Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2021 09:02 Henning Henningsson „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. Henning lagði leið sína að rústum kirkjunnar í morgun eftir að hafa verið við slökkvistörf í nótt. Kirkjan brann til kaldra kola í gærkvöldi.Svavar Gylfason „Þetta er alls ekki skemmtilegt. Þetta er staður sem hefur að sjálfsögðu sett svip sinn á staðinn. Kirkjan er það fyrsta sem maður sér á öllum kortum og svo framvegis. Þetta er svakalega leiðinlegt,“ segir Henning sem hefur sjálfur búið í eynni frá fimm ára aldri. Hann segir langlíklegtast að kviknað hafi úr frá rafmagni. „Þetta var gömul rafmagnstafla og fátt annað sem kemur til greina,“ segir Henning. Eins og sjá má brann kirkjan til kaldra kola í gærkvöldi og í nótt.Henning Henningsson Kirkjan, sem ber nafnið Miðgarðakirkja, var byggð úr rekaviði árið 1867, samkvæmt upplýsingum á vef Akureyrarbæjar. Hún var færð árið 1932, vegna eldhættu, og var byggt við hana. Miklar endurbætur voru gerðar á henni árið 1956 og þá var hún endurvígð. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óskaplega sárt að heyra af brunanum í nótt. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið allt í Grímsey og ljóst að þarna hafa margar merkar menningaminjar eyðilagst sem er óbætanlegt tjón. Hugur minn er hjá íbúum og öllum þeim sem unnu þessari merku kirkju. Stjórnvöld munu ræða við heimamenn og ég er viss um að það verður ríkur vilji allra til styðja við bakið á þeim í kjölfarið.“ Henning Henningsson Henning Henningsson Miðgarðakirkja í Grímsey.Minjastofnun Grímsey Slökkvilið Akureyri Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Sjá meira
Henning lagði leið sína að rústum kirkjunnar í morgun eftir að hafa verið við slökkvistörf í nótt. Kirkjan brann til kaldra kola í gærkvöldi.Svavar Gylfason „Þetta er alls ekki skemmtilegt. Þetta er staður sem hefur að sjálfsögðu sett svip sinn á staðinn. Kirkjan er það fyrsta sem maður sér á öllum kortum og svo framvegis. Þetta er svakalega leiðinlegt,“ segir Henning sem hefur sjálfur búið í eynni frá fimm ára aldri. Hann segir langlíklegtast að kviknað hafi úr frá rafmagni. „Þetta var gömul rafmagnstafla og fátt annað sem kemur til greina,“ segir Henning. Eins og sjá má brann kirkjan til kaldra kola í gærkvöldi og í nótt.Henning Henningsson Kirkjan, sem ber nafnið Miðgarðakirkja, var byggð úr rekaviði árið 1867, samkvæmt upplýsingum á vef Akureyrarbæjar. Hún var færð árið 1932, vegna eldhættu, og var byggt við hana. Miklar endurbætur voru gerðar á henni árið 1956 og þá var hún endurvígð. Kirkjan var friðuð 1. janúar 1990. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir óskaplega sárt að heyra af brunanum í nótt. „Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið allt í Grímsey og ljóst að þarna hafa margar merkar menningaminjar eyðilagst sem er óbætanlegt tjón. Hugur minn er hjá íbúum og öllum þeim sem unnu þessari merku kirkju. Stjórnvöld munu ræða við heimamenn og ég er viss um að það verður ríkur vilji allra til styðja við bakið á þeim í kjölfarið.“ Henning Henningsson Henning Henningsson Miðgarðakirkja í Grímsey.Minjastofnun
Grímsey Slökkvilið Akureyri Þjóðkirkjan Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Innlent Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Erlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn kasti frá sér heitu kartöflunni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Sjá meira
Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana. 22. september 2021 00:58
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25