Sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið af því að mæta goðsögninni hjá Wycombe Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2021 16:31 Ungir varnarmenn Manchester City þurftu að hafa mikið fyrir því að stöðva Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe Wanderers. getty/Matt McNulty Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hrósaði framherja Wycombe Wanderers í hástert eftir leik liðanna í 3. umferð enska deildabikarsins í gær. City lenti undir á 22. mínútu en svaraði með sex mörkum og vann öruggan sigur, 6-1. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistaranna og þeir Kevin de Bruyne, Phil Foden, Ferran Torres og Cole Palmer sitt markið hver. Eftir leikinn jós Guardiola Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe, lofi og sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið á að mæta honum. „Þeir mættu einni af goðsögnunum í enska boltanum. Það besta fyrir þá og þeirra þróun væri að spila við hann í hverri viku. Það var mér mikil ánægja að hitta hann,“ sagði Guardiola. Akinfenwa, sem er 39 ára, hefur komið víða við á löngum ferli en leikið með Wycombe síðan 2016. Hann er tröll að burðum og þekktur fyrir að vera gríðarsterkur. Sagan segir að hann geti lyft 180 kg í bekkpressu. Guardiola tefldi fram fjórum unglingum í vörninni í leiknum í gær; CJ Egan-Riley, Finley Burns, Luke Mbete og Josh Wilson-Esbrand. Þeir þrír fyrstnefndu eru fæddir 2003 en sá síðastnefndi 2002. Enginn þeirra var fæddur þegar Akinfenwa lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður. Guardiola hrósaði fjórmenningunum fyrir frammistöðuna í leiknum í gær. „Þetta er ekki auðvelt en þeir gerðu þetta vel. Við förum yfir leikinn með þeim og sýnum þeim hvernig þeir geta leyst vandamálin. En þeir stóðu sig vel, allir sem einn,“ sagði Guardiola sem hefur stýrt City til sigurs í deildabikarnum undanfarin þrjú ár. Akinfenwa og félagar hans í Wycombe eru í 5. sæti ensku C-deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Wycombe endaði í neðsta sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
City lenti undir á 22. mínútu en svaraði með sex mörkum og vann öruggan sigur, 6-1. Riyad Mahrez skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistaranna og þeir Kevin de Bruyne, Phil Foden, Ferran Torres og Cole Palmer sitt markið hver. Eftir leikinn jós Guardiola Adebayo Akinfenwa, framherja Wycombe, lofi og sagði að ungir varnarmenn City hefðu lært mikið á að mæta honum. „Þeir mættu einni af goðsögnunum í enska boltanum. Það besta fyrir þá og þeirra þróun væri að spila við hann í hverri viku. Það var mér mikil ánægja að hitta hann,“ sagði Guardiola. Akinfenwa, sem er 39 ára, hefur komið víða við á löngum ferli en leikið með Wycombe síðan 2016. Hann er tröll að burðum og þekktur fyrir að vera gríðarsterkur. Sagan segir að hann geti lyft 180 kg í bekkpressu. Guardiola tefldi fram fjórum unglingum í vörninni í leiknum í gær; CJ Egan-Riley, Finley Burns, Luke Mbete og Josh Wilson-Esbrand. Þeir þrír fyrstnefndu eru fæddir 2003 en sá síðastnefndi 2002. Enginn þeirra var fæddur þegar Akinfenwa lék sinn fyrsta leik sem atvinnumaður. Guardiola hrósaði fjórmenningunum fyrir frammistöðuna í leiknum í gær. „Þetta er ekki auðvelt en þeir gerðu þetta vel. Við förum yfir leikinn með þeim og sýnum þeim hvernig þeir geta leyst vandamálin. En þeir stóðu sig vel, allir sem einn,“ sagði Guardiola sem hefur stýrt City til sigurs í deildabikarnum undanfarin þrjú ár. Akinfenwa og félagar hans í Wycombe eru í 5. sæti ensku C-deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki. Wycombe endaði í neðsta sæti B-deildarinnar á síðasta tímabili. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira