Fjölskyldan afskrifar vonir um að hollenski sjómaðurinn finnist Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2021 15:36 Ekkert hefur spurst til skútunnar Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands í ágúst. LHG Fjölskylda hollenska karlmannsins sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn telur ólíklegt að hægt verði að upplýsa um afdrif hans. Allri leit að manninum hefur verið hætt. Greint var frá því íslenskum fjölmiðlum að Landhelgisgæslan og danski heraflinn hafi undanfarnar vikur staðið fyrir alþjóðlegri leit að Hollendingnum. Leitinni var hætt fyrr í mánuðinum. Fjallað hefur verið um manninn í hollenskum fjölmiðlum í dag þar sem kemur fram að nafn mannsins sé Eugène Eggermont, 63 ára karlmaður frá Haarlem í Hollandi. Eggermont ætlaði sér að sigla frá Vestmannaeyjum að syðsta hluta Grænlands á tréskútunni Laurel. Segir í frétt NOS í Hollandi að hann hafi ætlað sér að hafa samband við fjölskyldu sína við komuna til Grænlands, sem áætluð var 22. ágúst. Eftir að ekkert hafði spurst til hans í viku hafði fjölskylda hans samband við hollensku strandgæslunni, sem hafði samband við Landhelgisgæsluna og hófst þá leit að skútunni, auk þess sem að biðlað var til sjófarenda á svæðinu að svipast um eftir skútunni. Var með sendi sem hægt var að virkja en var ekki virkjaður Takmarkaður fjarskiptabúnaður var um borð í skútunni og enginn ferilvöktunarbúnaður. Því hefur það reynst íslenskum og dönskum yfirvöldum ómögulegt að ná sambandi við manninn um borð. Í frétt NOS segir þó að Eggermont hafi verið með sendi sem hægt hafi verið að virkja í neyðartilfellum, en hann hafi þó ekki verið virkjaður. Í frétt NOS segir einnig að Eggermont hafi verið reynslumikill sæfari og mikill ævintýramaður að sögn fjölskyldunnar. Hann hafi siglt mikið við Ísland, Færeyjar, Noreg og Hjaltlandseyjar undanfarin ár. Telur fjölskyldan ólíklegt að Eggermont finnist á lífi en í frétt NOS er haft eftir talsmanni hennar að „allar líkur séu á því að aldrei verði hægt að upplýsa hvað hafi komið fyrir Eugène“ Vestmannaeyjar Grænland Holland Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17. september 2021 11:13 Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni. 7. september 2021 14:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Greint var frá því íslenskum fjölmiðlum að Landhelgisgæslan og danski heraflinn hafi undanfarnar vikur staðið fyrir alþjóðlegri leit að Hollendingnum. Leitinni var hætt fyrr í mánuðinum. Fjallað hefur verið um manninn í hollenskum fjölmiðlum í dag þar sem kemur fram að nafn mannsins sé Eugène Eggermont, 63 ára karlmaður frá Haarlem í Hollandi. Eggermont ætlaði sér að sigla frá Vestmannaeyjum að syðsta hluta Grænlands á tréskútunni Laurel. Segir í frétt NOS í Hollandi að hann hafi ætlað sér að hafa samband við fjölskyldu sína við komuna til Grænlands, sem áætluð var 22. ágúst. Eftir að ekkert hafði spurst til hans í viku hafði fjölskylda hans samband við hollensku strandgæslunni, sem hafði samband við Landhelgisgæsluna og hófst þá leit að skútunni, auk þess sem að biðlað var til sjófarenda á svæðinu að svipast um eftir skútunni. Var með sendi sem hægt var að virkja en var ekki virkjaður Takmarkaður fjarskiptabúnaður var um borð í skútunni og enginn ferilvöktunarbúnaður. Því hefur það reynst íslenskum og dönskum yfirvöldum ómögulegt að ná sambandi við manninn um borð. Í frétt NOS segir þó að Eggermont hafi verið með sendi sem hægt hafi verið að virkja í neyðartilfellum, en hann hafi þó ekki verið virkjaður. Í frétt NOS segir einnig að Eggermont hafi verið reynslumikill sæfari og mikill ævintýramaður að sögn fjölskyldunnar. Hann hafi siglt mikið við Ísland, Færeyjar, Noreg og Hjaltlandseyjar undanfarin ár. Telur fjölskyldan ólíklegt að Eggermont finnist á lífi en í frétt NOS er haft eftir talsmanni hennar að „allar líkur séu á því að aldrei verði hægt að upplýsa hvað hafi komið fyrir Eugène“
Vestmannaeyjar Grænland Holland Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17. september 2021 11:13 Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni. 7. september 2021 14:50 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17. september 2021 11:13
Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni. 7. september 2021 14:50