Skoðun

Kosningar til Alþingis

Snorri Ásmundsson skrifar

Eina raunverulega lýðræðið er að kosning til alþingis fari fram sem kennitölulottó. Engir frambjóðendur heldur verði notað svokallað kennitölulottó þar sem þingmenn til fjögurra ára eru valdir út frá slembiúrtaki frá Hagstofu Íslands á fjögurra ára fresti líkt og valið er í kviðdóm í Bandaríkjunum. Flokkspólitik á Íslandi er óheilbrigð og stundum eitruð og hún er í raun úreld. Hún er villandi og oft óheilindi á bakvið hvar stjórnmálafólk staðsetur sig. Stjórnmálafólk eru að mestum hluta tækifærisinnar sem myndu selja hugsjónir sínar fyrir rétta upphæð eða bitlinga. Ég held að lang stærsti hluti stjórnmálafólks séu Narsisistar í þykjustuleik. Stefnur stjórnmálaflokka eru flestar fallegar á prenti, en við vitum öll að við höfum fyrst og fremst verið að kjósa fólk en ekki stefnur þó þær séu að vissu leiti áætlaður fókus þess sem er að tæla af þér atkvæðið þitt. Beint og hreint lýðræði eins og kennitölukosning er heilvænlegust, heiðarlegust og heilbrigðust.

Höfundur er listamaður. 




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×