast í umræðu um fátækt. Við þurfum ávallt að horfa á aðgerðir stjórnvalda gegn fátækt út frá sjónarhorni barna. Þar sem þessu sjónarhorni hefur verið beitt erlendis hefur komið í ljós að aðstæður barna eiga það til að gleymast í umræðunni um fátækt. Þessi staðreynd er grafalvarleg þar sem ljóst er að afleiðingar barnafátæktar eru skelfilegar, styttri lífslíkur, verri andleg og líkamleg heilsa ásamt auknum líkum á að búa við fátækt á fullorðins aldri. Til að breyta þessu þarf fyrst og fremst að bæta lífskjör einstæðra foreldra, ekki síst í hópi öryrkja. Barnabætur hafa verið hækkaðar og fleiri njóta þeirra, en ljóst er að huga þarf sérstaklega að hækkun til þeirra verst stöddu t.d með hækkun hámarksbóta. Hækka þarf barnalífeyri og halda áfram að auka niðurgreiðslur fyrir heilbrigðisþjónustu og menntun. Festa ætti í sessi sérstakan frístundastyrk og vinna að innleiðingu hans í samvinnu við sveitarfélögin. Efla þarf almenna íbúðakerfið, en ljóst er að staða á húsnæðismarkaði og húsnæðiskostnaður hafa mikil áhrif á fólk sem býr við fátækt. Nú þurfa stjórnvöld að vinna fyrstu heildstæðu aðgerðaáætlunina gegn fátækt barna á Íslandi. Við þá vinnu er mikilvægt að nýta reynsluna frá öðrum löndum á borð við Noreg. Meðal brýnna aðgerða er að brúa umönnunarbilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með tímasettri áætlun, endurskoða barnabótakerfið með áherslu á tekjulægstu hópana, hækka grunnframfærslu öryrkja ásamt barnalífeyri og tryggja að stuðningskerfi vinni og virki saman og ávallt með hagsmuni barna að leiðarljósi. Við Vinstri græn höfum sýnt að okkur er treystandi til að taka að okkur umfangsmikil verkefni, og forgangsraða ávallt í þágu þeirra sem þurfa mest á því að halda. Nú er kominn tími til að stjórnvöld vinni fyrstu heildstæðu áætlunina gegn fátækt barna og haldi áfram að láta verkin tala. Höfundur er þingmaður og skipar annað sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun