Gísli Gíslason, starfandi forseti KSÍ, staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið, en hann segir von á yfilýsingu vegna málsins í kvöld.
Klara fór í leyfi frá störfum þann 1. september síðastliðinn eftir að hávær umræða um kynferðisbrot innan knattspyrnuhreyfingarinnar hafði átt sér stað. Birkit Sveinsson, sviðsstjóri innanlands, tók við starfi Klöru tímabundið.
Nokkrum dögum áður en Klara fór í leyfi lét Guðni Bergsson af störfum sem formaður KSÍ, og í kjölfarið á því sagði öll stjórn sambandsins af sér.