Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Snorri Másson skrifar 21. september 2021 17:38 Andrés Jónsson almannatengill, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og þar til fyrir skemmstu aðstoðarmaður fjármálaráðherra, og Máni Pétursson fjölmiðlamaður, gestir Pallborðsins á Vísi í dag. Vísir Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. Bæði Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Andrés Jónsson almannatengill sögðu auglýsingu VG áhrifamesta útspil stjórnmálaflokks í kosningabaráttunni hingað til. Farið var yfir frammistöðu hvers og eins flokks í Pallborðinu á Vísi í dag: Andrés sagði borðleggjandi að auglýsing þar sem fjölbreyttir Íslendingar væru sýndir gera alls kyns hluti sem fólki þykir vænt um næði til fólks. Ekkert væri óeðlilegt við að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri sýnd í þvottahúsinu. „Það er trúverðugt. Hún býr í þessari blokk og það er þvottahús í kjallaranum. Sumir eru með þvottahús líka upp á hæðinni. Ég veit ekki hvort hún sé með þvottavél uppi á hæðinni líka. En hún er líka sýnd vera að stýra fundi þar sem hún er að tala um styrki til nýsköpunar. Hún er sýnd í ólíkum hlutverkum og við viljum bara svona venjulega konu sem er eins og ég og þú,“ sagði Andrés. Auglýsingin, þar sem yfirskriftin er að það skipti máli hver stjórni, var framleidd af TVIST. Haukur Björgvinsson leikstýrði auglýsingunni. Kvikmyndatakan var í höndum Skot og Hákon Sverrisson hafði umsjón með henni. „Ég held að þetta sé ein besta kosningaauglýsing sem ég hef séð, af því að hún snertir svona hjartastrengi. Þetta er listin að segja hlutina án orða. Þau eru með eitthvað landslið þarna í tónlist til að spila undir og spila á tilfinningar og þetta er rosalega vel gerð auglýsing. Ég er til dæmis ekkert rosalega grátgjörn manneskja en ég var alveg komin með kökk í hálsinn,“ segir Svanhildur. Máni Pétursson fjölmiðlamaður var á öðru máli um besta kosningaútspilið, sem hann sagði vera mynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með hrátt hakk. Svanhildur tók undir að þar væri Sigmundur sannarlega í karakter. Álitsgjafarnir lýstu að lokum mestri ánægju með Flokk fólksins þegar kosningabaráttan er skoðuð í heild, en sá flokkur þótti hafa rekið best skipulögðu herferðina á samfélagsmiðlum. Umrædd auglýsing Vinstri grænna: Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Bæði Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Andrés Jónsson almannatengill sögðu auglýsingu VG áhrifamesta útspil stjórnmálaflokks í kosningabaráttunni hingað til. Farið var yfir frammistöðu hvers og eins flokks í Pallborðinu á Vísi í dag: Andrés sagði borðleggjandi að auglýsing þar sem fjölbreyttir Íslendingar væru sýndir gera alls kyns hluti sem fólki þykir vænt um næði til fólks. Ekkert væri óeðlilegt við að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri sýnd í þvottahúsinu. „Það er trúverðugt. Hún býr í þessari blokk og það er þvottahús í kjallaranum. Sumir eru með þvottahús líka upp á hæðinni. Ég veit ekki hvort hún sé með þvottavél uppi á hæðinni líka. En hún er líka sýnd vera að stýra fundi þar sem hún er að tala um styrki til nýsköpunar. Hún er sýnd í ólíkum hlutverkum og við viljum bara svona venjulega konu sem er eins og ég og þú,“ sagði Andrés. Auglýsingin, þar sem yfirskriftin er að það skipti máli hver stjórni, var framleidd af TVIST. Haukur Björgvinsson leikstýrði auglýsingunni. Kvikmyndatakan var í höndum Skot og Hákon Sverrisson hafði umsjón með henni. „Ég held að þetta sé ein besta kosningaauglýsing sem ég hef séð, af því að hún snertir svona hjartastrengi. Þetta er listin að segja hlutina án orða. Þau eru með eitthvað landslið þarna í tónlist til að spila undir og spila á tilfinningar og þetta er rosalega vel gerð auglýsing. Ég er til dæmis ekkert rosalega grátgjörn manneskja en ég var alveg komin með kökk í hálsinn,“ segir Svanhildur. Máni Pétursson fjölmiðlamaður var á öðru máli um besta kosningaútspilið, sem hann sagði vera mynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með hrátt hakk. Svanhildur tók undir að þar væri Sigmundur sannarlega í karakter. Álitsgjafarnir lýstu að lokum mestri ánægju með Flokk fólksins þegar kosningabaráttan er skoðuð í heild, en sá flokkur þótti hafa rekið best skipulögðu herferðina á samfélagsmiðlum. Umrædd auglýsing Vinstri grænna:
Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26