Gefðu framtíðinni tækifæri Guðbrandur Einarsson skrifar 22. september 2021 07:31 Næstkomandi laugardag göngum við til kosninga og veljum okkur þingmenn sem eiga að leiða okkur inn í framtíðina. Sjaldan hefur mikilvægi kosninga verið eins mikið og núna þó að sjálf kosningabaráttan hafi að mati sumra látið lítið yfir sér. Stóru málin eru hins vegar mörg en þó eru þeir til sem gera lítið úr þeim áskorunum sem bíða okkar. Hafandi rætt við fjölda fólks undanfarnar vikur skynja ég að mikilvægi breytinga á samfélaginu okkar. Unga fólkið okkar er að veita okkur áminningu á marga vegu. Mörg þeirra óttast um framtíð sína vegna þeirra loftlagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað og munu hafa áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þá er heldur ekki hægt að ganga fram hjá því ákalli unga fólksins okkar um mikilvægi breytinga á samskiptamynstri, hvernig við hegðum okkur, hvernig við tölum hvert við annað og hvernig við leyfum okkur að fara yfir persónuleg mörk hvors annars. Á þessar raddir þarf að hlusta og taka tillit til. Heilbrigðisþjónusta á allra vörum Þá eru flestir á einu máli um að heilbrigðisþjónusta sé í ólestri og við því verði að bregðast. Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í langan tíma bent á þetta en talað fyrir daufum eyrum, því miður. Rekstrarform er að flækjast fyrir þegar þjónusta við íbúa á að vera í fyrsta sæti. Fólkið á ekki að vera fyrir kerfið heldur á kerfið að vera fyrir fólkið. Afkomuöryggi skiptir máli Því miður hafa margir áhyggjur af afkomu sinni og upplifa erfiðleika við að ná endum saman. Við því þarf að bregðast. Ef afkomuöryggi fólks er ekki tryggt fer flest annað á hliðina. Stjórnmálamenn geta brugðist við þessu, hafi þeir hugrekki til. Það er á þeirra borði að bæta afkomu heimilanna og jafna kjörin. Að forgangsraða rétt Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í rúma tvo áratugi lagt mig fram um að sýna ráðdeild í rekstri en forgangsraða um leið í þágu þeirra sem þurfa á því að halda. Ég mun halda því áfram fái ég til þess stuðning næstkomandi laugardag. Við þurfum að rjúfa þá kyrrstöðu sem viðgengist hefur um árabil. Framtíðin bíður handan við hornið sem öllum sínum tækifærum og það er okkar að grípa þau til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Ég er tilbúinn í slaginn og leita því til ykkar eftir stuðningi. Gefðu framtíðinni tækifæri. Kjóstu Viðreisn X-C Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Hvað er friður? Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er friður? skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Næstkomandi laugardag göngum við til kosninga og veljum okkur þingmenn sem eiga að leiða okkur inn í framtíðina. Sjaldan hefur mikilvægi kosninga verið eins mikið og núna þó að sjálf kosningabaráttan hafi að mati sumra látið lítið yfir sér. Stóru málin eru hins vegar mörg en þó eru þeir til sem gera lítið úr þeim áskorunum sem bíða okkar. Hafandi rætt við fjölda fólks undanfarnar vikur skynja ég að mikilvægi breytinga á samfélaginu okkar. Unga fólkið okkar er að veita okkur áminningu á marga vegu. Mörg þeirra óttast um framtíð sína vegna þeirra loftlagsbreytinga sem nú eru að eiga sér stað og munu hafa áhrif á líf þeirra til framtíðar. Þá er heldur ekki hægt að ganga fram hjá því ákalli unga fólksins okkar um mikilvægi breytinga á samskiptamynstri, hvernig við hegðum okkur, hvernig við tölum hvert við annað og hvernig við leyfum okkur að fara yfir persónuleg mörk hvors annars. Á þessar raddir þarf að hlusta og taka tillit til. Heilbrigðisþjónusta á allra vörum Þá eru flestir á einu máli um að heilbrigðisþjónusta sé í ólestri og við því verði að bregðast. Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í langan tíma bent á þetta en talað fyrir daufum eyrum, því miður. Rekstrarform er að flækjast fyrir þegar þjónusta við íbúa á að vera í fyrsta sæti. Fólkið á ekki að vera fyrir kerfið heldur á kerfið að vera fyrir fólkið. Afkomuöryggi skiptir máli Því miður hafa margir áhyggjur af afkomu sinni og upplifa erfiðleika við að ná endum saman. Við því þarf að bregðast. Ef afkomuöryggi fólks er ekki tryggt fer flest annað á hliðina. Stjórnmálamenn geta brugðist við þessu, hafi þeir hugrekki til. Það er á þeirra borði að bæta afkomu heimilanna og jafna kjörin. Að forgangsraða rétt Ég hef sem sveitarstjórnarmaður í rúma tvo áratugi lagt mig fram um að sýna ráðdeild í rekstri en forgangsraða um leið í þágu þeirra sem þurfa á því að halda. Ég mun halda því áfram fái ég til þess stuðning næstkomandi laugardag. Við þurfum að rjúfa þá kyrrstöðu sem viðgengist hefur um árabil. Framtíðin bíður handan við hornið sem öllum sínum tækifærum og það er okkar að grípa þau til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Ég er tilbúinn í slaginn og leita því til ykkar eftir stuðningi. Gefðu framtíðinni tækifæri. Kjóstu Viðreisn X-C Höfundur skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun