Fær 4,3 milljarða í laun fyrir tímabilið en neitar að mæta í vinnuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 15:31 Joel Embiid og Ben Simmons eru stærstu stjörnur Philadelphia 76ers liðsins. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Bandarískir fjölmiðlar hafa heimildir fyrir því að stórstjarnan Ben Simmons sé búinn að ákveða það að spila ekki fleiri leiki með liði Philadelphia 76ers í NBA-deildinni. Simmons var mjög ósáttur með hvernig hlutirnir spiluðust á síðasta tímabili en mikið hefur verið sagt og skrifað um skelfilega skotnýtingu kappans sem er annars góður sendingamaður, öflugur frákastari og frábær varnarmaður. Hann er 211 sentimetra leikstjórnandi sem var með 14,3 stig, 7,2 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali á sínu fjórða tímabili en allar þessar tölur lækkuðu frá tímabilinu á undan þegar kappinn var með 16,4 stig, 7,8 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. ESPN story on the looming showdown between Ben Simmons and the 76ers: https://t.co/aM7puT82tS— Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 21, 2021 Simmons hefur nú, samkvæmt heimildum ESPN, lýst því yfir við forráðamenn Philadelphia 76ers að hann muni ekki klæðast NBA treyju aftur fyrr en hann sé kominn í annað lið. Simmons á hins vegar eftir fjögur ár af samningi sínum við félagið sem ætlar að borga honum 147 milljónir Bandaríkjadala fyrir þessi fjögur tímabil eða yfir nítján milljarða króna. Bara fyrir komandi 2021-22 tímabil á Ben Simmons að fá 33 milljónir dala eða 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Félagið vill halda þessum öfluga leikmanni, sem er enn bara 25 ára gamall, og það væri líka erfitt að skipta honum nema að gefa afslátt á virði hans sem er ekki eftirsóknarvert fyrir 76ers. Simmons gaf félaginu aftur á móti þessa afarkosti í ágúst og hefur ekki verið í neinu sambandi við félagið síðan. This is utterly ridiculous on the part of Ben Simmons. Come on, Bro! pic.twitter.com/HXZOBaTarJ— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 21, 2021 Sixers getur auðvitað sektað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna eða hætt að borga honum. Hver leikur sem hann missir af mun síðan kosta hann meira en 227 þúsund dollara eða 29 og hálfa milljón í íslenskum krónum. Það er einkum slök frammistaða Simmons í undanúrslitum Austurdeildarinnar sem fór fyrir brjóstið á mönnum en þar var hann aðeins með 9,9 stig í leik, 33 prósent vítanýtingu og skaut ekki einu þriggja stiga skoti sem bakvörður. Simmons var mjög ósáttur með að hafa verið gerður að blóraböggli eftir að liðið datt óvænt út á móti Atlanta Hawks en samband hans og yfirmanna félagsins hefur annars ekki verið á góðri leið í nokkur ár. NBA Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Simmons var mjög ósáttur með hvernig hlutirnir spiluðust á síðasta tímabili en mikið hefur verið sagt og skrifað um skelfilega skotnýtingu kappans sem er annars góður sendingamaður, öflugur frákastari og frábær varnarmaður. Hann er 211 sentimetra leikstjórnandi sem var með 14,3 stig, 7,2 fráköst og 6,9 stoðsendingar að meðaltali á sínu fjórða tímabili en allar þessar tölur lækkuðu frá tímabilinu á undan þegar kappinn var með 16,4 stig, 7,8 fráköst og 8,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. ESPN story on the looming showdown between Ben Simmons and the 76ers: https://t.co/aM7puT82tS— Adrian Wojnarowski (@wojespn) September 21, 2021 Simmons hefur nú, samkvæmt heimildum ESPN, lýst því yfir við forráðamenn Philadelphia 76ers að hann muni ekki klæðast NBA treyju aftur fyrr en hann sé kominn í annað lið. Simmons á hins vegar eftir fjögur ár af samningi sínum við félagið sem ætlar að borga honum 147 milljónir Bandaríkjadala fyrir þessi fjögur tímabil eða yfir nítján milljarða króna. Bara fyrir komandi 2021-22 tímabil á Ben Simmons að fá 33 milljónir dala eða 4,3 milljarða í íslenskum krónum. Félagið vill halda þessum öfluga leikmanni, sem er enn bara 25 ára gamall, og það væri líka erfitt að skipta honum nema að gefa afslátt á virði hans sem er ekki eftirsóknarvert fyrir 76ers. Simmons gaf félaginu aftur á móti þessa afarkosti í ágúst og hefur ekki verið í neinu sambandi við félagið síðan. This is utterly ridiculous on the part of Ben Simmons. Come on, Bro! pic.twitter.com/HXZOBaTarJ— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 21, 2021 Sixers getur auðvitað sektað Simmons fyrir að mæta ekki í vinnuna eða hætt að borga honum. Hver leikur sem hann missir af mun síðan kosta hann meira en 227 þúsund dollara eða 29 og hálfa milljón í íslenskum krónum. Það er einkum slök frammistaða Simmons í undanúrslitum Austurdeildarinnar sem fór fyrir brjóstið á mönnum en þar var hann aðeins með 9,9 stig í leik, 33 prósent vítanýtingu og skaut ekki einu þriggja stiga skoti sem bakvörður. Simmons var mjög ósáttur með að hafa verið gerður að blóraböggli eftir að liðið datt óvænt út á móti Atlanta Hawks en samband hans og yfirmanna félagsins hefur annars ekki verið á góðri leið í nokkur ár.
NBA Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira