Innlent

Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma

Birgir Olgeirsson skrifar
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði.
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. Vísir/Vilhelm

„Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir.

Þorvaldur bendir á að Tenerife sé í talsverðri fjarlægð frá La Palma, um 150 kílómetra í burtu.

„Þetta væri eins og að hika við að fara til Reykjavíkur þegar það er lítið basalt gos í Öskju eða Veiðivötnum,“ bendir Þorvaldur á.

Tenerife er í um 150 kílómetra fjarlægð frá La Palma.

Þetta segir Þorvaldur að því gefnu að gosið á La Palma taki ekki breytingum en eins og staðan er í dag er mengunin af því staðbundin og muni ekki hafa áhrif á þá staði sem eru í talsverðri fjarlægð.

„Það er líka að draga úr gosinu, það er að hægja á sér. Sem er ósköp eðlilegt, því svona gos byrja alltaf með töluverðum látum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×