Fyrstu kynni mín af stjórnmálaflokkum Stefán Atli Rúnarsson skrifar 21. september 2021 17:00 Enginn hefur skoðun á öllu, en allir hafa skoðun á einhverju sagði einhver fróð manneskja örugglega einhvern tímann. Ég hef aldrei verið mikið að velta mér upp úr stjórnmálum, en með aldrinum hefur áhuginn stigmagnast. Fyrstu minningar mínar af stjórnmálaflokki eru af Framsóknarflokknum. Ég var 6 ára drengur sem bjó í Grafarvogi og Framsóknarflokkurinn var að halda viðburð til þess að kynna sig, ég sá börn hlaupandi um með frostpinna, pylsur, grænar blöðrur og gleði. Ég gekk upp að manni sem ég komst síðar að því að hefði verið Halldór heitinn Ásgrímsson og spurði hann með minni mjúku barnsrödd, hvar er ísinn? Eftir að hafa fengið grænan ís frá framsóknarflokknum hefur þessi minning alltaf verið mér ofarlega í huga. Önnur minning sem ég á af íslenskum stjórnmálaflokkum er að afi minn heitinn hafi flaggað samfylkingar fánanum í sínum húsum og ef ég man rétt var hann líka með veggspjald af Jóhönnu Sigurðardóttur með áletruninni, minn tími mun koma hangandi upp á vegg. Fyrsta minning mín af Sjálfstæðisflokknum er Örn Árnason með hárkollu í Spaugstofunni að leika Davíð Oddsson. Eftir því sem maður verður eldri, allavega í mínu tilfelli. Fer maður að átta sig á því hversu mikil áhrif stjórnmál hafa á mann, á næstum alla vegu. Stefnumótunarstarf fyrirtækisins Íslands er í okkar höndum, höndum okkar borgaranna. Að lifa í lýðræðislegu ríki og að fá tækifæri til þess að kjósa sér þjóðarleiðtoga á fjögurra ára fresti finnst mér vera mjög hátíðlegt og eitthvað sem við ættum ALDREI að taka sem sjálfsögðum hlut. Þess vegna finnst mér sorglegt þegar fólk á mínum aldri hugsar sér ekki þess kost að mæta á kjörstað og segir jafnvel “ég nenni ekki að pæla í þessu, þetta mun ekki breyta neinu”. Auðvitað er erfitt að sjá breytingar þegar maður horfir kannski á lífið dag frá degi, viku fyrir viku. En þegar maður þysjar upp og skoðar áratuga myndina er hægt að sjá að með hverjum mánuðinum er samfélag okkar alltaf breytast, þökk sé tækniframförum. Látum ekki lýðræðið leka úr höndum okkar. Nýtum kosningaréttinn og kjósum 25. september. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Hvað er friður? Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er friður? skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn hefur skoðun á öllu, en allir hafa skoðun á einhverju sagði einhver fróð manneskja örugglega einhvern tímann. Ég hef aldrei verið mikið að velta mér upp úr stjórnmálum, en með aldrinum hefur áhuginn stigmagnast. Fyrstu minningar mínar af stjórnmálaflokki eru af Framsóknarflokknum. Ég var 6 ára drengur sem bjó í Grafarvogi og Framsóknarflokkurinn var að halda viðburð til þess að kynna sig, ég sá börn hlaupandi um með frostpinna, pylsur, grænar blöðrur og gleði. Ég gekk upp að manni sem ég komst síðar að því að hefði verið Halldór heitinn Ásgrímsson og spurði hann með minni mjúku barnsrödd, hvar er ísinn? Eftir að hafa fengið grænan ís frá framsóknarflokknum hefur þessi minning alltaf verið mér ofarlega í huga. Önnur minning sem ég á af íslenskum stjórnmálaflokkum er að afi minn heitinn hafi flaggað samfylkingar fánanum í sínum húsum og ef ég man rétt var hann líka með veggspjald af Jóhönnu Sigurðardóttur með áletruninni, minn tími mun koma hangandi upp á vegg. Fyrsta minning mín af Sjálfstæðisflokknum er Örn Árnason með hárkollu í Spaugstofunni að leika Davíð Oddsson. Eftir því sem maður verður eldri, allavega í mínu tilfelli. Fer maður að átta sig á því hversu mikil áhrif stjórnmál hafa á mann, á næstum alla vegu. Stefnumótunarstarf fyrirtækisins Íslands er í okkar höndum, höndum okkar borgaranna. Að lifa í lýðræðislegu ríki og að fá tækifæri til þess að kjósa sér þjóðarleiðtoga á fjögurra ára fresti finnst mér vera mjög hátíðlegt og eitthvað sem við ættum ALDREI að taka sem sjálfsögðum hlut. Þess vegna finnst mér sorglegt þegar fólk á mínum aldri hugsar sér ekki þess kost að mæta á kjörstað og segir jafnvel “ég nenni ekki að pæla í þessu, þetta mun ekki breyta neinu”. Auðvitað er erfitt að sjá breytingar þegar maður horfir kannski á lífið dag frá degi, viku fyrir viku. En þegar maður þysjar upp og skoðar áratuga myndina er hægt að sjá að með hverjum mánuðinum er samfélag okkar alltaf breytast, þökk sé tækniframförum. Látum ekki lýðræðið leka úr höndum okkar. Nýtum kosningaréttinn og kjósum 25. september. Höfundur er viðskiptafræðingur og fjölmiðlatæknir.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun