Gosið hófst á sunnudaginn og er það fyrsta á eyjunni í fimmtíu ár. Búið er að rýma nærliggjandi þorp og bæi og yfirvöld hafa eindregið hvatt þá sem vilja kíkja á gosið til þess að gera það ekki.
Á myndum sem birtar hafa verið sjást gríðarháir kvikustrókar, allt að hundrað metrar að hæð. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings er ástæðan sú að meira vatn finnst í kvikunni en til að mynda í gosinu við Fagradalsfjalli.
„Þetta er heldur aflmeira gos og helsta ástæðan fyrir því að það er meira vatn í kvikunni. Þegar þetta vatn leysist úr kvikunni keyrir það kvikustrókana og hefur myndað ansi öfluga og háa kvikustróka sem eru að mynda líka gjóskufall,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Hraunið sem flæðir er þó þykkara en það sem runnið hefur í Geldingadölum. Hús og önnur mannvirki eru því lítil fyrirstaða fyrir hraunið
„Þegar það fer yfir hús og aðra innviði þá gjörsamlega þekur það og gjöreyðileggur það sem fer yfir.“

Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndböndum er þetta raunin, en alls er talið að um hundrað hús hafi eyðilagst það sem af er eldgosinu. Sjá má glitta í húsþök upp úr hrauninu og bullsjóðandi sundlaugar þegar hraunstraumurinn rennur út í sundlaugarnar.
