Fjársveltar rannsóknir á efnahagsbrotum Oddný G. Harðardóttir skrifar 21. september 2021 12:45 Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stór mál þar sem rökstuddur grunur leikur á um stórfelld efnahagsbrot. Það er mikið áhyggjuefni hversu lengi þessi mál eru til meðferðar hjá yfirvöldum. Á síðasta kjörtímabili veikti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vg afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi, með skipulegum hætti og gróf þannig undan heilbrigðum viðskiptaháttum. Á þessu vöktum við í Samfylkingunni þráfaldlega athygli. Óþarfi ætti að vera að benda á að það veikir samkeppnisstöðu þegar eftirlit er vanfjármagnað og ekki fast tekið á efnahagsbrotum. Það kemur niður á þeim sem fylgja reglum og stunda heiðarlega viðskiptahætti. Í júní 2019 voru samþykkt á Alþingi lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Vorið 2020 var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og svo voru tennurnar dregnar úr skattrannsóknum með því að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra. Í umfjöllun Kveiks í febrúar komu fram áhyggjur af skorti á mannskap hjá Héraðssaksóknara til að rannsaka mál sem koma inn á borð hans, m.a. Samherjamálið. Í umræðum um fjármögnun eftirlitsaðila vegna Samherjaskjalanna hélt fjármálaráðherra því ítrekað fram að eftirlitsstofnanir væru ekki undirfjármagnaðar og að þær fengju fjármagn úr varasjóðum ef þörf væri talin á. En það hefur ekki verið staðið við þau orð. Ráðamenn geta stýrt rannsóknum með því að svelta embættin sem þeim sinna. Stór mál og ekkert að frétta Rannsókn á Samherjaskjölunum er gríðarlega stórt mál sem krefst mikillar samvinnu á milli a.m.k. þriggja landa og tekur vissulega tíma. Það vekur hins vegar furðu hversu lítið fréttist af þeirri rannsókn. Lítið er sömuleiðis að frétta af öðrum alvarlegum málum sem hafa komið upp. Hvernig ætli til dæmis gangi að rannsaka mútugreiðslur til framkvæmdastjóra Upphafs fasteignafélags sem kom fram í mars 2020? Og hvað með svik bílaleigufyrirtækisins Procar, en það eru tvö og hálft ár síðan flett var ofan af því máli, þar sem stórfelld og skipulögð svik voru beinlínis viðurkennd á skjánum fyrir framan alþjóð í umfjöllun Kveiks. Það er komið að almenningi Á meðan langflestir landsmenn axla sína samfélagslegu ábyrgð af samviskusemi er fullkomlega óásættanlegt að einstakir aðilar skjóti sér undan ábyrgð og njóti forréttinda og samkeppnisforskots með svikum án afleiðinga. Það er í almannaþágu að snúa þessu við. Samfylkingin vill að eftirlitsstofnanir verði styrktar. Við viljum efla skatteftirlit og -rannsóknir, herða viðurlög við alvarlegum brotum og leggja baráttunni lið á alþjóðlegum vettvangi. Við viljum að kennitöluflakk verði bannað eins og samtök launafólks og atvinnulífs hafa kallað eftir. Við höfum lagt til að embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins verði breytt þannig að embættinu verði veitt ákæruvald og heimild til saksóknar í þeim málum sem það rannsakar. Áframhaldandi samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka mun ekki skila neinum breytingum, þvert á móti mun umburðarlyndi með efnhagsbrotum áfram ríkja með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samkeppnisaðila. Það er komið nóg af dekstri við sérhagsmunaöflin, nú er komið að almenningi. Höfum það í huga þegar við göngum til kosninga. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Suðurkjördæmi Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa komið upp nokkur stór mál þar sem rökstuddur grunur leikur á um stórfelld efnahagsbrot. Það er mikið áhyggjuefni hversu lengi þessi mál eru til meðferðar hjá yfirvöldum. Á síðasta kjörtímabili veikti ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vg afar mikilvægar eftirlitsstofnanir í íslensku samfélagi, með skipulegum hætti og gróf þannig undan heilbrigðum viðskiptaháttum. Á þessu vöktum við í Samfylkingunni þráfaldlega athygli. Óþarfi ætti að vera að benda á að það veikir samkeppnisstöðu þegar eftirlit er vanfjármagnað og ekki fast tekið á efnahagsbrotum. Það kemur niður á þeim sem fylgja reglum og stunda heiðarlega viðskiptahætti. Í júní 2019 voru samþykkt á Alþingi lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Vorið 2020 var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og svo voru tennurnar dregnar úr skattrannsóknum með því að leggja niður embætti Skattrannsóknarstjóra. Í umfjöllun Kveiks í febrúar komu fram áhyggjur af skorti á mannskap hjá Héraðssaksóknara til að rannsaka mál sem koma inn á borð hans, m.a. Samherjamálið. Í umræðum um fjármögnun eftirlitsaðila vegna Samherjaskjalanna hélt fjármálaráðherra því ítrekað fram að eftirlitsstofnanir væru ekki undirfjármagnaðar og að þær fengju fjármagn úr varasjóðum ef þörf væri talin á. En það hefur ekki verið staðið við þau orð. Ráðamenn geta stýrt rannsóknum með því að svelta embættin sem þeim sinna. Stór mál og ekkert að frétta Rannsókn á Samherjaskjölunum er gríðarlega stórt mál sem krefst mikillar samvinnu á milli a.m.k. þriggja landa og tekur vissulega tíma. Það vekur hins vegar furðu hversu lítið fréttist af þeirri rannsókn. Lítið er sömuleiðis að frétta af öðrum alvarlegum málum sem hafa komið upp. Hvernig ætli til dæmis gangi að rannsaka mútugreiðslur til framkvæmdastjóra Upphafs fasteignafélags sem kom fram í mars 2020? Og hvað með svik bílaleigufyrirtækisins Procar, en það eru tvö og hálft ár síðan flett var ofan af því máli, þar sem stórfelld og skipulögð svik voru beinlínis viðurkennd á skjánum fyrir framan alþjóð í umfjöllun Kveiks. Það er komið að almenningi Á meðan langflestir landsmenn axla sína samfélagslegu ábyrgð af samviskusemi er fullkomlega óásættanlegt að einstakir aðilar skjóti sér undan ábyrgð og njóti forréttinda og samkeppnisforskots með svikum án afleiðinga. Það er í almannaþágu að snúa þessu við. Samfylkingin vill að eftirlitsstofnanir verði styrktar. Við viljum efla skatteftirlit og -rannsóknir, herða viðurlög við alvarlegum brotum og leggja baráttunni lið á alþjóðlegum vettvangi. Við viljum að kennitöluflakk verði bannað eins og samtök launafólks og atvinnulífs hafa kallað eftir. Við höfum lagt til að embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins verði breytt þannig að embættinu verði veitt ákæruvald og heimild til saksóknar í þeim málum sem það rannsakar. Áframhaldandi samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka mun ekki skila neinum breytingum, þvert á móti mun umburðarlyndi með efnhagsbrotum áfram ríkja með tilheyrandi tjóni fyrir almenning og samkeppnisaðila. Það er komið nóg af dekstri við sérhagsmunaöflin, nú er komið að almenningi. Höfum það í huga þegar við göngum til kosninga. Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar