Það var á ellefta tímanum í gærkvöldi sem kviknaði í kirkjunni. Verkefnið ómögulega beið slökkviliðsmanna sem einbeittu sér að því að bjarga gamla presthúsinu við hlið kirkjunnar. Kirkjan brann til kaldra kola.


„Mikið óskaplega er sárt að heyra af bruna Miðgarðakirkju í Grímsey í nótt. Þetta er mikið áfall fyrir samfélagið allt í Grímsey og ljóst að þarna hafa margar merkar menningaminjar eyðilagst sem er óbætanlegt tjón,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

„Hugur minn er hjá íbúum og öllum þeim sem unnu þessari merku kirkju. Stjórnvöld munu ræða við heimamenn og ég er viss um að það verður ríkur vilji allra til styðja við bakið á þeim í kjölfarið.“