Fótbolti

Klara Bjartmarz mætt aftur til starfa

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Klara Bjartmarz er mætt aftur til starfa, en hún fór í leyfi í byrjun september.
Klara Bjartmarz er mætt aftur til starfa, en hún fór í leyfi í byrjun september. Vísir/Sigurjón

Klara Bjartmarz er komin úr leyfi og er tekin aftur við starfi sínu sem framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ. Fréttablaðið greinir frá.

Gísli Gíslason, starfandi forseti KSÍ, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið, en hann segir von á yfilýsingu vegna málsins í kvöld.

Klara fór í leyfi frá störfum þann 1. september síðastliðinn eftir að hávær umræða um kynferðisbrot innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafði átt sér stað. Birkit Sveinsson, sviðsstjóri innanlands, tók við starfi Klöru tímabundið.

Nokkrum dögum áður en Klara fór í leyfi lét Guðni Bergsson af störfum sem formaður KSÍ, og í kjölfarið á því sagði öll stjórn sambandsins af sér.


Tengdar fréttir

Ber engan kala til Klöru eftir umdeilda uppsögn: „Afleiðing af margra ára karlaveldi“

Gunný Gunnlaugsdóttir, fyrrum starfsmaður KSÍ, var sagt upp störfum hjá sambandinu af Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra þess, árið 2016 þegar hún var gengin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Gunný segist ekki bera kala til Klöru vegna málsins og að hún sé að vinna öflugt starf á vinnustað sem einkennist af karllægri menningu.

„Ég styð þolend­ur, alltaf allsstaðar“

Klara Bjartmarz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, segir að síðustu dagar hafi verið henni erfiðir. Enginn eigi að efast að hún standi ávallt við bakið á þolendum ofbeldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×